Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Page 13

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Page 13
2. Undirbúningur rannsóknar 2.1. Rannsóknarsnið Á undanfornum árum hafa farið fram kannanir á þekkingu, viðhorfum og hegðun í sambandi við alnæmi (títtnefndar K.A.P.-kannanir - “Knowledge, Attitude and Practice studies”) í Evrópu og víðar (WHO Regional Publications European Series, No. 36 , 1990 bls. 13). Af ýmsum ástæðum var ákveðið að gera slíka könnun á Islandi. K.A.P.-kannanir hafa ýmsa kosti. Þær þykja henta einna best í byrjun forvarnarstarfs, sérstaklega til að kanna á hvaða þætti leggja beri áherslu í fræðslu ásamt því að koma auga á þá hópa sem hafa meiri þörf fyrir fræðslu en aðrir. Einnig nýtast slíkar kannanir til að greina breytingar á viðhorfum, þekkingu almennings á alnæmi og kjmhegðun ef þær eru endurteknar með nokkurra ára millibili. K.A.P.- kannanir geta hjálpað til við að meta árangur fræðslu- og forvarnarstarfs, þó erfitt geti verið að greina hvort árangur í fræðslustarfi, svo sem aukin þekking, breytt kjmhegðun eða viðhorf, séu í beinum tengslum við upplýsingaherferðir (WHO Regional Publications European Series, No. 36 , 1990 bls. 13-14). Með íslenskri könnun gefst tækifæri til að bera niðurstöður saman við niðurstöður sambærilegra rannsókna meðal nágrannaþjóða, s.s. í Danmörku og Noregi. K.A.P-kannanir hafa bæði verið gerðar meðal almennings og sérstakra hópa, t.d. samkynhneigðra, fíkniefnaneytenda og unglinga (WHO Regional Publications European Series, No. 36,1990 bls. 13). Þessari rannsókn er fyrst og fremst ætlað að safna ákveðnum, tölulegum upplýsingum, lýsa ákveðnum breytum eða finna samband milli breyta. Rannsókninni er hins vegar ekki ætlað að greina orsök einhvers fyrirbæris né samband orsaka og afleiðinga. 2.2. Mælitæki rannsóknar Ákveðið var að nota spurningalista til þess að afla upplýsinga um kynhegðun íslendinga og þekkingu þeirra á alnæmi á íljótlegan hátt. Þrátt fyrir marga kosti hafa spurningalistar nokkra galla sem vert er að hafa í huga. Þátttakendur geta sleppt spurningum án þess að gefa á því skýringu. Svör þátttakenda byggja á skilningi þeirra á einstökum spurningum sem þarfekki alltafað vera sá sami. Þess má loks geta að sumar spurningar geta neytt þátttakendur til að velja svar sem samræmist ekki alveg skoðunum þeirra, t.d. í satt-ósatt eða já-nei spurningum. Sérstakur spurningalisti var saminn fyrir rannsóknina. Við gerð hans voru hafðar til hliðsjónar hliðstæðar kannanir sem gerðar hafa verið í Danmörku og Noregi á síðastliðnum árum. Einnigvar höíðhliðsjón aftveimurviðhorfskönnunum sem gerðar voru hér á landi árið 1987. Þannig geta svör við spurningum um viðhorf gefið vísbendingu um hvort breytinghafi orðið á viðhorfum Islendinga til sjúkdómsins og HlV-smitaðra síðastliðin fimm ár. I forprófun kom fram að það tók að meðaltali um 20 mínútur að svara spurningalistanum með 34 spurningum, en rannsóknir Treece og Treece (1986, bls. 277-278) hafa sýnt að þátttakendur vilja yfirleitt ekki eyða nema að hámarki 25 mínútum í að svara spurningalista. Ákveðið var að senda þátttakendum spurningalistana í pósti svo þeim gæfist kostur á að svara í einrúmi fremur en að taka viðtöl í síma eða augliti til auglitis. Talið var óráðlegt að spyrjafólk símleiðis ítarlegra spurninga um kynhegðun, bæði vegna íjölda spurninga og eins vegna þess að talin var hætta á að einhverjir myndu sjá sér leik á borði og hringja í fólk á fólskum forsendum. 11

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.