Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 28
Margir halda að Harry og Meghan hafi hætt til að fá frið en það virðist ekki vera. Heimildarþáttaröð þeirra Harrys og Meghan Markle um lífið eftir konungsfjölskylduna er loksins komin út. Tvær milljónir hafa þegar horft á þættina og tvöfalt fleiri horfðu á Harry og Meghan en drama- þættina The Crown. Parið hefur verið duglegt að afla sér tekna eftir að hafa kvatt fjárhagslegt öryggi krúnunnar, enda þarf að fjármagna öryggisgæslu og alls konar. Þar er hægt að nefna fyrirhugaða bók Harrys, hlaðvarpsþætti Meghan og Netflix-seríuna. Fréttablaðið tók saman hvað hertogahjónin gætu gert næst til að halda áfram að draga björg í bú. odduraevar@frettabladid.is Keypt knattspyrnufélag Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney sýndu það með kaupunum á einu elsta félagi í heimi, knattspyrnufélaginu Wrex- ham í Wales, og samnefndum raunveruleika- þáttum, að það er hægt að verða enn vinsælli með því að kaupa sér knattspyrnufélag, en bara ef hjartað er á réttum stað. Harry og Meghan gætu farið svipaða leið. Nóg af klúbbum í Sussex eru í boði, til að mynda Brighton & Hove Albion og Crawley Town. Svo gæti parið farið nákvæm- lega sömu leið og þeir félagar og fjárfest í Notts County, einum elsta klúbbi í heimi. Stofnað hótelkeðju Hertogahjónin eru þekkt fyrir að vera þau sjálf og ræða stór mál eins og hnattræna hlýnun á hispurslausan hátt. Þau eru líka þekkt fyrir lúxuslífsstíl og glæsilega Los Angeles-villu. Hvað myndi maður ekki gera til þess að geta lifað eins og her- togahjón í eins og eina nótt? Hótelkeðja með nafni hertoga- hjónanna af Sussex myndi hala inn tekjur. Haaala inn! Búið til tölvuleik Hvernig bregstu við því þegar pabbi þinn, konungur Bretlands, kemur betur fram við bróður þinn heldur en þig, bara af því að hann er ríkisarfinn? Þú getur komist að því í tölvuleik í nafni hjónanna sem myndi svipa til leikja eins og The Sims, Age of Empires og Call of Duty. Tölvuleikurinn yrði að sjálfsögðu sería, þar sem nýr leikur yrði gefinn út á hverju einasta ári með nýju þema. Fyrstu persónu skotleikur þar sem þú leikur Harry og þarft að bjarga Meghan og börnunum frá bráðum lífsháska. Möguleikarnir eru endalausir. Fimm hlutir sem Harry og Meghan geta gert næst Stjórnmálin Þrálátur orðrómur hefur verið uppi í árabil um að Meghan hyggist bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á ein- hverjum tímapunkti. Donald Trump hefur sýnt það og sannað að það getur verið ansi arðbært verkefni sem getur skilað tekjum í kassann. Meghan hefur verið dugleg að senda þingmönnum tóninn, jafnvel hringja í þá ef henni finnst þeir ekki standa sig í stykkinu. Harry yrði full- kominn stuðningur í þessu verkefni, eins og alltaf. Opnað brimbrettaströnd Harry Bretaprins er einkar hrifinn af sól. Þetta sést auðvitað best á þeirri ákvörðun hans og Meghan að flýja rigningasamt Bret- land fyrir sólríkar strendur Kaliforníu. Parið þarf á innkomu að halda og hvers vegna að flækja hlutina? Harry kann á brimbretti þökk sé Meghan, sem keypti kennslustundir handa honum. Hvað myndirðu borga mikið fyrir brim- brettakennslu hjá prinsi? Einmitt. Mikið. Ekki réttur tími fyrir þættina Guðný Ósk Laxdal „Mér fannst fyrstu þrír þætt- irnir vera frekar óáhugaverðir,“ segir Guðný Ósk, aðspurð hvað henni finnist um heimildarþætti Harry og Meghan á Netflix. Guðný heldur úti Instagram-síðunni RoyalIcelander og er manna fróðust um konungsfjölskylduna hér á landi, en hún var auk þess gesturinn í Crownvarpinu, við- hafnarhlaðvarpi Fréttablaðsins um The Crown. „Mér finnst þetta ekki vera rétti tíminn til að vera að segja þessa sögu, en samt sem áður krúttlegt að sjá fjölskyldumyndir og það getur enginn tekið það af þeim að ástarsaga þeirra er falleg og full af rómantík. Þau hafa bæði fórnað sínum fyrri lífsstíl til að vera saman. Við eigum samt eftir að sjá seinni hlutann af heimildarþátt- unum, og ég held að þeir þættir muni verða áhugaverðari. Fyrstu þættirnir snérust meira um að fá áhorfendur til að falla fyrir þeim og vera með þeim í liði. Margir halda að Harry og Meghan hafi hætt til að fá meiri frið en það virðist ekki vera. Það er frekar að þau vilji hafa meiri stjórn á hvernig er fjallað um þau. En því miður þá myndi ég ekki segja að það hafi tekist og myndi frekar segja að það væri fjallað verr um þau núna. Þau eru meira gagnrýnd en þegar þau voru starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar. Sem er mjög sorglegt. Ég samt trúi því að þau séu að segja sína hlið og sína upplifun, og það eiga allir rétt á því. En finnst leiðinlegt þegar það er frekar augljóst að þau eru að ýkja sögur, eða segja rangt frá, og enn þá leiðinlegra þegar þau tala illa um aðra fjölskyldumeðlimi svona opinberlega.“ n n Sérfræðingurinn Þorvaldur yrkir um æskuna, ungdóminn og fullorðinsárin í kjarn yrtum en margbrotnum texta. „... ljóðabók sem þú týnir þér í um stundarsakir, rekst þar oftar en ekki á sjálfan þig ...“ A R N Ó R H J A R T A R S O N / S T U N D I N „... skemmtilegur og ljúfur lestur sem gleður og vekur til umhugsunar og ég vona að bókin rati til sem flestra.“ S N Æ D Í S B J Ö R N S D Ó T T I R / M B L LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is 20 Lífið 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.