Fréttablaðið - 01.12.2022, Side 30

Fréttablaðið - 01.12.2022, Side 30
Ég held að ekkert land í heiminum sé jafnríkt af alþýðulist eða jafnlita glatt og Mexíkó. Fridu Kahlo hef ég dýrk- að og dáð síðan þá. Sigríður Elfa Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Hönnun Sigríðar Elfu Sigurðardóttur hefur vakið athygli upp á síðkastið fyrir litagleði, leik og einstaka efnisnotkun. Litríkir eyrna- lokkar, öðruvísi hálsbindi og skrautlegir púðar – og Frida Kahlo er aldrei langt undan. Sigríður Elfa hefur alltaf haft mikla þörf fyrir að skapa en hafði þó óbeit á almennri handavinnu í skólanum. „Um leið og ég mátti búa til eitthvað sjálf gat ég full- komlega gleymt mér. Ég stofnaði svo fyrirtækið SElfa ehf. árið 2006 og síðan þá hef ég hannað og fram- leitt undir nafninu SES design,“ segir hún. „Ég er nú orðin rúmlega sextug og hef unnið hin ýmsu störf með- fram sköpuninni til að eiga fyrir reikningum. Ég fór í myndlistar- skóla eftir stúdentspróf, lærði í tvö ár í Barcelona og tvö í Cartagena de Indias í Kólumbíu og kláraði 1989.“ Litir, gleði og Frida Kahlo Hönnun Sigríðar er einstaklega litrík og gjarnan bregður listakon- unni Fridu Kahlo fyrir. „Stundum segi ég að stíllinn minn sé barna- legur. Ég er mjög litaglöð og þarf að hafa leik og gleði í hönnuninni, ævintýri og húmor. Oft bý ég til sögur um það sem ég er að gera. Líklega er það þess vegna sem ég elskaði að hanna á börn, því þá getur maður leyft sér meira. En núna leyfi ég mér það bara líka fyrir fullorðna.“ Sem unglingur bjó Sigríður ásamt fjölskyldu sinni í tvö ár í Mexíkó. „Það hafði mikil áhrif á hönnun mína. Ekki bara að kynnast Fridu Kahlo og hennar list heldur líka öllu því ríkidæmi í menningu og list sem Mexíkó býður upp á. Ég held að ekkert land í heiminum sé jafnríkt af alþýðu- list eða jafnlita glatt og Mexíkó. Fridu Kahlo hef ég dýrkað og dáð síðan þá.“ Sigríður saumar púðaver og blandar þar saman ýmsum efnum, áferðum og litum og oft bregður Fridu fyrir. „Ég elska falleg efni og hef sankað þeim að mér í tugi ára. Fallegar gamlar gardínur, dúkar og efnisafgangar sem ég kaupi í second hand-búðum eða fæ gefins. Svo kaupi ég efni á netinu, sérstak- lega prentuð efni með Fridu Kahlo. Ég er alveg laus við efnissnobb og blanda öllu saman í púðunum. Silki, pólýester, f lauel og bómull geta verið í sama púðanum. Helst vil ég náttúruleg efni en fegurðin ræður samt alltaf för,“ segir Sig- ríður. Eyrnalokkar með stæl og sögu Sigríður hannar dýrindis eyrna- lokka úr óhefðbundnum efnivið eins og leikfangadýrum, dúskum Sigríður hefur skapað frá því hún man eftir sér og saumaði meðal annars fyrstu buxurnar á sig tólf ára gömul. MYNDIR/ GUNNLÖÐ JÓNA Sigríður hefur unun af því að nota efni með sögu í púðahönnun sína og Frida Kahlo kemur gjarnan við sögu. Gunnlöð Jóna, dóttir Sigríðar, tekur allar ljósmyndirnar fyrir Sigríði. Sig- rún Eyfjörð sér um förðun. Litanotkun Sigríðar er skemmtileg og heillandi og útkoman er einstök. Sigríður notar gjarnan leikfangadýr í eyrnalokkana sem virkar einhvern veginn bæði sjúklega töff og barns- legt á sama tíma. Þessir myndu sko algerlega stela senunni á áramótunum. Litagleði, ævintýri og húmor og fleiru. „Fyrir rúmum 30 árum gerðum við þáverandi maðurinn minn eyrnalokka úr alls kyns hrá- efni, meðal annars úr plastdýrum, og seldum í Austurstræti. Hann hringdi í mig um daginn og sagði að nú væri ég komin aftur á byrj- unarreit,“ segir Sigríður og hlær. „Stóri munurinn nú er aðgengi að alls kyns skrauti og perlum alls staðar að úr heiminum sem blanda má við plastdýrin. Sömuleiðis er aðgengið að gömlum perlufestum og öðru skrauti í nytjamörkuðun- um mun meira og gefur svo mikla möguleika. Einnig er dásamlegt að fylgjast með hvað aðrir eru að gera úti um allan heim og fá innblástur og viðbrögð við því sem ég er að gera. Mér finnst vont að henda því sem hægt er að nýta og þykir hræðilegt hvernig við á Vestur- löndunum losum okkur við rusl til þriðja heimsins þar sem það hrannast upp í fjöllum. Mér finnst dásamlegt að nýta efnivið með sögu, þó svo hún hafi bara merkingu fyrir mig. Púði með bút úr stofugardínum tengdamömmu heitinnar eða dúkur heklaður af ömmu hlýjar mér um hjartað. Ég er líka heppin að eiga Gunn- löðu Jónu að dóttur sem er bæði frábær ljósmyndari og óspör á tímann sinn. Hún myndar allt fyrir mig og sér líka um Instagrammið mitt. Þegar hún og Sigrún Eyfjörð förðunarfræðingur taka sig saman, ásamt flottum módelum, þá ná eyrnalokkarnir mínir nýjum hæðum.“ Handverksgangur Siggu Ullarvörur Sigríðar má nálgast í Epal á Laugavegi, Handprjóna- sambandinu og Rammagerðinni á Skólavörðustíg, Gullfosskaffi við Gullfoss og í Rammagerðinni í f lugstöðinni. „Eftir að ég þurfti að flytja allt úr vinnustofunni heim til mín vegna Covid er hér allt undirlagt af vinnudóti. En fólki er velkomið að koma og skoða. Ég kalla ganginn minn Hand- verksgang Siggu. Þar er ég alltaf með eitthvað til sýnis ásamt eðal ólífuolíu sem ég flyt inn frá Spáni. Stundum auglýsi ég opið hús en svo má líka senda mér skilaboð og fá að koma. Einnig má skoða Instagram-síðuna mína @sesde- sign_handcraft og Facebook: SES design-Ísland og panta þar.“ Sigríður stefnir á opið hús í desember, líklega helgina 17.–18. desember, en að sögn þarf hún að fylla á eyrnalokkalagerinn sem hálfkláraðist á handverkssýningu í ráðhúsinu fyrir stuttu. Áhuga- sömum er bent á að fylgjast með á Instagram og Facebook. „Öll eru hjartanlega velkomin í kaffi, ólífu- olíusmakk og að skoða handverkið mitt og vonandi finna einstakar jólagjafir,“ segir Sigríður. n Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Þjáist af liðverkjum? Viðkvæmt ónæmiskerfi? - Of hár blóðþrýstingur? Arctic Star sæbjúgnahylki eru framleidd úr íslenskum sæbjúgum sem eru með: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Fjölbreytar amínósýrur • Taurín • Chondroitin súlfat • Peptíð • Vítamín og steinefni. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is 6 kynningarblað A L LT 1. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.