Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 14
Magga segir það dýrmætt fyrir félagsskapinn og halda sér gangandi, að koma í vinnuna og sauma rúmföt. MYNDIR/AÐSENDAR Stærsta sérverslun landsins með rúmföt er vafalaust Rúmföt.is við Nýbýlaveg 28 í Kópavoginum. „Við erum eina búðin á landinu sem selur hágæða rúmföt frá Ítalíu. Þetta er lúxusvara sem margir kaupa til að setja á rúmin sín um jólin. Því hvað er notalegra en að skríða undir hágæða damask úr langþráða egypskri bómull í svartasta skammdeginu?“ segir Hildur Þórðardóttir verslunar- stjóri Rúmföt.is. Reksturinn varð til í þvottahúsinu Það má segja að búðin hafi byrjað í horninu í afgreiðslu Þvottahúss A. Smith. „Þegar Fatabúðin og Verið lögðu upp laupana myndaðist stórt skarð og framboðið af vönduðum rúmfötum var vægast sagt frekar lélegt. Margir Íslendingar eiga sín sparirúmföt sem voru keypt í Verinu eða Fatabúðinni á sínum tíma, en eftir að þessar búðir hættu starfsemi var orðið erfitt að nálgast góð rúmföt. Fólk borgaði háar fjárhæðir fyrir rúmföt sem urðu svo að einu krumpu stykki eftir aðeins einn þvott. Þetta var kannski íslensk hönnun, en gæðin á efnunum voru afspyrnuléleg. Við sáum þetta þegar við þvoðum þessar vörur fyrir viðskiptavini okkar og blöskraði hreinlega. Við fórum því á stúfana og hófum sjálf innflutning á rúmfötum í margfalt betri gæðum. Fólk er nú óþreyt- andi við að þakka okkur fyrir að hafa opnað aftur alvöru rúmfata- búð á Íslandi,“ segir Hildur. 900 þráða bómullarsatín Fyrir um það bil einu ári hófu Rúmföt.is einnig að selja rúmföt úr 900 þráða bómullarsatíni, að sögn Hildar. „Því fleiri þræðir, því meiri mýkt og satínáferð. Ef fólki verður of heitt á nóttunni er gott að snúa þeim við og þá er efnið svalt og kælandi. Við prófum alltaf að þvo rúmfötin okkar til að sjá hvernig þau þola þvott og þessi voru mýkst og gæðalegust eftir marga þvotta.“ Íslensk framleiðsla „Við kaupum mikið af dýr- indis efnum frá Ítalíu sem Magga saumakona breytir síðan í listaverk Verslunin er með ein- stakt úrval af fallegum og notalegum rúm- fötum. Þessi eru frá Ítalíu. Ítölsku lúxus rúmfötin eru alger draumur. Rúmföt.is eru með gæða dúnsængur frá Þýskalandi. Þessi yrðu dá- samleg á rúmið yfir hátíðirnar. 300 þráða satín með gullfallegu mynstri. 600 þráða rúmfötin frá Rúmföt.is eru alger eðall. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. sem margir Íslendingar þekkja,“ segir Hildur. Magga, eða Margrét Guðlaugs- dóttir eins og hún heitir fullu nafni, er með sextíu ára reynslu og hefur saumað rúmföt fyrir tugi þúsunda Íslendinga. „Ég fæ að stjórna tíma mínum sjálf. Sauma kannski í fjóra tíma hér og fer svo heim og legg mig. Ég held ég myndi bara leggjast í kör ef ég hefði ekki félagsskapinn og verkefnin hér í vinnunni. Það er svo dýrmætt að halda sér gangandi og ekki síður að halda heilanum virkum,“ segir Margrét. Hildur segir efnin sem þau kaupa vera úr sérvalinni egypskri bómull, frá 600 þráða og allt upp í 1.400 þráða. „Ein rúmfötin eru til dæmis úr Giza 87, sem er ein besta bómullartegund í heimi og vex bara á örlitlu svæði við ána Níl í Egyptalandi. Þetta er ýmist damask eða satín. Damask þýðir að mynstrið er ofið í efnið og satín þýðir glansandi áferð.“ Hún segir enn vera til fólk sem heldur að satín sé nafn á einhverju políester-gervidrasli. „Við erum endalaust að leiðrétta það. Það er raunar ekkert silki í silkidamaski, heldur er þráðurinn fíngerður svo efnið verður silkikenndara. Þetta eru náttúrulega ákveðin fræði og það er bara gaman að fræða fólk og leyfa því að finna muninn á ólíkum efnum.“ Enn þá til gæðarúmföt í hillunum Að sögn Hildar er Margrét búin að vera allt árið að sauma fyrir jólavertíðina og núna síðustu dagana fyrir jól eru hillurnar með settunum hennar venjulega orðnar tómar. „En það er alveg enn þá eitthvað til og svo vorum við líka að fá sendingu frá Ítalíu af ótrúlega flottum rúmfötum, þó ég segi sjálf frá. Það er því vel hægt að næla sér í góð rúmföt fyrir þessi jólin, hvort sem það er á hjónasængina eða í jólapakkann handa kærum vini,“ segir Hildur. n Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28 í Kópavoginum og opnunartími fram að jólum er virka daga kl. 12- 18 og laugardaga kl. 11-16. Nánar á rumfot.is. 2 kynningarblað A L LT 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.