Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Blaðsíða 5

Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Blaðsíða 5
BARNADAGSBLAÐItí 3 „Höfum vér gengið til góðs...?“ Ávarp frá formanni ,,Sumargjafar" Um þessi sumarmál efnir „Sumargjöf“ til hátíðahalda og fjársöfnunar fyrir börnin í Reykjavík í tuttugasta sinn. Það er ekki nema sanngarnt, að þá sé stungið við fæti og at- hugað, hvort „höfum vér gengið til góðs, götuna fram eftir veg“. Á öðrum stað, í þessu blaði, eru birtar tölur, sem sýna heildaryfirlit yfir störf og rekstur „Sumargjafar" s. 1. ár. Þar getið þér séð, hve mörg börn dvöldu á vegum félagsins það ár. En viljið þér þá ekki íhuga, frá hvaða aðstæðum börnin komu, og hverskonar aðbúð þeim var fengin. Veittuð þér því athygli, að það ár vakti árvakurt auga yfir velferð jíeirra barna, sem félagið tók að sér, daga nætur, árið um kring, svo að minnt sé á vöggustofuna. Þér getið lesið þar um „borgir“ „Sumargjafar“, Grænu- borg, Vesturborg og Tjarnarborg. En höfðuð þér tekið eftir því, að þessar stöðvar hafa, til skamms tíma, verið eina hús- rými, hérlendis, sem eingöngu er ætlað fyrir börn á for- skólaaldri til utanheimils hjálpar? Og vissuð þér, að leik- völlurinn í Grænuborg, mun vera fyrsti leikvöllur landsins, sem útbúinn var með tæknilegum leikvallaáhöldum. Þér sjáið getið um árangur fjársöfnunarinnar. Gaman væri þá að vita, hve mörg merki hafa selzt þessi undanfarin 19 ár, og hve mörgum börnum ágóði þeirra hefir framfært. Einnig væri fróðlegt að vita, hve margir leikarar og tón- listarmenn, flokkar og félög, fullorðnir og börn, hafa lagt fram fórnfúsa sjálfboðavinnu til framdráttar málefnum fé- lagsins á skemmtunum á sumardaginn fyrsta þetta tímabil. Og eitt er það enn, útgáfustarfsemi félagsins: „Barna- dagsblaðið" kemur nú út í 10. sinn. Áður hafði „Sumar- gjöf“ verið gefin út í 5 ár (1926—’29), og „Fóstra“ 1931. 1 þessum ritum munu hafa birzt alls um 150 ritgerðir um uppeldismál, eftir landskunna menn og konur. Þá er það „Sólskin“, sem kemur nú út í 14. sinn, og orðið hefir kær- komin sumargjöf handa börnum höfuðstaðarins þetta tíma- bil. Alls munu þessi rit „Sumargjafar" hafa komið út í um 200 þúsund eintökum. Sú hefir orðið raunin á erlendis, þar sem systurstarf- semi „Sumargjafar" er fyrir löngu komin á fastan reynslu- grundvöll, að hún hefir ekki aðeins veitt fóstrandi, og þrosk- andi, aðstöðu fyrir börnin, heldur einnig orðið, á vissan hátt, skóli fyrir fullorðna fólkið. Reynsla „Sumargjafar" hefir orðið á svipaða lund þau 19 ár, sem félagið hefir starfað. Á barnaheimilunum búa börnin við ákveðnar reglum um hreinlæti, mataræði, svefn, klæðnað, framkomu o. fl. Þess hefir orðið vart, að börnin flytja þessar reglur heim til sín og verða þannig skapandi og ábyrgir aðilar í uppeldismótun heimilisins. Oft verður þess og vart, að barnið er viðráðan- legra heima, eftir að hafa, að staðaldri, sótt dagstarfsemi félagsins, leikskólann eða dagheimilið. Orsökin er sú, að barnið fær, í starfi og leik á stöðvum þessum, félagslega mótun. Og áhrifin vara, gróa og græða frá sér, heima fyrir. Gera má ráð fyrir, að slík áhrif sem þessi flytjist á milli kynslóða. Ein mamman hefir alveg nýlega spurt þann, er þetta ritar, hvort ekki væri hægt að fá myndir af þremur dætrum sínum, sem væru orðnar fullorðnar, en hefðu verið í Grænuborg 1932. Kvað hún dætur sínar eiga svo góðar minningar frá dvöl sinni á sumardagheimilinu, að þær ósk- uðu að eiga myndir af sér þaðan. Þá er það og greinilegt, að starfsomi félagsins hefir vak- ið áhuga aðstandenda barnanna á uppeldismálum. Oftlega hafa uppalendur í höfuðstaðnum og utan hans, einkum nú í seinni tíð, leitað til forráðamanna félagsins, eða forstöðu- kvepna heimilanna, um uppeldisleg vandamál. Og það er ekkert óalgengt, að mæðurnar biðji forstöðukonurnar um að lána sér bækur um uppeldismál. Félagið reyndi hinsvegar, um eitt skeið, að hafa foreldrafundi með fræðandi erindum og umræðum. En þessi viðleitni lagðist niður. Enn er þess að geta, að störf félagsins hafa haft áhrif á stöðuval ungra kvenna. Allmargar ungar stúlkur hafa, ýmist á vegum félagsins eða erlendis, alið sig upp til sér- fræðilegrar kunnáttu um stjórn barnaheimila og meðferð barna. Nokkrar eru þegar að störfum fyrir félagið sem for- stöðukonur og fóstrur, aðrar munu verða það. En heimilin munu síðar verða einskonar skólar fyrir barnfóstrur. Og er ekki hægt að spá því nú, hvað vinnast kann með því, fyrir heimili framtíðarinnar. Að lokum er svo að geta þeirra áhrifa, sem starfsemi fé- lagsins hefir haft á það opinbera, bæ og ríki. Aukin framlög til uppeldismála ættu að vera óræk sönnun þess. Þessi framantöldu atriði ættu að nægja til að sýna það, að fleira kemur til greina en tölur yfir rekstur, vistbörn og húsakost, þegar meta skal menningaráhrif einhverrar starf- semi. Vaxtármótið verður til af mörgu. Ósýnilegum frækorn- um er sáð, sem bera margfaldan ávöxt síðar. Það eru, ef til vill, einmitt hin duldu áhrif, hverrar starfsemi í samtíð, sem bera beztan og heilladrýgstan ávöxt í framtíð. — „Vort æskulíf er leikur, sem líður, tra, la, la . . .“, segir eitt skáldið okkar. Þetta er í meginatriðum rétt. En það er bara ekkert „tra, la, la“ alvöruleysisins þessu samfara. Æskulífið þarf að vera leikur, sem líður í ræktandi um- hverfi við alhliðaþroskandi athafnir, og í heilbrigðum tengslum við hina vinnandi kynslóð. Barnavinafélagið Sumargjöf hefir jafnan viljað hjálpa til þess, að þetta geti orðið. Það vill vekja og vinna sjálft, og vonar, að á þann hátt auðnist að ganga „til góðs götuna fram eftir veg“. Ábyrgð er af engum tekin, en hún er, þvert á móti, glædd og vakin. — Þrír aðilar ráða mestu um afdrif félagsins og afköst: 1. Þeir, sem þarfnast hjálpar þess. 2. Það opinbera, bær og ríki. 3. Borgararnir almennt. Knýjandi þarfir borgaranna sjá félaginu fyrir miklu meiri barnafjölda á barnahæli þess, en hægt er að taka. Það opinbera, bær og ríki, hefir síaukið styrki til félags- ins. Og ekki hefir þriðji aðilinn, borgararnir, legið á liði sínu, því að segja má, að starfsemi félagsins hafi komizt á fót og þróast,- svo sem raun er á orðin, fyrst og fremst fyrir áhuga, framlög, og aðgerðir þeirra. Þér hafið heyrt; að heildargjöld félagsins hafi orðið rúm- ar 200 þúsund krónur síðastliðið ár. En vissuð þér þá, að af þessari upphæð lögðu Reykvíkingar til á sumarmálum í fyrra um 68 þúsund krónur (að vísu einnig “brúttó”). Á næstu sumarmálum mun koma í ljós, að félagið hafi varið til starfsemi sinnar árið 1943, sjálfsagt rúmlega 300 þúsund krónum. Þá verður og vitaður yðar hlutur. Forsætisráðherra eins stórveldis sagði á örlagastund þjóðar sinnar: „Fáið oss verkfærin. Vér munum vinna verkið“. Reykvíkingar! Nú segir „Sumargjöf" við yður: Gefið mér aðstæður, og ég mun vinna eftir megni. Gleðilegt sumar! Jsak Jónsson.

x

Barnadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.