Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 10
Allar skáldsögur Sjóns og ljóð frá 1978–2022 koma nú út saman í öskju; níu bækur sem hver og ein inniheldur eftirmála eftir fræði- mann eða rithöfund. HEILDARSAFN RITVERKA SJÓNS LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is Kínverjar hafa staðið fyrir hörðum mótmælum seinustu viku og hafa þau ekki verið jafnútbreidd í meira en þrjá áratugi. Gremja almennings í garð harðra sóttvarnareglna og dvínandi efnahags hefur verið áberandi. Fyrir viku síðan létust tíu manns í eldsvoða í vesturhluta Kína. Það tók um þrjá klukkutíma að slökkva eldinn og hafa margir í Kína kennt hörðum sóttvarnareglum um það hvernig fór. Í kjölfarið spruttu upp mótmæli á götum Kína þar sem almenningur virtist hafa fengið sig fullsaddan af langvarandi boðum og bönnum. Löngu áður en Covid-19 kom hafði tíðkast hjá íbúum Kína að ganga með andlitsgrímur, allt frá sjötta áratug síðustu aldar. Ástæð- urnar tengdust bæði umhverfi og menningu, en notkun gríma stór- jókst eftir SARS-faraldurinn árið 2002. Í Kína býr tæplega einn og hálfur milljarður manna og er því smithættan mjög mikil. Það ríkir einnig svipuð menning í Kína og nágrannaríkjum í Asíu hvað smit- hættu varðar. Algeng hugsun kveður á um að sé einstaklingur með kvef eða önnur veikindi þá græði sam- landi hans lítið á því að smitast líka. Hjarðhugsun er því nátengd þessari menningu og getur það útskýrt þá miklu þolinmæði sem Kínverjar hafa haft gagnvart sóttvarnareglum fram til þessa. Núllstefna stjórnvalda Mikill fjöldi fólks frá mismunandi löndum fór í nóvember til Katar á HM í knattspyrnu og safnast þar saman á leikvöngum án þess að hafa áhyggjur af sóttvarnareglum. Mótið sjálft er ritskoðað í Kína til að koma í veg fyrir að myndir af grímulausum stuðningsmönnum á leikvöngum mótsins birtist á sjón- varpsskjám Kínverja. Spurningar hafa engu að síður vaknað á meðal kínversks almennings sem spyr hvers vegna restin af heiminum er laus við þær reglugerðir sem halda áfram að gera þeim lífið leitt. Stjórnvöld í Kína hafa nýlega greint frá því að búið sé að bólu- setja 65,8 prósent af íbúum yfir átt- ræðu og er það töluverð hækkun frá 11. nóvember þegar sú tala var í kringum 40 prósent. Þrátt fyrir þessa aukningu er pró- sentutala bólusetninga aldraðra töluvert minni en í öðrum ríkjum. Í ofanálag eru Kínverjar enn að not- ast við bóluefni sem ver aðeins gegn fyrsta afbrigðinu. Í augum stjórnvalda er gild ástæða til að viðhalda núll- stefnu Covid á meðan engar aðrar lausnir eru í boði. Það gæti einnig verið kostnaðarsamara að hleypa almenningi út á götur landsins á ný. Samkvæmt Sam Fazeli, lyfjasér- fræðingi hjá Bloomberg, þá gæti algjör opnun í Kína orðið til þess að 5,8 milljónir manns enduðu á gjör- gæsludeild, í landi sem býr aðeins yfir f jórum gjörgæslurúmum á hverja 100.000 íbúa. Breska heil- brigðisstofnunin Airfinity býst einnig við því að allt frá 1,3 til 2,1 milljónir Kínverja gætu dáið ef öllum reglum yrði aflétt. Farið of langt Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norð- urljósa, segir að þrátt fyrir nauðsyn þess að verja almenning í Kína gegn Covid, þá furði hann sig á því hversu ósveigjanleg kínversk stjórnvöld hafa verið. Nágrannaþjóðir Kína tóku svipaða stefnu en hafa endað á allt öðrum stað hvað sóttvarna- reglur varðar. Hann ber saman stefnu Kína við Víetnam og Indónesíu, sem voru bæði með lágar smittölur og höfðu sett í gang svipaða stefnu og Kín- verjar. Hugsunarháttur í nágranna- ríkjum hafi verið allt öðruvísi og snúist meira um raunsæi og vísindi. „Það er ákveðið vandamál þegar menn í Kína byrja að tala um „stríðið gegn kórónaveirunni“ eins og verið sé að tala um einhverja alls- herjarbyltingu. Það er búið að leggja svo mikið undir og þau eru búin að fjárfesta hugmyndafræðilega svo það er ekki hægt að bakka núna,“ segir Magnús. Kínverskur efnahagur hefur einn- ig tekið mikla dýfu í kjölfar þessarar stefnu. Mældist árleg þjóðarfram- leiðsla Kína í sumar í kringum 0,2 prósent og hefur ekki verið svo lág í tuttugu ár. Sambland af efnahags- fórn og óvissu um sóttvarnastefnu virðist hafa verið kraumandi í nokk- ur ár og var mannskæði eldsvoðinn einungis kornið sem fyllti mælinn. Stjórnin mun sitja áfram Eftir að myndbönd sem sýndu mótmælendur kalla eftir afsögn Xi Jinping forseta birtust á sam- félagsmiðlum var þeirri spurningu varpað fram hvort tími kommún- istaflokksins væri liðinn undir lok. Kínversk stjórnvöld hafa einn- ig hert verulega tök sín og munu að öllum líkindum halda áfram að gera það í samræmi við lagfæringar á sóttvarnastefnu sinni. Ógnin í garð kínverskra stjórn- valda kemur fyrst og fremst utan frá, frekar en að innan. Það skýrist aðallega af að það er enginn stað- gengill sem er reiðubúinn að taka við, skyldi flokkurinn falla. Mótmæli af þessu tagi í Kína eru afar sjaldgæf og virðist sem svo að meginástæðan fyrir þeim sé and- staða við sóttvarnareglur. Kín- verskur almenningur hefur lifað við mikinn efnahagsgróða síðustu áratugi og það þyrfti að öllum lík- indum meira til en langt útgöngu- bann til að koma af stað byltingu. n Enginn staðgengill fyrir kommúnistaflokkinn Almenningur í Kína hefur mót- mælt ríkisstjórn landsins en hún er ekki á förum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is © GRAPHIC NEWSHeimild: Reuters, Heilbrigðisráð Kína í gegnum Bloomberg, Nikkei Asia Pi ct ur e: G et ty Im ag es Covid anger sparks mass protests in China The authorities in China are detaining protesters demanding an end to stringent Covid restrictions in the biggest wave of civil disobedience since Xi Jinping assumed power a decade ago PROTESTS REPORTED Nov 25-27 C H I N A Chengdu Urumqi, Xinjiang: Unrest erupts a“er Nov 24 apartment •re – partly blamed on Covid restrictions – kills 10 people Beijing: Hundreds of students stage peaceful demonstrations at Tsinghua and Peking universities Shanghai: Protests trigger clashes with police, leading to multiple arrests, including of two foreign journalists Wuhan Kashgar Guangzhou Lanzhou: Protesters overturn Covid sta› tents and smash testing booths Nanjing 250 mílur 400 km apr maímars júní júlí ágú sept okt nóv 0 10.000 20.000 30.000 40.000 45.000 5.000 15.000 25.000 35.000 Ný tilfelli Covid-19 í Kína Apríl: Hámarki er náð í Sjanghaí e“ir að 28.973 greinast jákvæðir. 27. nóvember: Stjórnvöld greina frá 40.347 nýjum smitum, þrátt fyrir strangar sóttvarnareglur. 8 Fréttir 1. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 1. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.