Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Qupperneq 16

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Qupperneq 16
14 IV. KAFLI Um mat á skammtastærSum og naeringarefnaútreikningar Einstök næringarefni 1 þessum kafla verður reynt að meta næringargildi þess matar- æðis sem lýst er hér á undan. Þá þarf fyrst að meta magn matarskammtanna, því að nákvæmnin í útreikningum á næringarefnainnihaldi fæðunnar er háð stærð matarskammtanna. Engar tvær næringarefnatöflur gefa upp nákvæmlega sömu tölur. Lítið er enn til af áreiðanlegum rannsóknum á íslenskum mat- vælum, en ætla má að íslensk matvæli geti verið frábrugðin erlendum. Nýlegar íslenskar rannsóknir á C-vítamíninnihaldi mjólkur gefa til kynna, að vítamíninnihald sé lægra en til skamms tíma hefur verið álitið og auglýst er á umbúðum. Sá sem þetta ritar hefur áætlað skammtana í flestum tilfellum, en það er byggt á langri reynslu ásamt vigtun skammta. Dr. Jón óttar Ragnarsson hefur lagt til næringarefnatöflur og séð um alla næringarefnaútreikninga ásamt samstarfsmönnum sín- um á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og í Háskólanum. Hér á eftir verða talin upp helstu næringarefni fæðunnar og í svigum skráður ráðlagður skammturx), en í sömu línu raunverulegar niðurstöður könnunarinnar. (Sbr. töflu 2.) 1 næringarefnaútreikningum þessum eru lögð til grundvallar svör 347 unglinga á aldrinum 10 - 14 ára eins og þau eru sýnd á töflu I. Um 75 fleiri börn voru spurð eins og sést á töfl- unni, en það voru ekki hliðstæðir hópar o.s.frv. og því ekki teknir með. Magn næringarefna og orku í fæði skólabarna. (Sjá töflur 2 og 4.) x) Samkvæmt næringarefnatöflum í bók jóns óttars Ragnarssonar 7) og með hliðsjón af töflum FAO/WHO.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.