Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 12
benediktboas@frettabladid.is Áhorfendur hafa sett svip sinn á heimsmeistaramótið eins og ávallt. Jafnvel þó að áfengi sé bannað í Katar hafa áhorfendur frá öllum heimshornum sýnt að það er alveg hægt að njóta fótboltans án áfengis. Stuðið hefur verið mikið innan vall- ar en líka uppi í stúku. Þar er partí alla daga, sem sum enda þó í sorg og sút. Það geta víst ekki allir unnið. n Uppi í stúku og utan vallar Ensku ljónin upplifðu vonbrigði um helgina þegar lið þeirra féll úr leik í 8 liða úrslitum gegn Frakklandi. Gælunafn enska landsliðsins er einmitt Ljónin þrjú og hér má sjá þau – í fullum skrúða. Pólverjar duttu út úr keppninni. Gælunafn pólska landsliðsins er Biało-czer- woni og það hefur þennan fugl í skjaldarmerki sínu. Þessi vígalegi stuðnings- maður málaði fuglinn á sig og skemmti sér vel þrátt fyrir úrslitin. Þjóðverjar komust ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir að vera með frábært lið. Stuðningsmenn þeirra settu sinn lit á riðlakeppnina en rifu hvatningarorðin í tvennt þegar staðan varð ljós. Þeir voru að fara að pakka niður í töskur. Brasilíumenn hugsa fallega til goðsagnarinnar Pelé sem hefur legið á sjúkra- húsi í Brasilíu undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Fyrrverandi ungfrú Króatía, Ivana Knoll, vakti heimsathygli fyrir frjálslegan klæðnað. Hún var stopp- uð víða og þurfti að pósa með bolnum en gaf sér ávallt tíma – með slaufu í hárinu og í magabol. Áfengi er ekki leyfi- legt á HM og áhorf- endur þurfa því að sötra áfengislausan Budweiser til að sötra söngvatnið góða. Þessi japanska stuðningskona gerði hvað hún gat til að koma sér í gírinn og setti upp tákn- rænan fyndinn hatt. Brassar voru líf- legir utan vallar en halda nú heim á leið, eftir óvænt tap gegn Króatíu. Þessi herramaður var með hárgreiðslu í lagi. Frakkar hafa verið í banastuði innan sem utan vallar. Hér er einn sem nær topptvennu. Annars vegar gleraug- unum og hins vegar fyndnum hatti. 12 Íþróttir 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.