Fréttablaðið - 01.12.2022, Síða 41

Fréttablaðið - 01.12.2022, Síða 41
 Verkið snýst mikið um vestræna menningu, kapítalisma, hið þægi- lega og hryllinginn undir niðri. Sigurður Ámundason Sigurður Ámundason segist hafa ætlað út í kvikmyndagerð áður en hann gerðist myndlistarmaður og hefur nú gert verk á mörkum leik- listar og kvikmynda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Leikhópur verksins: Árni Vilhjálms, Sigurður Ámundason, Kolbeinn Gauti Friðriksson, Ólafur Ásgeirsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir og Kolfinna Nikulásdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sigurður Ámundason frum- sýnir sitt fyrsta leikrit í Tjarnarbíói í kvöld. Verkið ber heitið Hið ósagða og fjallar um erfiðar tilfinningar og það sem liggur á milli hluta í sam- skiptum fólks. Sigurður Ámundason skrifaði og leikstýrði leikritinu Hið ósagða. Sigurður er myndlistarmaður að mennt en hefur nú vent kvæði sínu í kross og unnið verk fyrir leiksvið. „Þetta afmáir svolítið línurnar á milli leikhúss og kvikmyndagerðar og líka í raun og veru myndlistar þar sem ég er myndlistarmaður. Þetta kemur frá gjörningapælingunni og er síðan orðin heilsteypt saga eins og kvikmyndaleikhús er,“ segir Sigurður. Eins og Sigurður segir liggur verkið á mörkum kvikmyndar og leikhúss en hljóðrás þess er öll tekin upp fyrir fram og mæma leikararnir sín eigin orð auk þess sem mynd- bandi er varpað upp á tjald fyrir aftan leikarana. „Það sem ég kalla Hið ósagða er í raun og veru það sem er ósagt í sam- skiptum á meðal fólks, þar sem hlut- ir eru í raun og veru gefnir í skyn án þess að vera sagðir. Þá geturðu sagt hræðilegustu hluti en alltaf komist upp með það því það er ekki hægt að benda á hvað það var sem þú varst að segja. Ef þú þekkir viðkom- andi þá er kannski það eina sem þú þarft að gera að yppta öxlum eða ranghvolfa augum eða nota ein- hvern tón.“ Gerist á T.G.I. Friday’s Hið ósagða fjallar um þrjá vini sem hittast á veitingastaðnum T.G.I. Friday’s til að samgleðjast einum þeirra sem er nýbúinn að gefa út fræðigrein í virtu tímariti. Brátt koma þó í ljós ýmsir brestir í sam- skiptum vinanna sem afhjúpa per- sónur þeirra. „Þau eru frekar venjulegt, vel- meinandi fólk og eitt þeirra var að slá í gegn og skrifa grein og hin eru komin til þess að samgleðjast honum. En síðan eru alls konar faldar tilfinningar, gremja, bitur- leiki, ótti og óöryggi sem vídeó- tjaldið fyrir aftan upplýsir okkur um og afhjúpar fyrir áhorfendum,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar varpar verkið ljósi á mannlegan breyskleika og ýmsar tilfinningar sem við eigum erfitt með að tala um frá degi til dags. „Ég hugsa að hvernig tíminn er að þróast og allt er að breytast að ein af jákvæðari breytingunum sé að við Hið ósagða í mannlegum samskiptum Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is þurfum að fara að tala um ákveðna hluti og horfast í augu við ákveðna galla. Verandi einhver hvítur gaur og forréttindapési á Íslandi, þá er þetta styrjöldin sem ég þekki og þess vegna er þetta styrjöldin sem ég fjalla um,“ segir hann. Óþægilegt og fyndið En þótt Hið ósagða fjalli um alvar- legar tilfinningar þá er það í raun bráðfyndið, að sögn höfundar. „Þótt ég segi sjálfur frá þá finnst mér þetta alveg svakalega fyndið. Við erum sex manns sem leikum í þessu og við erum öll búin að vera hlæjandi yfir þessu á fullu. Þetta er rosalega óþægilegt, fyndið og mannlegt. Það eru ýmsar týpur, einn karakter sem er svona antí- intellektúal, það er svo mikið af því í gangi sérstaklega í Bandaríkj- unum. Hins vegar leik ég Ameríkana sjálfur og ég er í raun og veru bara að tákna hinn vestræna mann,“ segir Sigurður. Spurður um af hverju verkið ger- ist á veitingastaðnum Friday’s segir Sigurður: „Sviðsmyndin er í raun og veru bara ljósmyndir af Friday’s-stöðum víða í heiminum og á mörgum þessara ljósmynda stendur „In here it’s always Friday“. Vestræna hug- myndafræðin er svolítið bara að sópa öllu undir teppið og ekki eiga við tilfinningarnar. Síðan erum við í rosalega miklu sjokki þegar allt er í fokki, af því að við erum búin að fela alla reiðina og gremjuna og allar þessu ljótu og leiðinlegu til- finningar sem er svo sársaukafullt og svo ógeðslega erfitt að tala um. Enginn nennir að gera það og ég persónulega hef engan áhuga á því en með því að gera svona verk þá er það hægt. En á T.G.I. Friday’s er alltaf föstudagur og þar er allt frá- bært á yfirborðinu.“ Hann bætir svo við: „Verkið snýst mikið um vestræna menningu, kapítalisma, hið þægilega og hryll- inginn undir niðri.“ Ætlaði að fara í kvikmyndagerð Hið ósagða er fyrsta leikrit Sigurðar og spurður um hvað hafi kveikt áhuga hans á að vinna með leikhús- miðilinn segist hann hafa stefnt á að læra kvikmyndagerð áður en hann fór út í myndlist. „Ég ætlaði alltaf upphaf lega að fara í kvikmyndagerð en ég var allt- of latur við það og síðan kynntist ég myndlist í Myndlistarskólanum. Það heillaði mig gjörsamlega og ég sökkti mér í það og fattaði að ég væri eiginlega bara myndlistar- maður. Síðan ákvað ég að eftir tíu til fimmtán ár þá myndi ég aftur gera stuttmyndir eða kvikmyndir. Í Listaháskólanum byrjaði ég að gera gjörninga og þetta er í raun og veru samansafn af mörgum gjörningum sem ég hef gert síðastliðin tíu ár og ofið saman með þessum söguþræði og samræðum. Ég vissi alltaf að ég myndi fara í þessa átt og síðan bara fattaði ég að tíminn væri kominn. Ég á eftir að gera meira af leikritum, stuttmyndum, skáldsögum og öllu mögulegu, en myndlistin er alltaf grunnurinn.“ Frumútgáfa verksins var sýnd á gjörningahátíðinni Gjörningaþoku í Listasafni Reykjavíkur síðasta vor en hefur Sigurður nú unnið verkið lengra og hvetur hann alla til að koma í leikhús. „Þeir sem eru ringlaðir af mann- legri hegðun eins og Björk söng um í Human Behaviour, endilega kíkið í leikhúsið.“ n n Listin sem breytti lífi mínu The Score með Fugees frá 1996. Kristína Aðalsteinsdóttir verkefna- og sýningarstjóri, segir lesendum Fréttablaðsins frá listinni sem breytti lífi hennar. Kristína starfar hjá listagalleríinu BERG Contemporary og segir hún plöt- una The Score með hljómsveitinni Fugees hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég var sjö ára þegar ég heyrði í Lauryn Hill syngja í fyrsta sinn í þeirri mætu mynd Sister Act 2, og mér fannst líkt og einhver hefði opnað fyrir nýja vídd í höfðinu á mér. Ég man enn þá eftir því að fara í Japis, ná ekki upp að af- greiðsluborðinu, en borga með átta ára afmælispeningum mínum fyrir það sem átti eftir að verða uppáhalds platan mín þá, og er enn: The Score með The Fugees. Ég starfa innan myndlistar, svo ég gæti kannski auðveldlega nefnt verk eftir Matthew Barney eða Pippilotti Rist sem einhvers konar áhrifavalda í mínu lífi, en þessi plata er sú eina sem ég get fyllilega sagt að hafi breytt mér og mótað mig sem manneskju. Þetta var jú í fyrsta sinn sem ég upplifði listaverk sem andspyrnu, án þess kannski að gera mér fyllilega grein fyrir öllu inntakinu á fyrstu árum áhlustunar. Hún fjallar um átök og reynslu- heim fólks á flótta, samfélagslega meðvitund og endurinnrammar frásagnir innflytjenda, um leið og hún vísar í arfleifð hljómsveitar- meðlima. Henni mætti enn fremur lýsa sem hljóðmynd, með hléum, rispum og sömplum, en ég hafði aldrei heyrt þessu líkt, og ég er sannfærð um að þarna er að finna meginuppsprettu áhuga míns á vídeólist síðar. Ég hef hlustað á plötuna svo oft að ég á hana í nokkrum eintökum, ef það kom rispa keypti ég annað eintak til vara. Ríkisstjórnin mætti til dæmis fá þau lánuð, í þeirri veiku von að inntak plötunnar síist inn hjá þeim þar sem rispurnar hiksta hvað mest.“ n FIMMTUDAGUR 1. desember 2022 Menning 23FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.