Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Page 7
Formáli
Alnæmi heldur enn áfram að breiðast út um heimsbyggðina með ógnvekjandi
hraða. í Evrópu er talið að um 200 einstaklingar smitist daglega. Hér á landi
greinist að meðaltali einn einstaklingur á mánuði með HIV smit.
Afleiðingar faraldursins eru uggvænlegar, sérstaklega þar sem fátæktin er mest
og þekkingin minnst.
Baráttan gegn alnæmi er rétt að heíjast. I þeirri baráttu er þekking lykill að
árangri.
Við þurfum að auka þekkingu á sjúkdómnum, veirunni, smitleiðum og endurmeta
varnaraðgerðir. Áleitnar spurningar eru margar en svörin færri. Hvaða áhættu
taka íslendingar í sínu kynlífi og hvernig verjast þeir smiti?
Ef níu af hverjum tíu aðspurðra vita hvernig alnæmi smitast og hvernig forðast
eigi smit af hverju beita menn ekki þessari þekkingu?
Skort hefur tilfinnanlega handbærar upplýsingar um kynhegðun Islendinga til
að nota við alnæmisvarnir. I þessu riti er kynnt könnun á kynhegðun og þekkingu
á smitleiðum alnæmis er fram fór árið 1992.
Að könnuninni stóðu Landsnefnd um alnæmisvarnir og Landlæknisembættið.
Ritið fjallar um og lýsir undirbúningi og framkvæmd þessa verks og greint er frá
helstu niðurstöðum. Áfram er unnið úr rannsókninni og koma á næstu misserum
út fleiri rit um sérgreind viðfangsefni rannsóknarinnar.
Viljum við þakkasvarendumírannsókninni, starfsfólkiFélagsvísindastofnunar,
Háskóla íslands, Vilborgu Ingólfsdóttur og Haraldi Briem sem bæði eru í
Landsnefndinni, Sölvínu Konráðs, Sigríði Haraldsdóttur sem ritstýrði útgáfunni
og síðast en ekki síst Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur sem hafði veg og vanda af
undirbúningi, framkvæmd og gerð þessa rits.
Fyrir hönd landsnefndar um Fyrir hönd Landlæknisembættisins,
alnæmisvarnir,
5