Fréttablaðið - 01.12.2022, Page 4
Þarna hitti hún í fyrsta
sinn í nokkur ár kon-
una sem ræktaði hana
og það urðu þvílíkir
fagnaðarfundir, Ollie
hafði engu gleymt.
Sunna Björg Skarphéðinsdóttir,
eigandi tíkurinnar Ollie
Jólin nálgast
Sunna Björg Skarphéðins-
dóttir á afrekshund ársins
2022. Það er tíkin Ollie sem
elskar að veita fólki félags-
skap og hefur unnið hjá
athvarfinu Læk sem er fyrir
einstaklinga með geðrænan
vanda. Ollie fetar þar í fót-
spor ömmu sinnar.
odduraevar@frettabladid.is
FÉLAGSMÁL „Við erum rosalega stolt
af henni,“ segir Sunna Björg Skarp-
héðinsdóttir, eigandi tíkurinnar
Ollie sem var um helgina heiðruð
af Hundaræktunarfélagi Íslands
og hlaut nafnbótina afrekshundur
ársins 2022.
Ollie hefur frá því í fyrra unnið
hjá athvarfinu Læk í Staðarbergi í
Hafnarfirði. Lækur er athvarf fyrir
fólk með geðrænan vanda og er
markmiðið að draga úr félagslegri
einangrun. Þar er Ollie fullkominn
starfskraftur.
„Hún er svo mikill gleðigjafi, hún
er næm á fólk, of boðslega góð og
yndisleg,“ segir Sunna. Hún segir
aðspurð Ollie vera gleðigjafa að
eðlisfari en hún er af tegundinni
Coton de Tulear.
„Ég myndi segja að þetta hafi bara
verið meðfætt hjá henni. Við próf-
uðum okkur áfram á Læk og það
kom aldrei neitt upp. Hún er rosa-
lega fædd í þetta, enda var amma
hennar stuðningshundur hjá Rauða
krossinum, þannig þetta er hrein-
lega bara í genunum.“
Sunna segir Ollie eiga erfitt með
að vera eina og því henti dagdvölin
á Læk henni afar vel. Ollie þarf enda
að sinna og hún elskar að knúsa og
kjassa fólk og sjá gestir um að fara
með henni út að labba þegar hún
óskar eftir því eða oftar.
„Ollie finnst vont að vera ein og
mér þótti vont að skilja hana eftir.
Þannig að við prófuðum þetta og
það gengur bara svo rosalega vel,“
segir Sunna. Afar vel sé hugsað um
Ollie á Læk.
„Ollie er svo heppin að fá að vera
þarna. Það er svo gott fólk þarna
og hún er rosalega glöð þegar við
mætum á morgnana, hún hleypur
alveg inn. Við í raun bara skutlum
og sækjum á hverjum degi,“ segir
Sunna hlæjandi en Ollie dvelur á
Læk hvern einasta virka dag.
Hin fjögurra ára Ollie fékk verð-
launin frá Hundaræktunarfélaginu
síðastliðinn laugardag. Sunna segir
Ollie hafa verið kátari að hitta rækt-
andann sinn en með verðlaunin.
„Hún kannski fattaði þetta ekki
alveg,“ segir Sunna. „En þarna hitti
hún í fyrsta sinn í nokkur ár konuna
sem ræktaði hana og það urðu því-
líkir fagnaðarfundir, Ollie hafði
engu gleymt.“ n
Ollie elskar félagsskap
alveg eins og amma hennar
Ollie skaraði fram úr og fjölskyldan var ánægð með litlu tíkina. MYND/AÐSEND
bth@frettabladid.is
REYKJAVÍK Starfsmenn Reykjavík-
urborgar eru þessa dagana í óðaönn
að gera jólalegt með ýmsum skreyt-
ingum fyrir hátíð ljóss og friðar.
Í gær fólust verkefnin meðal ann-
ars í því að koma greni fyrir meðal
fallegra skreytinga í beðum í mið-
borginni.
Sá galli fylgir gjöf Njarðar að sögn
starfsmanna, að brögð eru að því að
almenningur taki greni úr beðum
ófrjálsri hendi og nýti það til skreyt-
inga heima fyrir.
Á starfsfólkinu mátti þó skilja
að viðhorf til slíks verknaðar væru
ólík eftir því hvort greniþjófar
hefðu sjálfir ekki efni á að kaupa
jólaskreytingar og gripu til örþrifa-
ráða eða hvort um nísku eða græðgi
stöndugra væri að ræða. n
Greniþjófar ræna
jólastemningunni
Nýtt jólagreni prýðir nú beð í miðbæ
Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN
Fyrir jólin
Jólabæklingurinn er kominn út.
Girnileg jólatilboð.
erlamaria@frettabladid.is
LÝÐHEILSA Geðlestin, geðfræðsla
fyrir nemendur í framhaldsskóla
og efri bekkjum grunnskóla, lauk
ferðalagi sínu um landið í vikunni.
Síðastliðið ár hefur Geðlestin
farið í 174 heimsóknir vítt og breitt
um landið, en markmið verkefnis-
ins er að ræða við ungt fólk um geð-
heilsu og hvernig sé best að rækta
hana og vernda.
„Okkur þótti gríðarlega mikil-
vægt á þessum tímapunkti að fara
í slíka fræðslu, þar sem við búum
í samfélagi í dag sem ýtir kannski
ekki beint undir tengsl. Frekar
tengslarof við samfélagið að mörgu
leyti, þá sérstaklega eftir Covid þar
sem allt snerist um fjarskipti,“ segir
Héðinn Unnsteinsson, formaður
Geðhjálpar.
Að sögn Héðins fengu fyrirlesarar
góðar móttökur hvert sem þeir fóru.
Nemendur hafi verið óhræddir við
að ræða geðheilbrigðismál.
„Það var verið að ræða bæði geð-
heilsu og vanlíðan og mér skilst að
það hafi verið mjög góðar móttökur
í skólunum og alls engin feimni við
að ræða þessi mál,“ segir Héðinn. n
Ungir fræddir um mikilvægi geðheilsu
Héðinn Unnsteinsson, formaður
Geðhjálpar.
Þótt skuggi stríðsátaka hvíli yfir Evrópu er jólaundirbúningur hafinn víða um álfuna. Í Kraká í Póllandi var margt um manninn á jólamarkaði í miðborginni
í gær. Sem þátt í aðskilnaði frá Rússlandi tilkynnti rétttrúnaðarkirkjan í nágrannaríkinu Úkraínu nýlega að í kirkjum hennar megi halda jólin hátíðleg 25.
desember í stað 6. janúar eins og hefð er í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
2 Fréttir 1. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ