Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Blaðsíða 10
grunnupplýsinga og þróa rannsóknir sem taka mið af íslenskum samfélagsháttum.
A Islandi hafa verið gerðar margvíslegar rannsóknir vegna alnæmis, meðal
annars í félagsfræði, faraldursfræði, klínískum rannsóknum og rannsóknum í
örverufræði og ónæmisfræði (Landsnefnd um alnæmisvarnir, 1991, bls. 25-27) en
engin sérstök könnun hefur verið gerð á kynhegðun íslendinga almennt. Þó hefur
verið gerð ein rannsókn á kynferðislegum samskiptum HlV-smitaðra einstaklinga
(Sigríður Haraldsdóttir, 1990).
Fram til 30. júní 1993 hafa á íslandi greinst samtals 80 einstaklingar smitaðir af
HIV- veirunni sem veldur alnæmi. Taílan hér á eftir lýsir þessum hópi nánar.
Tafla 1: Dreifing HIV smitaðra eftir smitleiðum og áhættuhegðun 30. júní 1993
Hópar einstaklinga Karlar Konur Samtals %
1. Hommar/tvíkynhneigðir (kynmök) 54 0 54 68
2. Fíkniefnaneytendur (í æð) 7 2 9 11
3. Hópur 1 og 2 2 0 2 3
4. Gagnkynhneigðir (kynmök) 4 5 9 11
5. Blóðþegar 0 4 4 5
6. Dreyrasjúklingar 0 0 0 0
7. Óþekkt 2 0 2 3
Samtals Heimild: Landlæknisembættið 1993 69 11 80 100
Útbreiðsla HlV-smits meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig í æð hefur farið
vaxandi í Evrópu. Flestir sem greinast nú með HlV-smit þar eru íþeim hópi. Meðal
samkynhneigðra karla hefur útbreiðsla HlV-smits hins vegar staðið í stað um
nokkurt skeið en nú eru þeir sem sýkjast yfirleitt yngri en áður (Piot, 1992, bls. 13).
Meirihluti þeirra sem smitast hafa af HlV-veirunni í Evrópu frá upphafi eru
samkynhneigðir karlmenn eða fíkniefnaneytendur. Æ fleiri gagnkynhneigðir
greinast þó smitaðir í Evrópu. Talið er að árið 1987 hafi 1-2% HlV-jákvæðra í
Evrópu smitast af kynmökum við gagnstætt kyn en fjórum árum síðar, þ.e. árið
1991, var þessi tala komin upp í 8,8% (Kraus, 1992, bls. 108).
Sumarið 1988 skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Landsnefnd um
alnæmisvarnir. Nefndin var skipuð í kjölfar heimsráðstefnu heilbrigðisráðherra
um fyrirkomulagalnæmisvarna, semhaldin var í London, Englandi, í janúar 1988.
Eitt af fyr stu verkum Landsnefndarinnar var að gera tillögur til heilbrigðisráðherra
um landsáætlun í alnæmisvörnum. Megintilgangur landsáætlunar er að vera
leiðbeinandi við ákvarðanir um aðgerðir gegn alnæmi og forgangsröðun þeirra og
stuðla að markvissu samstarfi þeirra sem vinna að forvarnarstarfi.
I landsáætlun um alnæmisvarnir er lagt til að gerð verði könnun á kynhegðun
íslendinga: “Gera skal kynlífskönnun með þátttöku sérfræðinga á því sviði.
Endurtaka þarf slíka könnun á fimm ára fresti, því slík könnun er mælikvarði á
árangur af upplýsinga-og áróðursherferðum, þ.e.a.s. þann árangur sem leiðir til
breyttrar eða áhættuminni hegðunar” (Landsnefnd um alnæmisvarnir, 1991 bls.
27).
8