Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Page 13

Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Page 13
BARNADAGSBLAÐIÐ 11 Guðrún G. Stephensen, kennari: Börnin á stríðstímum Mikið hefir verið talað um það rót, sem þessir stríðstím- ar hafi komið á líf manna hér á landi sem annarsstaðar. Við skulum nú athuga þau áhrif, sem börnin hafa orðið fyrir og hvort afstaða okkar fullorðna fólksins gæti ekki orðið til þess að styrkja öryggi þeirra. Við státum okkur af lýðræð- inu og menningunni, en ölum við börnin upp þannig, að þau verði betri borgarar og heilbrigðari menn en við ? Börnin heyra daglega umtalið um stríðið og „ástandið“. Yfir borðum hlusta þau á öfgakenndar fréttir um múgmorð og eyðileggingu. Sem betur fer taka ekki öll börn eftir þessu, en sum hafa orðið kvíðafull. Það má sjá á leikjum þeirra, að þau hafa orðið fyrir djúpum áhrifum. Þau áhrif, sem eru meir áberandi, koma í ljós, þegar loft- árásarmerki eru gefin. Fjöldi barna hefir vanizt þessu fljótt, en þau eru enn allt of mörg, sem verða gagntekin af hræðslu. Sveitadvölin á sumrin hefir haft í för með sér röskun á tilfinningalífi þeirra, því að víða hefir verið um að ræða skilnað við foreldra í fyrsta sinn og nauðsyn að samlagast gersamlega nýju umhverfi, sem hefir þó verið þeim fyrir beztu. Vandamálið í umgengni barna við setuliðið er erfitt við- fangs. Hermennirnir hafa gaman af börnunum og gleðja þau með sælgæti og tyggigúmmí. Það er leiðinlegt að sjá afleiðingar þess, þar sem fjöldinn allur af börnum hefir þann sið að heimta eða sníkja af þeim hvar sem þau hitta þá. Megum við eiga von á því, að krakkarnir hagi sér svona við alla útlendinga? Það er líka venjulegt, að börnin missi lyst á mat sínum, þegar þau nærast mikið á sælgæti milli máltíða. Húsnæðisvandræðin hafa snert marga barnafjölskylduna. Það er erfitt fyrir foreldra að halda uppi viðunandi heim- ilislífi fyrir börnin, vera skapgóð og þolinmóð, þegar hver er fyrir öðrum og regla á heimilinu verður að ganga úr skorðum. Börn þurfa að hafa mikið svigrúm og dálítið pláss út af fyrir sig, þó það sé ekki nema stofuhorn. Velgengni þjóðarinnar og sú tekjuhækkun, sem mörg fyrirvinna hefir fengið, hefir sín áhrif. Það hafa orðið skyndilegar breytingar á hag heimilanna, allsnægtir þar, sem áður var skortur, en oft nokkur valtleiki á. Menn hafa verið örlátari við börnin, en það er ekki síður vandi að veita þeim meir heldur en minna. Við viljum, að börnin alizt upp örugg gegn umheiminum, laus við ótta og hatur. Við viljum, að þau geti tekið breytingum án of mikilla trufl- ana. Við viljum, að þau hegði sér eins og börnum í frjálsu menn- ingarlandi sæmir, kunni að umgangast fólk. Við viljum, að þau fái að njóta heimilislífs, sem er þeim at- hvarf og ánægja. Við viljurn, að þau læri að meta á heilbrigðan hátt gildi pen- inganna og þeirra gæða lífsins, sem kaupa má. Eigum við þá ekki að forðast öfgakennt tal um hryllingar stríðsins, þegar börn heyra? Sjá um, að þau hafi eitt- hvað fyrir stafni meðan við hlustum á stríðsfrétt- irnar. Eigum við þá að láta sjálf bera á hræðslu við loftárásir, eða gera mikið úr þeim, þar sem börn eru sjaldnast hrædd, ef fólk umhverfis þau er rólegt? Eigum við þá ekki að sýna þeim fram á það með rökum, sem þau skilja og viðurkenna, hversvegna sælgætisofát er ekki hollt? Eigum við þá ekki að kenna þeim að umgangast alla ókunn- uga frjálslega og prúðlega? Eigum við þá ekki að vera þolinmóð og varast ónot og hávaða heima fyrir? Lofa börnunum að leika sér lengi úti á daginn og hreyfa sig mikið og stuðla þar með að því, að með kvöldinu komi rólegri viðfangsefni, sem þau geta dundað vjð fram að háttatíma. Eigum við þá ekki að kenna þeim, að þau verði að „vinna sér inn“ og safna fyrir því, sem þau vilja eignast, og að ef maður vill kaupa eiguverða hluti, þá þýðir ekki að sóa aurunum í óþarfa smámuni? Lofum þeim að meðhöndla þá aura, sem þau fá (helzt reglulega) og setja meirihlutann í sparibaukinn sjálf. Það verður að vana hyggins manns, sem getur borið ábyrgð seinna. „Sólskin" 1943 „Sólskin“, Ljóð og sögur, kemur nú út í 14. sinn. í því eru, í þetta sinn, sögur eftir ýmsa höfunda, frum- samdar og þýddar. Stjórn félagsins fékk Sigurð Helgason, rithöfund, til að safna efninu og sjá um útgáfuna. En Jónas Jósteinsson, kennari, mun stjórna sölu bókarinnar. Efni ,,Sólskins“ er bæði fyrir yngri og eldri börn. Og með því að þetta er eina barnabókin, sem kemur út fyrir sumardaginn fyrsta, mun mörgum þykja tilvalið að gefa börnunum hana í sumargjöf. „Sólskin" kostar í þctta sinii 5 kr. Merkjasalan Merkin verða seld frá kl. 9 árdegis, á annan í páskum. Þau verða afgreidd frá barnaskólunum þann dag, undir yf- irumsjón Bjarna Bjarnasonar, kennara. Verð merkjanna er tvær og fimm krónur. Þess er vænst, að menn sýni umburðarlyndi, eins og und- anfarið, þó að nokkurt ónæði þyki að merkjasölubörnunum. Sumargjöf selur ekki merki nema einu sinni á ári, og ágóð- inn af sölu þeirra hefir jafnan reynst henni giftudrjúgur. Gefið börnunum „Sölskinu í sumargjöf! Kaupið merkin! Sœkið skemmtan irnar!

x

Barnadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.