Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 13. desember 2022 Hildur Þórðardóttir, verslunarstjóri Rúmföt.is, segir það vera lykilatriði fyrir góðan svefn að nota gæðaefni í rúmfötin. Verslunin, sem staðsett er að Nýbýla- vegi 28, er með besta úrvalið á landinu af gæðarúmfötum sem eiga klárlega eftir að vera kærkomin í jólapakkana í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Silkimjúkur og dásamlegur svefn í hæsta gæðaflokki Hillurnar eru fullar af jólarúmfötum hjá Rúmföt.is, einu sérverslun landsins með rúmföt. Verslunin býður meðal annars upp á ítölsk rúmföt í hæsta gæðaflokki. 2 HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS Það klingir fallega í skínandi tærum kristalsglösum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Um jól og áramót eru veisluborðin dressuð í sitt fínasta púss og það er afar snoturt þegar jólaljósin glitra í skínandi kristalsglösum. Hér gefast ráð til að fríska við glös sem orðin eru skýjuð og mött, en það er algengt vandamál við endurtekinn þvott í uppþvottavélum þar sem litlar rispur myndast á glerinu og í rispurnar safnast kalk og önnur efni sem mynda ský á glösunum. Séu rispurnar ekki of miklar er hægt að nota gamla og góða borð- edikið til að fá glösin til að glansa á ný. Þá eru glösin látin liggja yfir nótt í borðediki sem er blandað til helminga við vatn. Það ætti að duga til að ná í burtu því sem safnast hefur í rispurnar. Glösin eru svo þvegin í köldu vatni. Glansandi hrein og fín Best er að venja sig á að þvo spari- glös í höndunum í volgu sápuvatni, og þá sérstaklega kristalsglös. Skola þarf glösin vel á eftir í hreinu vatni. Ef settir eru nokkrir dropar af borðediki í skolvatnið er nokkuð öruggt að glösin verði glansandi hrein og fín. Ef fólk kýs frekar að nota upp- þvottavélina er gott að vera viss um að vélin sé full af gljáa (eftir skolefni) og velja þvottakerfi með lágu hitastigi. Einnig að fjarlægja glösin áður en vélin byrjar að þurrka, því háa hitastigið veldur rispum og ætingu á glösunum. Athugið að ekki má nota edik á glös með möttum skreytingum, því edik er líka ætandi. n HEIMILD: LEIDBEININGASTOD.IS Klingjandi kristall

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.