Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Síða 19

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Síða 19
greinarmunur á kynmökum í “fóstu” sambandi, við skyndikynni og í framhjáhaldi. Þá verður hægt að skoða hvort neyslan sé mest áberandi meðal ungs fólks og við skyndikynni. 3.2.1. Utanlandsferðir Varúðarráðstafanir gegn HlV-smiti eru nauðsynlegar hvort sem fólk er á far- aldsfæti eða með fasta búsetu. Hins vegar hagar fólk sér oft að ýmsu leyti öðruvísi en vant er á ferðalögum. Skýringarnar eru meðal annars þær að á ferðalögum er ferðalangurinn kominn burt frá sínu daglega umhverfi þar sem ákveðin félagsleg boð og bönn ríkja. Ferðalög geta verið ýmiss konar, t.d. skemmtiferðir, viðskiptaferðir og ferðir tengdar námi. Minni félagsleg höft og breyttar aðstæður virðast oft veita ferðalöngum ákveðið frelsi sem getur gert það að verkum að þeir taka meiri áhættu en ella. Ferðalög til annarra landa eru snar þáttur í lífsmynstri Islendinga eins og annarra vestrænna þjóða. Árið 1990 fóru 142.054 íslendingar til útlanda (Tölur frá Útlend- ingaeftirlitinu 1991). í þessari tölu eru eflaust einhverjir sem taldir hafa verið oftar en einu sinni. Miðað við þennan íjölda ferðalanga mætti gera ráð fyrir því að u.þ.b. helmingur þjóðarinnar hafi verið á faraldsfæti árið 1990. Sama ár komu 141.722 erlendir ferðamenn hingað til landsins, samkvæmt sömu skráningu. Niðurstöður rannsókna í nágrannalöndunum benda til þess að tengsl séu á milli ferðalaga erlendis og útbreiðslu HlV-smits. (Biggar og Melbye, 1992 bls. 593, Norska heilbrigðisráðuneytið 1993, bls 2. og Hendriks 1991, bls. 59 og Mann o.fl. 1991, bls. 833-834). Vitað er að hluti HlV-smitaðra á íslandi hefur smitast á ferðalagi erlendis, en nauðsynlegt er að skoða ferðavenjur út frá sérstöðu hvers samfélags fyrir sig. Þannig hafa t.d. Hollendingar aðallega beint sjónum sínum að þeim samlöndum sínum sem einhvern tímann hafa búið sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í Afríku (Dutch Program Committee for AIDS research, 1992, bls. 129-30). Ákveðið var að athuga til hvaða landa eða heimshluta þátttakendur höfðu ferðast. í stað þess að spyrja um ferðalög til einstakra landa var heiminum skipt í heimshluta og sú skipting er að nokkru leyti byggð á mismunandi útbreiðslu alnæmis. Þannigvoru t.d. lönd Suður-Evrópu og Miðjarðarhafslöndin höfð saman í flokki og Samveldi sjálfstæðra ríkja (áður Sovétríkin) og Austur-Evrópa höfð saman í flokki (sjá nánar flokkun í spurningalista í viðauka). Einnig var spurt hvers eðlis ferðirnar hefðu verið. Þannig verður hægt að athuga hvort eðli ferðar tengjist því á einhvern hátt hvort viðkomandi hafi tekið áhættu, t.d. hvað varðar kynmök við einstakling sem stundar vændi, eða sem sprautar sig með fíkniefnum í æð. Fyrst ljóst er að ferðalög eru “óbeinn” áhættuþáttur í útbreiðslu HIV smits hlýtur forvarnarstarf að beinast í æ ríkara mæli að ferðalöngum sem ákveðnum markhóp (Gillies og Carballo, 1990, bls. 948). 17

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.