Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Blaðsíða 10

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Blaðsíða 10
grunnupplýsinga og þróa rannsóknir sem taka mið af íslenskum samfélagsháttum. A Islandi hafa verið gerðar margvíslegar rannsóknir vegna alnæmis, meðal annars í félagsfræði, faraldursfræði, klínískum rannsóknum og rannsóknum í örverufræði og ónæmisfræði (Landsnefnd um alnæmisvarnir, 1991, bls. 25-27) en engin sérstök könnun hefur verið gerð á kynhegðun íslendinga almennt. Þó hefur verið gerð ein rannsókn á kynferðislegum samskiptum HlV-smitaðra einstaklinga (Sigríður Haraldsdóttir, 1990). Fram til 30. júní 1993 hafa á íslandi greinst samtals 80 einstaklingar smitaðir af HIV- veirunni sem veldur alnæmi. Taílan hér á eftir lýsir þessum hópi nánar. Tafla 1: Dreifing HIV smitaðra eftir smitleiðum og áhættuhegðun 30. júní 1993 Hópar einstaklinga Karlar Konur Samtals % 1. Hommar/tvíkynhneigðir (kynmök) 54 0 54 68 2. Fíkniefnaneytendur (í æð) 7 2 9 11 3. Hópur 1 og 2 2 0 2 3 4. Gagnkynhneigðir (kynmök) 4 5 9 11 5. Blóðþegar 0 4 4 5 6. Dreyrasjúklingar 0 0 0 0 7. Óþekkt 2 0 2 3 Samtals Heimild: Landlæknisembættið 1993 69 11 80 100 Útbreiðsla HlV-smits meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig í æð hefur farið vaxandi í Evrópu. Flestir sem greinast nú með HlV-smit þar eru íþeim hópi. Meðal samkynhneigðra karla hefur útbreiðsla HlV-smits hins vegar staðið í stað um nokkurt skeið en nú eru þeir sem sýkjast yfirleitt yngri en áður (Piot, 1992, bls. 13). Meirihluti þeirra sem smitast hafa af HlV-veirunni í Evrópu frá upphafi eru samkynhneigðir karlmenn eða fíkniefnaneytendur. Æ fleiri gagnkynhneigðir greinast þó smitaðir í Evrópu. Talið er að árið 1987 hafi 1-2% HlV-jákvæðra í Evrópu smitast af kynmökum við gagnstætt kyn en fjórum árum síðar, þ.e. árið 1991, var þessi tala komin upp í 8,8% (Kraus, 1992, bls. 108). Sumarið 1988 skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Landsnefnd um alnæmisvarnir. Nefndin var skipuð í kjölfar heimsráðstefnu heilbrigðisráðherra um fyrirkomulagalnæmisvarna, semhaldin var í London, Englandi, í janúar 1988. Eitt af fyr stu verkum Landsnefndarinnar var að gera tillögur til heilbrigðisráðherra um landsáætlun í alnæmisvörnum. Megintilgangur landsáætlunar er að vera leiðbeinandi við ákvarðanir um aðgerðir gegn alnæmi og forgangsröðun þeirra og stuðla að markvissu samstarfi þeirra sem vinna að forvarnarstarfi. I landsáætlun um alnæmisvarnir er lagt til að gerð verði könnun á kynhegðun íslendinga: “Gera skal kynlífskönnun með þátttöku sérfræðinga á því sviði. Endurtaka þarf slíka könnun á fimm ára fresti, því slík könnun er mælikvarði á árangur af upplýsinga-og áróðursherferðum, þ.e.a.s. þann árangur sem leiðir til breyttrar eða áhættuminni hegðunar” (Landsnefnd um alnæmisvarnir, 1991 bls. 27). 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.