Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Blaðsíða 17

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Blaðsíða 17
15 Hvíta: 91,6-103,4 g (RS: 44 g) Lengi hefur verið ljóst af eldri og nýrri niðurstöðum kannana á mataræði íslendinga, að hvítunotkun er mjög mikil hér, en fer þó minnkandi, t.d. frá þreföldum ráðlögðum skammti 1938-40 og niður í tvöfaldan ráðlagðan skammt nú haustið 1977. Magn hvítu í fæðu hefur minnkað um þriðjung frá 1938 - 40. Kolvetni: 277 - 315 g Aðalaukning kolvetna er vegna sykuráts enda hefur sælgætisnotkun aukist gífurlega frá fyrstu könnun 1938-40. áður fyrr var brauðát helmingi meira en nú. Tref jaef ni : 17,4-19,7 g Tefjaefni eru talin hér og má slíkt teljast nýlunda í íslenskum næringarefnaútreikningum. Trefjaefni í fæðu fæst úr grófkorni og grænmeti og hefur yfirleitt bætandi áhrif á meltinguna. Fita : 106,1- 110,2 g Heildarfituneysla er svipuð og fyrir 40 árum, en ómettuð fita hefur aukist og kólesteról hefur minnkað verulega eða um 30%. Orka : 2363 - 2591 hitaeiningar (RS : 2400 - 2800 he .) Meðalhitaeiningar er fengust úr daglegri fæðu voru 2591 einingar. Hæfileg þörf barna á þessum aldri er um 2600 einingar. I haust- könnunum 1938 reyndist magn hitaeininga vera 2464 einingar. Iílutfall einstakra aðalnæringarefna í hitaeiningamagninu var : 15% hvíta, 48% kolvetni og 38% fita. Þessar niðurstöður eru svipaðar og í fyrri könnun. 1 sumum þorpum við Isafjarðardjúp var hlutfall hvítunnar ennþá

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.