Fréttablaðið - 01.12.2022, Side 34
Guðlaugur Þór
Þórðarson
umhverfis-, orku-
og loftslagsráð-
herra
Stjórnvöld hafa sett sér metnaðar-
full markmið í loftslagsmálum sem
eru að Ísland verði kolefnishlutlaust
og að alfarið verði hætt að nota jarð-
efnaeldsneyti fyrir árið 2040. Verk-
efnið er stórt og kallar á samdrátt í
losun um 1,3 milljónir tonna CO2 á
beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2030.
Á meðfylgjandi skýringarmynd sést
hvert viðfangsefnið er þ.e. á hvaða
sviðum við þurfum að draga úr losun
til að mæta okkar skuldbindingum.
Markmiðin kalla á skýra sýn og að
ný nálgun verði viðhöfð sem byggi
aukinni áherslu á loftslagshagstjórn
og forgangsröðun í þágu loftslags-
markmiða á öllum sviðum sam-
félagsins. Efla þarf samstarf stjórn-
valda, atvinnulífs, sveitarfélaga og
annara hagsmunaaðila til að ná betri
árangri á skemmri tíma.
Aðgerðaáætlun Íslands í loftslags-
málum var fyrst sett fram árið 2018
og síðan árið 2020. Nú er komið að
næsta áfanga, sem er að íslenskt
atvinnulíf og sveitarfélög stígi
inn í aðgerðaáætlunina af fullum
þunga. Ég tel nauðsynlegt að í næstu
aðgerðaáætlun Íslands verði athygl-
inni sérstaklega beint að þrem megin
sviðum, í fyrsta lagi geirasamtali og
aðgerðum atvinnulífsins, í öðru lagi
eflingu hringrásarhagkerfisins og í
þriðja lagi orkuskiptum.
Fyrst að geirasamtalinu
Eitt helsta áherslumál mitt sem
umhverfis-, orku- og loftslagsráð-
herra er að efla þátttöku íslensks
atvinnulífs í mótun og framkvæmd
loftslagsaðgerða. Íslenskt atvinnulíf
hefur látið þetta málefni sig varða og
mörg fyrirtæki þegar komin á fleygi-
ferð. Verkefnið fram undan er að allir
geirar atvinnulífsins setji fram sín
eigin markmið og aðgerðir. Niður-
staða geiravinnunnar verður hryggj-
arstykkið í uppfærðri aðgerðaáætlun
í loftslagsmálum.
Á sama tíma og við vinnum
markvisst í geirasamtalinu að því
að ná loftslagsmarkmiðum 2030 þá
leggjum við grunninn að afar mikil-
vægri stefnumótunarvinnu sem snýr
að markmiði um kolefnishlutleysi.
Þá að hringrásarhagkerfinu
Loftslagsmarkmiðum verður ekki
náð nema við færumst úr línu-
legu hagkerfi í hringrásarhagkerfi.
Tryggja þarf að allar auðlindir sem
eru nýttar verði að verðmætum
og nýsköpun og frumkvöðlastarf í
atvinnulífinu leikur þar lykilhlut-
verk. Samkvæmt nýrri rannsókn er
hráefnisnotkun í hagkerfi Íslands
u.þ.b. 8,5% hringræn. Það er svipað
hlutfall og í hagkerfi heimsins alls.
Þegar ég horfi til þess að umbreyta
þurfi yfir 90% af hagkerfi Íslands
og alls heimsins úr línulegu hag-
kerfi yfir í hringrásarhagkerfi, þá
sé ég fyrst og fremst tækifæri. Fyrir
utan jákvæð áhrif á loft, jörð og haf,
fylgja svo umfangsmikilli breytingu
gríðarlega spennandi tækifæri í
nýsköpun, atvinnusköpun og forskot
á samkeppnismarkaði.
Ég tel mjög mikilvægt að innleið-
ing hringrásarhagkerfis hér á landi
gangi sem hraðast fyrir sig. Á mörg-
um sviðum er þörf á markvissum
aðgerðum sem bæta úrgangsstjórn-
un og hvetja til hugarfarsbreytingar
og nýsköpunar í sambandi við hrá-
efnisnotkun. Í því ljósi hef ég skipað
starfshóp sem hefur það verkefni að
leita leiða til að flýta eins og kostur
er innleiðingu hringrásarhagkerfis,
auka samstarf ríkis, sveitarfélaga
og einkaaðila við innleiðinguna,
tryggja að atvinnulífið verði leiðandi
á þessu sviði og ýti undir nýsköpun
hér á landi.
Orkumál og orkuskipti
Ég tel að það hafi verið mikið fram-
faraskref við myndun ríkisstjórnar-
innar að setja saman í eitt ráðuneyti
umhverfis-, orku- og loftslagsmál
enda er ófært að leysa loftslagsmálin
án þess að orkumálin séu tekin með
í reikninginn.
Ég hef lagt mig fram um að setja
af stað fjölmörg verkefni undir
áherslum orkustefnu og þá sér-
staklega varðandi orkuöryggi og
orkuskipti. Ég lét vinna svokallaða
grænbók um stöðu og áskoranir í
orkumálum, sem er góður grunnur
til að byggja á. Kyrrstaðan í virkj-
anamálum hefur verið rofin með
afgreiðslu Alþingis á rammaáætlun
og liðkað hefur verið fyrir aflaukn-
ingu virkjana með því að undan-
skilja þær frá ferli rammaáætlunar.
Nú er unnið að því að efla orkuör-
yggi á öllum sviðum. Þá er nauðsyn-
legt að tryggja framboð jarðvarma til
hitaveitna, nú og til framtíðar litið,
og unnið er að mikilvægum verkefn-
um þar að lútandi. Stefnumótun og
regluverk fyrir vindorku, hvort sem
hún er á landi eða á hafi, er í vinnslu
og mótun. Það er sem betur fer mikil
gróska og gerjun á þessu sviði sem
mér fellur vel að styðja við.
Markmið stjórnvalda í loftslags-
málum kalla á orkuskipti bæði í sam-
göngum á landi, varðandi skipaflot-
ann og í flugsamgöngum. Ljóst er að
við það að hætta að brenna jarðefna-
eldsneyti náum við miklum sam-
drætti í losun CO2. Í dag er staðan sú
að öll lönd í Evrópu leita nú ljósum
logum að orku til að keyra í gegn sín
orkuskipti. Vandinn er að þau eiga
fæst tök á því að afla þeirrar orku
með eigin auðlindum. Þess vegna
hafa margir erlendir aðilar rennt
hýru auga til Íslands í þeim tilgangi
að fá aðgang að okkar auðlindum til
að flytja þær út og nýta í orkuskipti
erlendis.
Í mínum huga er ljóst að við
verðum að forgangsraða orkuöflun-
araðgerðum í þágu okkar eigin
orkuskipta. Aðeins þannig náum
við markmiðum okkar í loftslags-
málum og aðeins þannig getum
við orðið sjálfum okkur nóg. Þróun
síðustu vikna á alþjóðavettvangi ætti
að sýna okkur svart á hvítu hversu
mikilvægt það er að standa á eigin
fótum í orkumálum.
Við höfum sett okkur metnaðar-
full markmið í loftslagsmálum. Við
þurfum að hafa okkur öll við til að
ná þeim markmiðum. Þetta er ekki
barátta eins ráðuneytis eða eins ráð-
herra. Í þessari baráttu þurfa allir að
leggjast á eitt. n
Leiðin að árangri í loftslagsmálum
n Úrgangur
- Urðun úrgangs
- Meðhöndlun skólps
- Jarðgerð
- Brennsla og opinn bruni
n Jarðefnaeldsneyti
- Vegasamgöngur
- Fiskiskip
- Jarðvarmavirkjanir
- Strandsiglingar
n Landbúnaður
- Áburður
- Nytjajarðvegur
- Iðragerjun
- Meðhöndlun húsdýraáburðar
n Iðnaður og efnanotkun
- F-gös (m.a. kælimiðlar)
- Efnanotkun
- Steinefnaiðnaður
- Leysiefni
Losun á beinni ábyrgð
Íslands 2020
60%
9%
23%
8%
Flest förum við inn í sambönd
með það fyrir augum að eiga í heil-
brigðum og ástríkum samböndum
byggðum á jafnréttisgrundvelli.
Við höfum ákveðna framtíðarsýn
með tilliti til sambandsins og þess
sem það kemur til með að færa
okkur. Þegar við gerum okkur grein
fyrir því að þessi sýn verður ekki að
veruleika er eðlilegt að tilfinningar
sorgar og hryggðar banki upp á.
Að búa við of beldi hefur áhrif
á alla þætti lífs þeirra sem fyrir
því verða. Þegar ítrekað andlegt
niðurbrot hefur átt sér stað verður
sjálfsmyndin bjöguð og lituð af
niðurrif i gerandans. Félagsleg
einangrun er algeng og þarf sá sem
fyrir of beldinu verður oft að horfa
á eftir innilegum tengslum við vini
og fjölskyldu vegna pressu frá þeim
sem of beldinu beitir. Algengt er að
þolendur upplifi skerta trú á eigin
getu, missi tengsl við innsæi sitt, til-
finningar og gildi. Þá er algengt að
gerandi beiti gaslýsingu, alvarlegri
birtingarmynd andlegs of beldis,
til þess að afvegaleiða einstakling
og búa til atburðarás sem hentar
aðeins málstað þess sem of beldinu
beitir. Ef ósannindi eru matreidd
ofan í einstakling ítrekað er ekki
óeðlilegt að hann fari að efast um
eigin sannfæringu, upplifanir og
minningar og einmitt þess vegna
er gaslýsing jafn alvarleg og raun
ber vitni.
Sorg er sammannleg tilfinning
sem tekur á sig fjölmargar myndir.
Hún er eðlilegt viðbragð við missi
sem þegar hefur orðið eða missi
sem vofir yfir. Í raun er sorg hlykkj-
óttur vegur sem felur í sér fjölda
tilfinninga. Þolendur of beldis fara
ekki varhluta af því að upplifa missi
af ýmsum toga. Ekki aðeins er þol-
andi að horfa á eftir maka sínum
og þeirri f jölskylduímynd sem
hann gerði sér í hugarlund heldur
ekki síður horfir hann á eftir hluta
að sjálfum sér sem hann óttast
að ná ekki að endurheimta. And-
leg og líkamleg heilsa hefur orðið
of beldinu að bráð. Friðurinn innra
með einstaklingnum hefur fjarað
út og með honum fór sjálfsmyndin.
Þolendur fara í gegnum persónu-
bundið sorgarferli og sveif last á
milli ólíkra tilfinninga sem koma
og fara. Algengt er að einstaklingar
sveif list á milli skilnings og van-
trúar, afneitunar og samþykkis. Til-
finningar á borð við ótta, höfnun,
hjálparleysi og reiði eru algengar
tilfinningar en sömuleiðis mikil-
vægur partur af ferlinu.
Einstaklingur sem missir ást-
vin af völdum sjúkdóma eða slys-
fara er gefið rými til þess að syrgja.
Umhverfið stendur með viðkom-
andi og honum er sýndur verð-
skuldaður stuðningur. Því miður
er það ekki alltaf upplifun ein-
staklings sem yfirgefur of beldis-
samband. Algengt er að hann fái
skilaboð þess efnis að nú eigi hann
að gleðjast yfir því að hafa komið
sér úr sambandinu og ekki sé þörf
fyrir að syrgja heldur halda ótrauð-
ur áfram. Þá er ekki síður algengt
að þolandi sjálfur upplifi að hann
eigi ekki rétt á sinni sorg. Tilfinn-
ingar hans hafa almennt ekki verið
viðurkenndar fram til þessa og hví
ætti þolandi nú að fara að gefa til-
finningum sínum vægi? Við þessar
aðstæður fer hann á mis við nauð-
synlegan stuðning og samkennd
frá sjálfum sér og öðrum. Það sem
f lækir málin síðan verulega er sú
staðreynd að sá sem veldur þján-
ingunni og litrófi erfiðra tilfinn-
inga er sá hinn sami og hefur staðið
þolandanum næstur.
Nú þegar hátíð gengur í garð er
eðlilegt að upplifa sorg og hryggð.
Syrgja hátíðisdaga sem litast hafa
af gjörðum gerandans. Rifja upp
gleðistundir sem ekki urðu og jól
þar sem erfitt var að mæta vonum
og væntingum barnanna sökum
of beldis og ómannlegs álags. Þá
er ekki síður mikilvægt að sýna
sjálfum sér samkennd, mæta sér af
einlægni og afneita ekki þeim til-
finningum sem upp koma og þeirri
þýðingu sem þær hafa. Of beldi er
samfélagsmein sem hvergi á að
þrífast og til þess að stemma stigu
við því verðum við að taka höndum
saman og berjast gegn því. Við
verðum að berjast gegn þöggun-
unni og viðurkenna reynslu og til-
finningar þolenda, þar er sorgin
stór og viðamikill þáttur. Ferli sem
tekur tíma en leiðir vonandi af sér
sátt.
Allir hafa rétt á sinni sorg. Hún
er mikilvægur partur af bata hvers
manns og aðlögun að nýju líf i.
Engin leið er úr sorginni nema í
gegnum hana. n
Greinin er birt í tilefni 16 daga
átaks gegn kynbundnu of beldi.
Það má syrgja
í kjölfar ofbeldis
Svava Guðrún
Helgadóttir
ráðgjafi í Bjarkar-
hlíð og meistara-
nemi í heilbrigðis-
vísindum með
áherslu á sálræn
áföll og of beldi
Guðrún Jóna
Guðlaugsdóttir
fagstjóri Sorgar-
miðstöðvar
Þann 31. ágúst hélt Sorgarmið-
stöð ráðstefnu sem bar yfirskrift-
ina „skyndilegur missir.“ Þar var
sjónum beint að því þegar ástvinur
er úrskurðaður látinn utan heil-
brigðisstofnunar. Hér er átt við
missi meðal annars vegna slysa,
skyndilegra veikinda, sjálfsvíga,
lyfjatengdra andláta og andláta á
meðgöngu.
Markmiðið með ráðstefnunni var
að skapa umræðuvettvang og svara
spurningunni: Getum við gert betur
fyrir þau sem missa ástvin skyndi-
lega? Skyndileg andlát eru án fyrir-
vara, koma þvert á tilveru þeirra sem
eftir standa, sem upplifa áfall, sorg
og hjálparleysi á sama tíma og takast
gjarnan á við flókna sorg í kjölfarið.
Erindi ráðstefnunnar voru fjöl-
breytt en fjallað var um tölur og
staðreyndir og kom í ljós að á annað
hundrað skyndileg dauðsföll verða á
ári hverju. Rætt var um aðkomu við-
bragðsaðila á vettvangi, fjallað var
um sálræna skyndihjálp, mikilvægi
sorgarúrvinnslu og viðbragðsáætlun
á vinnustað í kjölfar skyndilegs and-
láts.
Umfjöllun var líka um sorgarorlof
fyrir einstaklinga sem misst hafa
barn og aðstandandi deildi reynslu
sinni af skyndilegum missi. Síðasta
erindi ráðstefnunnar sneri að hug-
myndafræði og stöðu á þjónustu
Sorgarmiðstöðvar um verkefnið
Hjálp48.
Í verkefninu felst að veita syrg-
endum viðeigandi stuðning innan
við 48 klukkustundum frá skyndli-
legum missi. Í starfi Sorgarmið-
stöðvar hefur ítrekað komið fram
að vöntun er á slíkri þjónustu við
syrgjendur. Sorgarmiðstöð vill svara
þessari þörf og vinna að því að syrgj-
endum standi til boða viðeigandi
stuðningur innan 48 klukkustunda
frá skyndilegum missi.
Ljóst er að allir sem koma að því
að styðja syrgjendur þurfa að sam-
einast um hvernig best er að veita
þennan bráðastuðning til syrgjenda.
Erindin sem flutt voru á ráðstefn-
unni eru innlegg í það samtal og þá
mikilvægu vinnu sem fram undan er
í að byggja upp viðeigandi stuðning
við börn og fullorðna þegar verður
skyndilegt andlát. n
Ráðstefnan er nú aðgengileg á
heimasíðu Sorgarmiðstöðva, á slóð-
inni sorgarmidstod.is.
Skyndilegur missir
Hvað er að frétta?
Stöðugar fréttir allan daginn á frettabladid.is
16 Skoðun 1. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ