Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.12.2022, Blaðsíða 6
Stéttir virðast mislangt komnar í viðhorfs- breytingu. Tryggvi Ingason, sálfræðingur gar@frettablaidid.is ÚKRAÍNA Her Úkraínu hefur gert hlé á gagnsókn sinni í hernumdum héruðum vegna veðurs þar til frost er komið í jörðu svo f lutningar á búnaði verði auðveldari. Eldf laugaárásir voru gerðar á borgina Melítopol í suðri og Donetsk í austri. Í Odessa var í gær verið að koma vatni og rafmagni á hafnarsvæðið eftir drónaárás Rússa. Að sögn CNN er slík barátta háð vítt og breitt um Úkraínu, í kapphlaupi við árásir rússneska hersins. n Fresta framrás þar til frystir Rússneskur skriðdreki í höndum Úkraínumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY gar@frettabladid.is PERÚ Nýr forseti Perú, Dina Bolu­ arte, lýsti í gær yfir neyðarástandi í suðurhluta landsins, að sögn El País. Mótmælaalda hefur verið í Perú eftir að forveri Boluarte, Pedro Castillo, var settur af eftir mis­ heppnaða valdránstilraun er hann reyndi að leysa þingið frá störfum. Tveir létust og yfir þrjátíu eru sárir eftir mótmæli í suðurhlutanum. Boluarte segist ætla að leggja til að forsetakosningum í landinu verði f lýtt svo næst verði kosið í apríl 2024 í stað 2026, eins og kjörtímabil hennar nær til. n Forseti lýsir yfir neyðarástandi Dina Boluarte, forseti Perú ser@frettabladid.is SEYÐISFJÖRÐUR Gamla Angró­ bryggjan á Seyðisf irði verður endurbyggð á næstu mánuðum, en hún skemmdist í aurskriðunum í bænum fyrir réttum tveimur árum. Gamla bryggjan, sem dregur nafn sitt af hinu sögufræga Angróhúsi í plássinu, var upprunalega reist úr furu á árunum 1945 til 1947 og var þá fimmtíu metrar að lengd og níu á breidd með sjö metra viðlegudýpt. Angróbryggjan hafði látið á sjá áður en aurskriðan féll á hana, sér­ staklega suður endinn, en sá hluti fór líka einna verst út úr áhlaupi skriðanna. Bryggjan verður endurgerð í nán­ ast upprunalegri mynd, að því er fram kemur í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar og byggð úr harð­ viði sem fenginn er úr sjálf bærri skógrækt og verður þannig fullbúin með afar lágt kolefnisspor, eins og þar segir. n Angróbryggjan endurgerð í upprunalegri mynd Formaður Sjómannasam­ bandsins segir fordóma og gamaldags viðhorf hjá útgerðinni gagnvart andlegri líðan sjómanna. Sálfræðingur tekur undir og segir skaðlega karlmennsku mein. bth@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR „Maður fær stund­ um á tilfinninguna að ekki sé borin virðing fyrir störfum sjómanna, að gamaldags hugmyndir séu ráðandi. Að sjómenn, þessir djöflar, fái bara svo andskoti gott kaup að hægt sé að láta allt yfir þá ganga,“ segir Val­ mundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. Valmundur segir að kalla megi það ánauð að réttindi sjómanna séu oft fyrir borð borin í skiptum fyrir góðar tekjur. Tal um andlega heilsu sjómanna sé feimnismál. Mál sjómanns sem var í túr hjá Brimi þegar náin vinkona á Blöndu­ ósi lét lífið í skotárás og eiginmaður hennar stórslasaðist, hefur vakið athygli. Maðurinn vildi samstundis komast í land vegna sálræns áfalls sem hann hlaut, en mætti takmörk­ uðum skilningi. Síðar missti hann vinnuna. Útgerðin hefur viðurkennt að verkferlar hafi brugðist. Valmundur segir að bæta þurfi samskipti í viðlíka málum milli útgerðarmanna og sjómanna. Gam­ aldags viðhorf í samfélaginu þvælist fyrir, þeir sem þéni vel hafi tak­ mörkuð réttindi til að láta sér líða vel. Fordómar séu á sveimi gagnvart andlegum veikindum. „Geðheilsumál sjómanna hafa ekki fengið mikið pláss í umræð­ unni, sem ef laust eru leifar af gamalli tíð. Sjómaður á bara að vera harðjaxl, taka brimskaflinn á brjóstið og þegja.“ Burtséð frá tilfallandi áföllum eru sjómenn í raun í sérstakri hættu hvað varðar andlega heilsu, að sögn Valmundar. „Ég reyndi það sjálfur að vera 40 daga á sjó á frystitogara, ég gat það ekki. Maður þoldi ekki þetta álag, að sjá ekki fólkið sitt svo lengi, svo eru auðvitað mjög miklar vinnutarnir. Það þarf að koma því inn í haus­ inn á útgerðinni að sjómönnum getur liðið illa þótt þeir séu hörku­ naglar í vinnu. Það hefur verið unnið stórátak í öryggismálum og andleg mál eru hluti öryggismála. Þá er mikilvægt að sjómenn geti rætt sín mál opinskátt án þess að eiga á hættu að missa pláss sitt,“ segir Valmundur. Tryggvi Ingason sálfræðingur segir ekki ólíklegt að sumar stéttir séu skemmra komnar en aðrar er kemur að umbótum á viðhorfum gagnvart sálrænum veikindum. Mikið vanti upp á að horft sé á andleg og líkamleg veikindi sömu augum. „Stéttir virðast mislangt komnar í viðhorfsbreytingu þar sem and­ leg veikindi eru sett skör neðar en líkamleg,“ segir Tryggvi. „En það er ekki langt síðan engin ástæða var talin til að sjómenn fengju frí þegar um ræddi fæðingu barna þeirra.“ Sem dæmi um skaðlega karl­ mennsku í útgerðarheiminum nefn­ ir Tryggvi Covid­túrinn alræmda á Júlíusi Geirmundssyni. n Hálaunadjöflar eigi ekkert gott skilið Tímabært er að geðheilsumál sjómanna fái umfjöllun, enda úrelt viðhorf að sjómaður sé harðjaxl sem taki brim skafla þegjandi á brjóstið, að sögn formanns Sjómanna­ sambandsins, Valmundar Val­ mundssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI FRÍKIRKJAN - FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN - LOGO B3 FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Í FULLUM LITUM / TVÍLITT1 LITUR - GRÁTÓNAR 1 LITUR - STIMPLAR - GYLLING FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík Fimmtudaginn 15. desember kl. 20.00. Sönghópurinn við Tjörnina og hljómsveit flytja tónlist undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Aðgangur ókeypis - Verið öll velkomin! Ræðukona er Ellen Calmon, framkvæmdastýra Barnaheilla. Gamla Angró­ bryggjan var fimmtíu metra löng þegar hún var reist 1945. MYND/VEGAGERÐIN ser@frettabladid.is VIÐSKIPTI Innflutningur frá Bret­ landi hefur til muna orðið torveld­ ari eftir að landið yfirgaf Evrópu­ sambandið fyrir nálega tveimur árum, en fjöldi inn­ og útflytjenda hér á landi er farinn að forðast breska markaðinn fyrir vikið. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu­ rekenda, en það sé deginum ljósara að breski markaðurinn sé ekki jafn fýsilegur og hann var fyrir Brexit. „Viðskiptin hafa orðið erfiðari og skriffinnskan hefur vaxið til mikilla muna,“ útskýrir hann. Einkum og sér í lagi eigi þetta við um dýraafurðir. „Allt er nú þyngra í vöfum en áður hvað eftirlit og vott­ anir varðar,“ segir hann og nefnir sem dæmi vörur sem héðan voru f luttar út til Bretlands til frekari vinnslu og svo aftur hingað heim. „Það er nú orðið stórkostlega flókið úrlausnarefni.“ Hann nefnir að þeir fiskútflytj­ endur, sem áður notuðu Bretlands­ markað til að dreifa fiski til annarra Evrópulanda, beini nú útflutningn­ Segir Brexit hafa flækt öll viðskipti Eftir að Bretar gengu úr ESB hefur skrif­ finnskan vaxið til mikilla muna, segir Ólafur Stephensen framkvæmda­ stjóri Félags atvinnurekenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK um beint á meginland álfunnar, til að komast hjá töfum. Í þessu efni má líka minna á að forkólfar Iceland Seafood sem voru með viðamikla starfsemi á Bret­ landseyjum um áratugaskeið afréðu fyrr á árinu að pakka þar saman í ljósi óviðunandi afkomu. Ólafur segir loks að innf lytj­ endur á matvöru frá Asíu og öðrum fjarlægum álfum, sem fengu varn­ inginn áður frá breskum birgjum, beini núna viðskiptum sínum til upprunalandsins, einmitt vegna breskrar skriffinnsku. „Brexitsinnar töluðu hátt um aukna möguleika Bretlands eftir útgönguna. Mér hefur ekki tekist að koma auga á nein slík tækifæri,“ segir Ólafur Stephensen. n 6 Fréttir 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.