Fréttablaðið - 01.12.2022, Page 3
2 6 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 . D E S E M B E R 2 0 2 2
Fullveldisdagur
í kulda og trekki
Þrír vinir hittast
á T.G.I. Friday’s
Lífið ➤ 24Menning ➤ 23
Nýjar íslenskar rannsóknir
sýna fram á að mataræði
barnshafandi kvenna hefur
sín áhrif á hag fóstursins.
Hratt minnkandi joðneysla
landsmanna er áhyggjuefni.
ser@frettabladid.is
RANNSÓKNIR Neysla landsmanna
á joði, sem fæst úr fiskafurðum og
mjólkurvörum, hefur farið hratt
minnkandi hér á landi á síðustu ára-
tugum – og þess sér stað við frammi-
stöðu barna á greindarprófum.
Þetta er meðal þess sem fram
hefur komið í ítarlegum rannsókn-
um Ingibjargar Gunnarsdóttur, pró-
fessors í næringarfræði við Háskóla
Íslands, sem staðið hafa yfir í áratug
og hverfast um næringarþörf barns-
hafandi kvenna.
Eitt þúsund barnshafandi konur
hafa tekið þátt í rannsókninni, þar
sem þvag- og blóðprufur hafa verið
teknar til að sýna næringarástand
þeirra, en einnig hefur verið fylgst
með þróun á þarma f lóru fjölda
barna þeirra kvenna sem þátt tóku.
„Í rannsókninni höfum við verið
að þróa einfalt skimunartæki til að
finna konur sem gætu haft gagn af
því að breyta mataræði sínu á með-
göngu,“ segir Ingibjörg. „Kveikjan
að því er að við sáum fyrir nokkrum
árum að tíðni meðgöngusykursýki
er algengari hjá konum yfir kjör-
þyngd fyrir þungun. En þá tókum
við líka eftir því að þær konur sem
eru yfir kjörþyngd en borða góðan
og hollan mat eru ekki í meiri hættu
á að fá meðgöngusykursýki.“
Rannsóknarteymi Ingibjargar
hefur einkum horft til þess hvaða
næring hefur helst áhrif á heilsu
móður og barns og hvað skortur á
ákveðnum bætiefnum getur haft í
för með sér.
„Við vissum svo sem að góður
D-vítamínhagur er barnshafandi
konum á Íslandi mjög mikilvægur,
eins og raunar öllum landsmönnum
í sólarleysinu í skammdeginu, en
við áttuðum okkur svo á því að joð-
hagurinn skiptir líka sköpum,“ segir
Ingibjörg.
Minni joðneysla, af völdum
breyttra neysluhátta, hefur sín
áhrif.
„Lítið joð hjá barnshafandi
konum hefur verið tengt við lakari
frammistöðu barna á greindar-
prófum,“ segir Ingibjörg sem var
gestur í nýjustu þáttaröðinni af
Vísindunum og okkur á Hringbraut
í vikunni. n
Greind barna sögð tengjast joðneyslu
Allt til jóla
Kammólína
Frábær
apptilboð
á hverjum
degi til jóla
Sæktu
appið
Við áttuðum okkur
svo á því að joð-hagur-
inn skiptir líka sköp-
um.
Ingibjörg
Gunnarsdóttir,
prófessor í nær-
ingarfræði við HÍ
KJARAMÁL „Ef vilji er fyrir hendi
til þess að fá eldra fólk til starfa þá
verður að koma til móts við það
eins og gert er í siðuðum löndum,“
segir Helgi Pétursson, formaður
Landssambands eldri borgara.
Samkvæmt frumvarpi Willums
Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra
á að heimila heilbrigðisstofnunum
að ráða fólk fram til 75 ára aldurs.
Bandalags háskólamanna bendir á
að ekki sé tekið við lífeyrisgreiðsl-
um frá ríkisstarfsmönnum eldri en
70 ára.
Margir óttast þannig að lífeyris-
greiðslur verði skertar og að eldri
borgarar verði notaðir sem ódýrt
vinnuaf l þar sem ekki þurfi að
greiða í lífeyrissjóði þeirra. SJÁ SÍÐU 4
Eldri borgarar
verði ekki
ódýrt vinnuafl
Kvikmyndaleikstjórinn, rithöfundurinn og alþingismaðurinn fyrrverandi Þráinn Bertelsson færði á 78 ára afmælisdegi sínum í gær íslenska ríkinu kvikmyndaverk sín og tekjur af þeim að gjöf. Lilja
Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra veitti gjöfinni viðtöku á sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Nýju lífi eftir Þráin í Bíó Paradís. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI