Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 23

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 23
21 SAMANTEKT NiSurstöður neyslukönnunar meðal 10 - 14 ára skólabarna af báð- um kynjum í Reykjavík árin 1977 og 1978 eru eftirfarandi: 1) Heildarneysla fisks og brauðmetis hefur minnkað um 30% frá því á árinu 1938, kjötneysla hefur heldur aukist. 2) Sykurneysla hefur aukist gífurlega aðallega vegna þess að neysla sælgætis, sætabrauðs og gosdrykkja hefur aukist og samsvarar um 1/4 af heildarneyslunni, en árið 1938 var neysla þessara tegunda um 5% af heildarneyslu. 3) Grænmetis-, ávaxta- og mjólkurneysla hefur aukist mikið. 4) Fæðan er rýr af járni, D-vítamíni og B-vítamíni (folinsýru). 5) Allt að fjórðungur daglegrar neyslu kemur frá söluskálum. Orsök þessarar þróunar Skipun máltíða á heimilum hefur riðlast m.a. vegna breyttra félagslegra aðstæðna, vaxandi útivinnu húsmæðra og minnkandi utanaðkomandi aðstoðar. Mun meira er keypt af tilreiddum mat- vælum en áður til heimilis. Unglingar hafa mun meiri fjárráð en áður. Mikið er leitað á fund söluskála í fæðuleit, en þar eru nær eingöngu seldar tilbúnar vörur. Þar býðst fólki nær eingöngu sælgæti og vítamínsnautt litað sykurvatn. Fólk er beinlínis blekkt með því að hafðir eru á boðstólum s.k. svala- drykkir undir alls kyns ávaxtaheitum, sem í raun innihalda eingöngu sykur, rotvarnarefni og vatn, en eru vítamínsnauðir og eiga lítið skylt við ávaxtadrykki í allflestum tilfellum. Sbr. töflu 3 í viðauka. Mataræði okkar hefur verið nokkuð umdeilt og telja margir að neysla harðra fitutegunda sé meiri en góðu hófi gegnir. An þess að taka frekari afstöðu til þeirra deilna er sjálfsagt að mæla með því, að magurt kjöt og fitusnauðari mjólk verði á

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.