Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Side 26

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Side 26
4. Framkvæmd rannsóknar 4.1. Þýði og úrtak Þýðið, þ.e. allir þeir sem hugsanlega gætu lent í úrtakinu, var valið af öllu landinu, bæði konur og karlar, á aldrinum 16-59 ára. Meginástæða þess að þetta aldursbil var valið var að innan þess er að fínna þorra þess fólks sem aðstandendur könnunar töldu að tilheyrði stærstu oghelstu markhópunum, svo sem ungt fólk og fráskildir í makaleit á nýjan leik. Þýðinu var skipt í átta aldurshópa: 16-19 ára, 20- 24 ára, 25-29 ára, 30-34 ára, 35-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára og 50-59 ára. Urtakið var 1500 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Það var valið sem ákveðið hlutfall af stærð þýðis í hverjum aldurshópi. Þetta þýðir að fækkun verður í úrtakshópi eftir því sem aldur hækkar. Aldursdreifing þeirra sem svöruðu reyndist tiltölulega jöfn og endurspegla sömu hlutfóll og voru í úrtaki. Alls tóku 971 einstaklingur þátt í könnuninni og varð endanlegt svarhlutfall 65,4% sem telst þokkaleg svörun þegar tekið er tillit til eðlis könnunar. Margar spurningar varða einkalíf fólks og þess vegna var lögð rík áhersla á að gera þátttöku í könnuninni eins auðvelda og unnt væri svo ómögulegt yrði að rekja svör til einstakra þátttakenda. 1) Þess var vandlega gætt að kynna hverjir stæðu að könnuninni og hver væri tilgangur hennar. í þeim tilgangi var m.a. haldinn blaðamannafundur í þann mund sem spurningalistarnir voru póstlagðir. I kjölfar blaðamannafundar var könnunin kynnt í öllum helstu dagblöðum, á báðum sjónvarpsstöðvum og í flestum ljósvakamiðlum. Með spurningalistunum var einnig bréf sem skýrði tilgang könnunarinnar undirritað af Guðjóni Magnússyni, formanni Landsnefndar um alnæmisvarnir og Ólafi Ólafssyni, landlækni (sjá viðauka). 2) I lok bréfsins, sem fylgdi með spurningalistanum, var tilgreint símanúmer starfsmanns Landsnefndar um alnæmisvarnir og þátttakendur hvattir til að hafa samband við hann ef einhverjar spurningar væru óljósar eða ef fólk þarfnaðist nánari upplýsinga um tilgang rannsóknarinnar. 3) Jafnframt skrifaði umsjónarmaður könnunarinnar eina grein sem birtist í Morgunblaðinu. í henni er skorað á þá sem lentu í úrtakinu að leggja sitt af mörkum í forvarnarstarfinu með því að svara spurningalistanum og bent á að jafn mikilvægt væri að svara listanum þótt viðkomandi teldi alnæmi ekki koma sér neitt við. í kynningu á rannsókninni var ávallt leitast við að höfða til ábyrgðar almennings og samvinnu. I júní var til dæmis send grein til allra dagblaða þar sem sagt var frá því hversu margir hefðu svarað og þeim þakkað fyrir þátttökuna og enn fremur sagt að “A næstu dögum munu þeir sem ekki hafa svarað frá ítrekun um að svara”. 4) Vélfrímerkt svarumslag fylgdi spurningalistanum. 24

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.