Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1987, Side 51

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1987, Side 51
Bifhjólaslys og afleibingar þeirra Brynjólfur Mogensen, dr.med. Umferðarslys valda árlega fjölda fólks miklum andlegum og líkamlegum þjáningum, auk ótímabœrs dauöa á þriðja tug einstaklinga. Enn fleiri hljóta varanleg örkuml og kostnaður þjóðíélagsins, vegna umferðarslysa er gífurlegur. Bifhjólaslys eru með verulega sérstöðu að því leyti að í hlut á nánast eingöngu ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Flest bifhjólaslysin eiga sér stað við fremur hagstœð ytri skilyrði. Dagsbirtu gœtir hjá um 3/4 tllfella og þurrviðrls í 2/3 tilfella. Melrlhlutl slysanna á sér stað uten hefðbundins dagvinnutíma og í frítíme hjá um 80*. Hér á landi eiga ökumenn annarra ökutækja oftar meiri sök á slysinu en ökumenn bifhjólanna sjálfir, sem hafa þó í alltað 3/4 tilfella mjög litla akstursreynslu og 1/4 er réttindalaus. Má gera ráð fyrir því að 2 af hverjum 100 ökumönnum bifhjóla láti lífið eða slasist alvarlega á hverju ári, en fyrstu mánuðirnir eru hættulegastir. Sennilega eru bifhjól innan við 1* allra ökutækja í landinu, en í aldurshópnum 15-24 áre, sem lendir í umferðarslysi. á bifhjól orsökina. beint eða óbeint, í 20* tilfella. Alvarlegustu slysin eiga sér stað við áreksturs bifhjóls og annars farartækis. Skýringin á þessu er fyrst og fremst sú, hversu illa ökumaður/farþegi bifhjólsins er varinn. 49

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.