Fréttablaðið - 01.12.2022, Síða 14
Við höfum
alltaf verið
í hlutverki
óþekka
unglings-
ins á þess-
um mark-
aði.
Forstjóri Nova segir heilmikl
ar áskoranir hafa fylgt skrán
ingu fyrirtækisins á markað. Í
hennar huga sé mikilvægt að
muna hvað hefur tryggt félag
inu velgengni fram til þessa.
Hún segir ekki standa til að
aðgreina grunnkerfin frá ann
arri starfsemi Nova.
ggunnars@frettabladid.is
Í dag eru slétt fimmtán ár frá því
fjarskiptafélagið Nova fór í loftið.
Fyrr á þessu ári steig fyrirtækið svo
skrefið inn á aðalmarkaði Nasdaq
Iceland með útboði á ríflega þriðj
ungshlut í fyrirtækinu.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri
Nova, segir alveg klárt að það geti
verið krefjandi að halda í þann
ferskleika sem hefur einkennt fyrir
tækið, nú þegar heil 15 ár eru liðin
og félagið komið á markað.
„Okkar mantra hefur alltaf verið
að við eigum að ögra okkur. Í öllu
sem við gerum. Varðandi tækni
nýjungar, í þjónustunni við okkar
viðskiptavini og nú gagnvart fjár
festum. Þannig höldum við okkur
ferskum,“ segir Margrét.
Hún segist meðvituð um að takt
ur fyrirtækja geti breyst samhliða
slíkum breytingum.
„En hvað Nova varðar þá tel ég
mjög mikilvægt að halda í það sem
hefur skapað árangurinn og kúltúr
inn. Muna hver við erum og hvaða
þættir hafa gefið góða raun.
Það er það sem ég trúi að nýir
hluthafar hafi keypt. Það væri mjög
skrýtið ef við færum að hegða okkur
einhvern veginn öðruvísi við það
eitt að stíga inn í Kauphöllina.“
Enda segir Margrét ekkert standa
til að skipta um takt eða lækka tón
listina sem hefur einkennt Nova frá
upphafi.
„Við höfum alltaf verið í hlutverki
óþekka unglingsins á þessum mark
aði þannig að það fer okkur kannski
bara vel að vera á þessum aldri,
orðin 15 ára,“ segir hún og hlær.
„En svona í alvöru þá finnst okkur
mjög mikilvægt að andrúmsloftið sé
jafn ferskt og kraftmikið í dag eins
og það var þegar við byrjuðum. Við
erum alltaf með augun á háleitum
markmiðum. Og svo viljum við
hafa gaman. Það er ekkert að fara
að breytast,“ segir Margrét.
Hún segist vel geta skilið að fólk
velti því fyrir sér hvort rétt hafi
verið að fara í hlutafjárútboð á þess
um tímapunkti. Hvort sú ákvörðun
hafi verið góð.
„Svarið við því fer svolítið eftir
sjónarhorninu. Út frá seljandanum,
PT Capital, þá var þetta klárlega góð
ákvörðun. En ef ég horfi á þetta sem
Stendur ekki til að selja grunnkerfin út úr Nova
Margrét
Tryggvadóttir,
forstjóri Nova,
segir ekki
standa til að
breyta kúltúrn-
um þótt félagið
sé nú skráð á
markað.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
stjórnandi þá myndi ég segja að
þetta hafi verið lærdómsríkt,“ segir
Margrét.
„Þetta hefur verið krefjandi en
líka mjög skemmtilegt.“
Að hennar mati megi þó ekki van
meta mikilvægi þess að fá inn fjöl
breyttan eigendahóp.
„Það skiptir gríðarlegu máli. Við
erum innviðafyrirtæki og þess
vegna er mjög gott að fá lífeyris
sjóðina inn og fleiri aðila.“
Margrét segir það samt enga
launung að hún hefði viljað sjá gengi
bréfanna þróast með öðrum hætti.
„Það segi ég bæði sem hluthafi og
sem starfsmaður. Nova hefur verið
að vinna sigra frá því fyrirtækið var
stofnað. Þegar maður sér svo allt í
einu mínustölur er maður auðvitað
ekkert sáttur.
En við erum keppnisfólk, setjum
undir okkur hausinn og einbeitum
okkur að því sem við viljum gera
til að vera áfram leiðandi á þessum
markaði. Það skilar sér á endanum
til allra; viðskiptavina, starfsfólks,
hluthafa og samfélagsins í formi
sterkra innviða.
Þetta er bara enn ein áskorunin
og við þrífumst á þeim.“ Enda telur
Margrét ekki erfitt að viðhalda
keppnisskapi þegar umhverfið er
jafn spennandi og raun ber vitni.
„Ég held að við séum að sigla inn
í enn eitt blómaskeiðið í þessum
geira. Með frekari snjallvæðingu og
nýrri tækni. En svo eru líka miklar
breytingar í gangi á íslenskum fjar
skiptamarkaði. Í þeim felast ótvíræð
tækifæri fyrir Nova.
Með því segist Margrét eiga við
þær breytingar sem hafa átt sér stað
hjá fjarskiptafyrirtækjum sem hafa
ákveðið að aðgreina grunnkerfin frá
annarri starfsemi.
„Við hjá Nova erum með ólíka sýn
hvað það varðar. Við erum sterkt
innviðafyrirtæki og það er ekki
hluti af okkar stefnu að selja grunn
kerfin. Við höfum sagt það alveg
skýrt og gerðum það til að mynda
þegar við stigum inn í Kauphöllina,“
segir Margrét.
Sú trú sé einfaldlega sterk innan
fyrirtækisins að með því að halda á
allri virðiskeðjunni skapist ákveðið
forskot inn í komandi tækniþróun.
„Við viljum alltaf vera fyrst inn í
framtíðina þegar kemur að snjöllum
lausnum. Ef við höldum ekki á allri
keðjunni er hætta á að við verðum
dálítið eins og kexverksmiðja sem
á bara pökkunarvélina. Sjáum bara
um umbúðir en höfum ekki stjórn á
öllu því sem þarf að gerast á undan.“
Margrét segir þetta eitt af því sem
reynslan hafi kennt henni.
„Djarfar ákvarðanir í fortíðinni
hafa skapað okkur forskot inn í
framtíðina. Við viljum ekki missa
tökin á því eða missa þann brodd
út úr fyrirtækinu. Það væri ekki í
okkar anda,“ segir Margrét. n
helgisteinar@frettabladid.is
Helmingur allra þeirra kalkúna
og gæsa sem ræktuð eru fyir jólin
í Bretlandi hefur annaðhvort dáið
eða verið innkallaður vegna fugla
flensu. Framkvæmdastjóri breska
alifuglaráðsins segir að kalkúna
iðnaðurinn í landinu hafi orðið fyrir
miklum skelli.
Af þeim 8,5 til 9 milljónum kalk
úna sem ræktaðir eru fyrir jólin í
Bretlandi hafa 1,6 milljónir þeirra
nú þegar dáið. Ef tekið er mið af
þeim kalkúnum sem ganga frjálsir á
túnum þá hafa rúmlega 600 þúsund
af 1,3 milljónum orðið fyrir beinum
áhrifum flensunnar.
Fuglaflensan hefur hrjáð breska
alifugla í rúmlega ár en tíðni flens
unnar hefur rokið upp á seinustu
vikum. Flensan er sú versta í sögu
Bretlands og felur hún einnig í sér að
slátra þurfi restinni af þeim fuglum
sem eftir sitja á sýktum bæjum.
Paul Kelly, formaður Kelly Tur
keys sem staðsett er í Essex, segir
að búast megi við miklum skorti á
kalkúnum þetta árið. Hann segist
ekki sjá fram á að kalkúnaverð muni
hækka, frekar að það verði einungis
lítið úrval í búðakælum landsins.
Hann bætir við að ástandið sé verst
fyrir breska bændur og að hann
sjálfur sé þegar búinn að tapa 1,2
milljónum punda.
„Vandamálið sem margir smærri
árstíðabundnir bændur sem vinna
bara fyrir jólin þurfa að glíma við, er
að um leið og það kemur upp sýking
á bænum þá munu þeir fuglar deyja
innan fjögurra daga,“ segir Kelly.
Bændur fá bætur frá yfirvöldum
þegar þau mæta á sýkta bæi til að
slátra þeim fuglum sem eftir eru.
Hins vegar fá bændur aðeins greitt
fyrir heilbrigða fugla og hafa sumir
bændur tilkynnt að heilu hjarðirnar
hafi veikst áður en slátrunin hófst.
Alifuglaframleiðendur í Bret
landi hafi krafist þess að flýtt verði
fyrir þróun á bóluefni gegn fugla
flensunni og efast margir kalkúna
bændur um hvort það sé þess virði
að halda áfram rekstri. n
Kalkúnaskortur í Bretlandi yfir jólin
Bretar glíma við verstu fuglaflensu í sögu þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Alifuglaframleiðendur
í Bretlandi hafi krafist
þess að flýtt verði fyrir
þróun á bóluefni gegn
fuglaflensunni.
Það væri mjög skrýtið
ef við færum að hegða
okkur einhvern veginn
öðruvísi við það eitt að
stíga inn í Kauphöll-
ina.
12 Fréttir 1. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 1. desember 2022 FIMMTUDAGUR