Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Blaðsíða 15

Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Blaðsíða 15
BARNADAGSBLAÐIÐ 13 sér sjaldnast grein fyrir því, hvers þeir sjálfir vænta af skólunum né heldur, hvers sanngjarnt er að vænta af þeim. Og auk þess glöggva menn sig ekki á því, hvert hlutverk skólunum er ætlað af hálfu ríkisvaldsins. Það er einnig kunn- ara en frá þurfi að segja, hversu skiptar skoðanir sérfræð- inga eru um skipan skólamála. Er nauðsynlegt að viður- kenna það jafnopinskátt og sannindi þau, er þeir hafa fund- ið eða staðfest í þessum efnum. Þrátt fyrir ýmsar nýjungar á sviði íslenzkra skólamála, búum við þar enn við skoðanir „upplýsingarstefnunnar", sem að uppruna eru eldri en breytingar þær á atvinnuháttum og þjóðlífi, er gerzt hafa um Norðurálfuna á síðastliðinni öld og á íslandi fyrst og fremst á þessari öld. Samkvæmt því höfum við fyrst og fremst gefið bóklegu námi gaum, þó að benda megi á ýmsar undantekningar. Ef athyglinni er beint að því, að þátttaka barna í heim- ilisverkum, er síðar urðu lífsstarf þeirra, er svo að segja horfin vegna breyttra atvinnuhátta, og heimilislífið hefir einnig tekið miklum breytingum fyrir sömu sakir, ætti að vera ljóst, að jöfn þörf er að gefa gaum aðstöðu einkaheim- ilisins í þjóðfélagi okkar og kröfum þeim, er breyttar að- stæður hljóta að gera til uppeldisstofnananna í landinu. í stuttu máli: Einkaheimilin eru þess ekki lengur umkomin að veita starfræna, félagslega og bóklega þjálfun sem áður fyrr. Almenningur og ríkisvald verður að skilja, að breyttar aðstæður krefja hér nýrra aðgerða. Menn greinir oft á um það, hvort ríkisvald, einstaklingar eða félög eigi að seilast til verkefna, sem heimilin fyrst og fremst ættu að leysa af höndum. En ágreiningsefnið er búið til, og annað-hvort-eða afstaða af þessu tagi er ekki raun- hæf. Við verðum fyrst og fremst að gera okkur grein fyrir því, að hve miklu leyti gerðar uppeldisstofnanir geta veitt heimilinu, hinni vöxnu félagsstofnun, bezta aðstoð og tekið að sér hlutverk þess, þegar þess gerizt þörf. Ef menn hug- leiða það, er að ofan greinir og rúmsins vegna er borið fram sem fullyrðingar án frekari rökstuðnings, og ef þess er einnig gætt, að þúsundir barna í landinu geta vart talizt eiga nokkurt heimili eða félagslega fullgilt athvarf, ætti að vera ljóst, að þörfin á uppeldisstofnunum, sem ekki eru fyrst og fremst bóklegar fræðslustofnanir, verður æ biýnni. Við höfum þegar öðlazt nokkra reynslu í þessum efnum, og margt má læra af öðrum þjóðum, því að þær hafa fyrr orðið að hefjast handa um þessi mál, þar sem breytingar á atvinnuháttum og um leið skipan uppeldisstofnana hafa gerzt fyrr en hjá okkur. En svo hagnýtist okkur einungis reynsla annarra, að við skiljum til fulls íslenzkar aðstæður. Um leið og ég ber fram þá skoðun, að fátt sé þjóð okkar mikilvæg- ara en að beina opnum augum að vaxtarkjörum ungmenna okkar, vil ég minna á, að æskureifur umbótavilji má ekki renna fram hjá því, er við eigum bezt í þeim efnum, og hann má ekki taka hið gerða fram yfir hið vaxna, að öðru jöfnu. Það fer alltaf betur að „vaða ekki út í vatnið, fyrr en maður veit, hvað það er djúpt.“ Broddi Jóhannesson. Styðjið starfsemi Sumargjafar GERIST FÉLAGSMENN! Heildaryfirlii yfir sfarfsemi Sumargjafar 1942 (Svigar 1941) Félagið starfrækti heimili allt árið, eða 365 daga (365). Starfsemi félagsins var sem hér segir: 1. Dagheimili í Tjarnarborg, ársstarfsemi aíla virka daga, hafði 302 starfsdaga (57, og á Amtmannsstíg 90). 2. Vöggustofa í Tjarnarborg, ársstarfsemi, 365 starfsdagar (54 og í Vesturborg 149).. 3. Vistarheimili í Vesturborg, ársstarfsemi, 365 starfsdagar (212). 4. Leikskóli í Tjarnarborg, jan.—apríl og okt.—des., alls 155 starfs- dagar (52 og á Amtmannsstíg 66). 5. Sumardagheimili í Grænuborg, júní—ágúst, starfsdagar 79 virk- ir (0). Starfsdagar þessara stofnana urðu því samtals 1266 (680). Á heimili félagsins komu alls 311 börn (262). Dvalardagar barnanna ufðu alls 24.922 (12.789). Þar af tilheyrðu leikskólanum 3386 dvalardagar, án fæðis (2109). Reksturskostnaður heimilanna varð alls kr. 131.245.12 (42.076.61). Meðlög og skólagjöld greiddust samtals kr. 81.363.52 (26.827.77). Reksturshalli heimilanna varð því alls kr. 49.881.60 (12.248.84). Aðstandendur barnanna hafa því greitt 62% (63.76%) að meðaltali af samanlögðum reksturskostnaði allra stofnana félagsins árið 1942. Heimilunum er hvorki reiknuð húsaleiga né kostnaður við búsáhööld eða leikföng. Viðhald og umbætur fasteignanna, ásamt opinberum gjöldum og fyrningum, nam alls kr. 15.160.53 (13.613.20). Tjarnarborg var afskrifuð úr 100 þús. niður í 75 þús. kr. (0.00). Viðbætur, viðhald og fyrning áhalda og leikfanga námu hinsvegar kr. 6.381.96 (4.314.96). Auk þess eru svo „ýms gjöld“ beint eða óbeint varðandi rekstur heimilanna (sjá ársreikningana). „Brúttó“-útgjöld allrar starfsemi félagsins árið 1942 urðu alls rúmlega 200 þúsund krónur (94 þúsund). Sumarmálasöfnunin varð „brúttó" kr. 67.857.05 (38.850.18). Bæjarstyrkur kr. 35.000.00 (10.000.00). Ríkisstyrkur kr. 15.000.00 (8.000.00). Félagsmenn voru í árslok 1942, 769 (666). Árið 1942 er 5. árið, sem félagið starfrækir dvalarheimili (nú fyrst úrfallalaus ársstarfsemi), 1. árið, sem það starfrækir ársdagheimili (áður tvö ár sérstakt vetrardagheimili og auk þess tvisvar með annari starfsemi í Vesturborg), 2. árið, sem það starfrækir vöggustofu (nú úrfallalaus ársstarfsemi), og þetta var 3. árið, sem það starfrækti leik- skóla, en 15. árið, sem það rak sumardagheimili (féllu niður 1941). Frá því að félagið hóf starfsemi sína og til ársloka 1942 munu 2.687 börn hafa verið á vegum þess í Reykjavík (2.376). Þess má svo geta, sem áður var á minnzt, að stjórn félagsins var í ráðum með borgarstjóra uni umbætur, nýbyggingar og útbbúnað á leikvöllum bæjarins. Þó að skýrsla þessi sýni, að Sumargjöf hafi haft allmikil umsvif og staðið fyrir nokkrum framkvæmdum til velferðar fyrir börn höfuð- staðarins á liðnu ári, þá er stjórn félagsins það vel ljóst, að þær fram- kvæmdir eru miklu minni en þyrfti að vera. En stjórn félagsins veit hinsvegar, að þetta er spor í rétta átt. Um það eru hinar aðkallandi þarfir borgaranna góður leiðarvísir. Og þetta mun öllum ljóst, sem félagið styðja. Að lokum vill Sumargjöf þakka ríkisstjórn og bæjarstjórn fyrir fjárhagslegan stuðning, blöðum og útvarpi fyrir góða samvinnu, og stofnunum, einstaklingum og félagsmönnum, — og öllum Reykvíking- um, eldri sem yngri, fyrir síauknar vinsemdir og drengilegan stuðning við áhugamál félagsins. Einnig' vill Sumargjöf þakka lækni heimilanna, hr. Óskari Þórðarsyni, og hr. Pétri Þ. J. Gunnarssyni, stórkaupmanni, og starfsliði hans fyrir vel unnin störf £ þágu félagsins. Síðast en ekki sízt ber að þakka forstöðukonum heimilanna og starfs- liði þeirra fyrir vel og dyggilega unnin störf, því að á þeim hafa hvílt áhyggjur dagsins og erfiði framkvæmdanna. Ritað í marz 1943. Fyrir hönd stjórnar Barnavinafélagsins Sumargjafar. ísak Jónsson.

x

Barnadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.