Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 4
Hvers vegna ætti að auka niðurgreiðslu til fjárfesta? Guðmundur Hrafn Arngríms- son, formaður Leigjendasam- takanna ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP.IS PLUG-IN HYBRID ÓMISSANDI HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! bth@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjenda- samtakanna, segir að húsnæðisbæt- ur séu niðurgreiðslur úr ríkissjóði til fjárfesta sem hafi valdið óhug á leigumarkaði með óhóf legum hækkunum á leiguverði. „Hvers vegna ætti að auka niður- greiðslu til fjárfesta?“ spyr Guð- mundur Hrafn. „Leiguþak er það eina sem nær til leigjenda.“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Bene- diktsson og Sigurður Ingi Jóhanns- son, kynntu í gær aðgerðir til að liðka til við gerð kjarasamninga, ein aðgerðin er hækkun húsnæðisbóta. Fréttablaðið spurði Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra út í hvort leiguþak hefði verið rætt innan ríkisstjórnarinnar en hún svaraði því ekki með beinum hætti. Engar aðgerðir eru um leiguþak í tillögum stjórnvalda sem kynntar voru í gær. Guðmundur Hrafn telur að hóf- legt leiguþak gæti losað um tvo tugi milljarða í aukið ráðstöfunarfé til handa fjölskyldum á leigumarkaði. Óverjandi sé að réttlæta auknar húsnæðisbætur en setja á sama tíma engar hömlur á leiguverð. „Að auka ráðstöfunarfé f jöl- skyldna með leiguþaki mun gagnast öllu hagkerfinu á meðan húsnæðis- bætur gagnast bara leigusölum. Hvort vilja stjórnvöld? Leiguþak sem kostar ríkissjóð ekkert og leysir úr læðingi að minnsta kosti tvo milljarða af ráðstöfunarfé fjöl- skyldna, eða húsnæðisbætur sem niðurgreiða fjárfestingar þeirra og kostar ríkissjóð 10 milljarða?“ segir Guðmundur Hrafn. n Segir okrurum umbunað með húsnæðisbótum kristinnhaukur@frettabladid.is SAMGÖNGUMÁL Alls eru 329,83 kílómetrar af stofnvegum á Íslandi án bundins slitlags. Heildarvega- lengdin er 4.432,34 kílómetrar og eru malarvegir því rúmlega 7,4 prósent. Inni í þessari tölu eru ekki stofnvegir á hálendinu, sem telja 479,61 kílómetra. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn f lokksbróður síns, Helga Héðinssonar varaþingmanns Framsóknarflokksins. Stofnvegir eru hluti af grunnkerfi samgangna. Lengsti ómalbikaði vegurinn er Hlíðarvegur á Austurlandi, sem nær frá Vopnafirði langleiðina suður að Egilsstöðum. Þar eru 57,62 kíló- metrar af 71,2 malarvegur. Á samgönguáætlun er áætlað að malbika 159 kílómetra kafla á sjö vegum til ársins 2034. n Malarvegir telja um sjö prósent lovisa@frettabladid.is SAMGÖNGUR Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við innviðaráðu- neytið um flug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku. Tvisvar verður flogið á þriðjudögum og einu sinni á föstudögum. Frá þessu er greint í til- kynningu frá Erni. Ný áætlun tekur gildi í upphafi nýs árs en í kringum hátíðirnar verður f lugið með öðrum hætti. Fyrsta flugið verður næsta föstudag. Áætlunarflugi flugfélagsins Ernis til Vestmannaeyja var hætt í septem- ber 2020 vegna minni eftirspurnar. „Vonandi er hægt að byggja upp flug til og frá Vestmannaeyjum til frambúðar og með fleiri flugferðum í viku hverri. Félagið hlakkar mikið til að hefja sig til f lugs á Eyjar og vonast eftir að sem flestir geti nýtt sér þjónustuna,“ segir að lokum í til- kynningunni. n Fyrsta flugið í tvö ár á föstudag Flugfélagið Ernir flýgur nú til Vest- mannaeyja þrisvar í viku. Eftir kappviðræður um nýja kjarasamninga náðist sam- komulag milli Samtaka atvinnulífsins og VR og LÍV í gær. Um er að ræða skamm- tímasamning en Samtök atvinnulífsins vonast til að hann verði að framtíðar- samningi. kristinnpall@frettabladid.is KJARAMÁL „Við höfum kallað þennan samning Brú að bættum lífskjörum og hann er nákvæmlega það. Þó að þetta sé skammtíma- samningur er markmiðið að gera langtímasamning þegar viðræður hefjast að nýju næsta haust. Það er stutt í að við tökum upp þráð- inn aftur, sömu samningsaðilar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), spurður út í samkomulagið um að skrifa undir skammtíma kjarasamning í gær. Eins og fjallað er um á forsíðu Fréttablaðsins í dag var undir- ritaður nýr kjarasamningur á milli SA og VR, LÍV – landssambands íslenskra verslunarmanna og sam- flots iðnaðar- og tæknifólks í gær. Samningurinn er afturvirkur til 1. nóvember og gildir í rúmt ár eða til 31. janúar 2024. Í samningnum eru félagsmönn- um tryggðar kjarabætur upp á 6,75 prósent en upp að vissu hámarki í launahækkun upp á 66 þúsund á mánuði. Á sama tíma tilkynnti ríkisstjórnin aðgerðir sem miða að því að styðja við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjöl- skyldur. Halldór hrósaði aðilunum sem sátu við samningaborðið fyrir við- ræðurnar og sagði samningana vonandi fordæmisgefandi í fram- tíðar samningaviðræðum, en SA eru í viðræðum við Eflingu um nýja kjarasamninga. „Ég tel að þetta geti verið fordæm- isgefandi kjarasamningur. Trúnaður Samtaka atvinnulífsins liggur gagn- vart fólkinu í landinu. Þegar verka- lýðsfélög eru í samningaviðræðum geta þau gengið út frá því að línan sem er í kjarasamningunum verður varin. Samtök atvinnulífsins munu ekki víkja út frá þeim meginlínum sem eru í stefnumarkandi kjara- samningum,“ segir Halldór, spurður hvaða áhrif þessi samningur hafi á viðræðurnar við Eflingu. Í samtali við Fréttablaðið um miðjan dag í gær sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Ef lingar, að samninganefnd Eflingar hefði ekki fengið boð um kjarasamningavið- ræður hjá ríkissáttasemjara. Efling hefur þegar sent samningstilboð á SA um skammtímasamning. „Við höfum nú þegar vísað okkar við ræðum til ríkis sátta semjara en það hefur enn enginn fundur verið boðaður.“ Sólveig sagðist vera bjartsýn um að hjólin færu að snúast á skrifstofu ríkissáttasemjara. „Ég er náttúru lega alltaf bjart sýn vegna þess að okkar kröfur eru sann- gjarnar, rétt mætar og skyn sam legar. Þær eru í sam ræmi við vilja okkar fé lagsfólks og í raun fremur jarð- bundnar þegar við skoðum ofsa- gróða ís lenskra fyrir tækja og það góð æri sem ríkir hjá at vinnu rek- endum og auð stéttinni.“ n Kjarasamningurinn geti sett fordæmi Við undirritun hjá ríkissátta- semjara í gær. Í tilefni samningsins var boðið upp á vöfflur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Aðgerðir stjórnvalda sem voru tilkynntar í gær: 13,8 prósenta hækkun á hús- næðisbótum. 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum. Barnabótakerfið einfaldað og heildarfjárhæð barnabóta hækkuð um fimm milljarða. Stofnframlag ríkisins til almenna íbúðakerfisins verði fjórir milljarðar á næsta ári. Heimild til nýtingar á sér- eignarsparnaði til kaupa á íbúðarhúsnæði framlengd til ársloka 2024. 4 Fréttir 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.