Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 25

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 25
23 Ráð til úrbóta 1) Meiri áróður ber að reka fyrir heilnæmum neysluvenjum á heimilum. 2) Mötuneytum verður að koma upp í heimagönguskólum. Þar eiga börn og unglingar að fá heilnæma máltíð ásamt vítamínum. Ýmis smærri sveitafélög sinna þessu, en mörg stærri sveitar- félög hafa ekki komið málinu í framkvæmd. 3) Söluskálar (sjoppur) eru að verða ein aðaldreifingarstöð matvæla. Mikilvæg krafa er að þar séu á boðstólum sæmilegar fæðutegundir, s.s. brauð, grænmeti, ávextir og mjólk. Ef eigendur söluskála axla ekki þá ábyrgð sem rekstri þeirra er samfara ber að vanda betur til úthlutunar söluleyfa. 4) Vítamínbæta skal matvæli í stærri stíl en verið hefur s.s. kornvörur og smjörlíki, sem selt er til brauðgerðar- húsa. Jafnframt er nauðsynlegt að vítamínbæta mjólk sem er á boðstólum. 5) Efla ber starfsemi Manneldisráðs og Manneldisfélags íslands með fjárframlögum. Nauðsynlegt er að halda áfram næringar- efnafræðilegum rannsóknum, sem nú eru hafnar sbr. töflur I, Ila, Ilb og III í viðauka þessarar skýrslu.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.