Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Á bara að halda áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað. Nú er ljóst að baráttan síðustu misseri hefur skilað árangri fyrir fólkið í landinu. Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is ser@frettabladid.is Ekkert að frétta Hafi fréttaþyrstir landsmenn sem voru að glápa á fréttir hins opinbera í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld verið að velkj- ast í vafa um hvort eitthvað væri að frétta úr Karphúsinu þann daginn, var allur sá efi þurrkaður burt af fréttamönnum stofnun- arinnar – og það margsinnis og ítrekað. Í inngangi aðalfréttar kvöldsins endurtók fréttaþulur að algert fréttabann ríkti í Karp- húsinu og að samningsaðilar mættu alls ekki tjá sig og því væri ekkert að frétta úr húsakynnum ríkissáttasemjara. En til öryggis var fréttamaður á vettvangi spurður hvort eitthvað væri að frétta – og sá hinn sami svaraði auðvitað að ekkert væri að frétta – og ítrekaði að algert fréttabann gilti um báða samningsaðila og því fengist enginn á staðnum í viðtal. Hreyfir ekki bíl Og þetta minnir um margt á veðurfréttamanninn á Stöð 2 um árið, sem spáði rjómablíðu fyrstu helgina í júlí, en af því að spáin gekk nákvæmlega eftir varð hann auðvitað að hafa orð á því þegar hann mætti næst til leiks framan við kortin á Krók- hálsi. Og til að leggja áherslu á mál sitt hafði hann á orði að veðrið hefði verið svo gott um helgina að það hefði ekki einu sinni hreyft bíl. n Sjókvíaeldi hefur vaxið hröðum skrefum hér á landi á örskömmum tíma. En svo virðist sem lítið sé horft til þeirra umhverfisáhrifa sem fylgja eldinu, og er það ótrúlegt að á Íslandi í dag geti slíkt gerst með umhverfis- f lokkinn Vinstri græn í ríkisstjórn. Veiga Grétarsdóttir, aðgerðasinni og kajakræðari, kom fram með afar alvarlegar staðhæfingar um hvernig sjókvíaeldi, aðal- lega á Vesturlandi og Austurlandi, væri að valda gríðarlegri plastmengun í hafinu, á Fréttavaktinni á Hringbraut í síðustu viku. Þegar fóðrið til eldisfiskanna fer í gegnum plaströrin þá spænast þau upp smátt og smátt og örplastspænirnir lenda í sjónum. Veiga hefur mælt plaströrin sem notuð eru til að fóðra eldisfiskinn, og telur þau eyðast um 100 grömm á hvern metra á ári. Á hverju kvíastæði séu notaðir fimm kíló- metrar af plaströrum. Þannig megi reikna út að um 200 til 500 kíló af örplasti fari í sjóinn frá hverju kvíastæði og í Arnarfirði á hverju ári. Engar rannsóknir liggi fyrir um stöðu mála en vel megi ímynda sér hvaða áhrif það hefur á lífríkið þegar svona mikið magn af plastögnum sest á botn svokall- aðra fiskeldisfjarða. Þetta örplast berst að sjálfsögðu yfir í botndýrin og í fiskana og fuglana og smitast þaðan víðar um lífríkið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Elvar Örn Friðriksson hjá Verndarsjóði villtra laxa (NASF) kom með fleiri alvar- legar staðhæfingar varðandi mengun frá sjókvíaeldi á Fréttavaktinni á Hringbraut nýlega. Hér á landi hafi orðið stór og alvar- leg slys, meðal annars þar sem 80 þúsund frjóir norskir eldislaxar hafi sloppið úr kvíum Arnarlax í Arnarfirði. Elvar Örn gekk svo langt í viðtalinu að segja að sjókvíaeldi gengi í raun ekki upp fyrir neina nema hlut- hafana, ekki fyrir náttúruna og ekki fyrir samfélagið, þegar til lengri tíma er litið. Erfðablöndun eldislax við villtan lax getur augljóslega valdið gríðarlegu tjóni á villtum laxastofnum sem eiga sér mörg þúsund ára þróunarsögu. Villti laxinn er hreinlega í hættu á að þurrkast út. Hér er á ferðinni mjög alvarlegt mál fyrir náttúru Íslands sem yfirvöld verða að aðhafast eitthvað í eða á bara að halda áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og ana áfram með eitthvað sem enginn veit hvaða afleiðingar hefur fyrir náttúruna, framtíðina og þá sem eiga að erfa landið? n Mengandi fiskeldi ÞRIÐJUDAGA KL. 19.00 OG 21.00 MATUR OG HEIMILI MEÐ SJÖFN ÞÓRÐAR Hálfur kjarapakki er betri en enginn kjarapakki. Ríkis stjórnin féllst á um helming þeirra tillagna sem við í Samfylkingunni kynntum með kjarapakka okkar í síðustu viku. Og samkvæmt forseta ASÍ réðu þessar aðgerðir miklu um það að kjarasamningar náðust í gær hjá iðnaðar- og verslunarfólki. Úr kjarapakka Samfylkingarinnar Þau þrjú atriði úr kjarapakka Samfylkingarinnar sem ríkisstjórnin féllst á að hrinda í framkvæmd eru þessi: Að hækka húsnæðisbætur til leigjenda um rúmlega 10% – að hækka vaxtabætur með 50% hækkun á eignaskerðingarmörkum til samræmis við hækkun fasteignaverðs – að hækka barnabætur til fjölskyldna um 5 milljarða á tveimur árum í stað raunlækkunar árið 2023. Ég vil hrósa því sem vel er gert og fagna því auðvitað að ríkisstjórnin fallist á hluta þess sem við og verka- lýðshreyfingin höfum kallað eftir að undanförnu. Nú er ljóst að baráttan síðustu misseri hefur skilað árangri fyrir fólkið í landinu. Það sem vantar úr kjarapakkanum En þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnir nú eru því miður algjört lágmarksviðbragð við ástandi sem hún hefur sjálf skapað og ber ábyrgð á. Munar þar mestu um ástandið á húsnæðismarkaði sem ráðherrar Framsóknarflokksins hafa borið ábyrgð á nær óslitið undanfarinn áratug. Þau þrjú atriði úr kjarapakka Samfylkingarinnar sem vantar upp á í aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru eftirfarandi: Að taka upp tímabundna leigubremsu (að danskri eða skoskri fyrirmynd) – að tvöfalda ný stofnframlög til húsnæðisuppbyggingar í stað þess að helminga þau á árinu 2023 – að falla frá flatri hækkun á krónutölugjöldum almennings og taka þess í stað á þenslunni þar sem hún er í raun. Eftir metár í fjár- magnstekjum, metarðsemi hjá stórútgerð og met- hagnað hjá bönkunum. Stjórnin er í stöðugu viðbragði við neyð. En stefna okkar er skýr – Samfylkingin mun áfram leiða baráttu fyrir bættum kjörum almennings inni á Alþingi. n Hálfur kjarapakki Kristrún Frostadóttir formaður Sam- fylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.