Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Blaðsíða 7

Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Blaðsíða 7
BARNADAGSBLAÐIÐ 5 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, blaðamaður: Bréf til formanns Sumargjafar Herra ísak Jónsson, kennari. Það eru bráðum liðin 20 ár síðan Sumargjöf var stofnuð. Ég hef frá upphafi fylgzt með starfi þessa félagsskapar og alltaf dáðst að honum og ykkur, sem hafið starfað fyrir hann af lifandi áhuga. Ég gleymi ekki þeim ákafa, sem þið voruð haldnir, Steingrímur Arason, Arngrímur Krstjánsson og þú, þegar þið kölluðuð okkur blaðamennina til ykkar í fyrsta skifti um það leyti, sem Grænaborg var að taka til starfa. i'-5 ! Og það var sannarlega þörf á því að efna til víðtæks starfs til hjálpar börnunum í Reykjavík. Þau höfðu verið vanrækt af hálfu hins opinbera, því að nú er af sú tíð, að enginn telji sér skylt að koma til hjálpar, þegar einstakling- urinn bregzt. Hún er gleymd og grafin, sem betur fer. Og ég hygg, að þið hafið ekki sízt skapað þann hugsunarhátt, sem nú er ríkjandi, að hið opinbera og öllum einstaklingum sameiginlega beri að veita hjálp, þar sem hjálpar er þörf, og þá ekki hvað sízt börnunum, sem eiga við erfið skilyrði að búa, erfið skilyrði, sem geta, ef engin aðstoð er veitt, kippt úr þroska þeirra, kyrkt hæfileika þeirra og gert þau að vandræðamönnum og konum í þjóðfélaginu. Þið voruð bjartsýnir þegar í upphafi. En ég hygg, að þrátt fyrir það, hafið þið ekki orðið fyrir miklum vonbrigð- um í starfinu. Ég veit, að það hefir oft verið erfitt, en það hefir mikið hjálpað, að íslendingar eru fljótir til, þegar þeir eru kvaddir til hjálparstarfs og stuðnings við gott málefni. Það hygg ég, að sé hægt að segja með sanni um þá, þó að mörgu öðru lofi sé kannske á þá hlaðið, sem ekki hefir við neitt að styðjast. Ykkur hefir líka orðið mikið ágengt, og ég veit, að íslenzka þjóðin fagnar því. Enginn getur í dag sagt um það, hversu geysilega mikla þýðingu það hefir fyrir framtíð þjóðarinnar, starfið, sem Sumargjöf hefir leyst af höndum — og nú breiðist óðfluga út um allt landið. En menn geta gert sér nokkra hugmynd um það, ef þeir hugsa sér, að Sumargjöf hefði ekki verið stofnuð, ef ekkert dag- heimili ykkar hefði komizt upp, ef engin sumardvalarstarf- semi hefði verið rekin, ef þið hefðuð enga dvalarstarfsemi haft fyrir börnin í þessum bæ. Annir lífsins eru margar. Sumir foreldrar kunna að taka þeim, aðrir kunna það ekki, eða geta það ekki. Ástæð- ur fólksins eru misjafnar. Þið hafið reynt að jafna lífsins gæðum milli barnanna — og þau fátækustu hafa fyrst og fremst notið hjálpar ykkar. Við færum ykkur þakkir fyrir þetta um leið og við þökkum öllum, sem hafa veitt ykkur aðstoð, einstaklingum og hinu opinbera, sem hafa stutt starf ykkar. Ég hygg, að fáar sumargjafir hafi íslenzka þjóðin fengið jafngóðar og félagið með sama nafni, sem þið stofnuðuð fyrir 19 árum. Nafnið er gott. Það er ríkur gróandi í hljómi þess. Það er gleði og fögnuður bundinn því. Engir fagna sumrinu, eins mjög og við íslendingar, sem búum í norðr- inu. Það höfum við gert um aldaraðir af skiljanlegum ástæð- um. Þegar sumarið kemur fyllumst við þrá eftir jörðinni, grósku hennai* og ilmi. Og börnin eru okkar sumar, okkar Sr. Jón Thorarensen: BÖRNIN OG DÝRIN Meðan ég átti heima í sveit, þá voru dvalarheimili' fyrir börn úr Reykjavík á sumrin þar eystra. Það voru barnaskól- arnir, að Flúðum, að Ásum og á Húsatóftum. sem notaðir voru til þess. Er þetta sjálfsagt, og ætti húsaleiga þessara heimavistarskóla, sem byggðir eru mest fyrir ríkisfé, aldrei að vera meiri en sú, sem svaraði viðhaldi fyrir þessa dvöl barnanna. Þessir staðir, sem ég minntist á, eru ágætir, þar leið börn- unum vel og var vel fyrir þeim séð eftir því, sem ég veit bezt. En eitt vantaði á þessa staði, sem gerði þá eyðilegri en umhverfið. Það voru dýrin. Fátt þroskar börnin betur, né vekur betri tilfinningar hjá þeim, en að kynnast þessum mál- lausu vinum, kynnast lundarfari þeirra, tryggð og mismun- andi eðli. Það er sá brunnur til samúðar og skilnings á lífinu yfirleitt, sem seint verður þurausinn, en gefur börnunum bezta meðvitund um sig sjálf og hvaða sérstöðu og ábyrgð vér höfum hér í lífi. Þessvegna þurfa börnin á þessum stöðum að fá að fara í réttirnar á vorin, þegar lambánum er smalað og ullin klippt af fénu, og þau þurfa öll að fá að koma á hestbak, helzt á vitrum, gömlum og geðgóðum hestum, sem farnir eru að letjast, en allt þarf þetta að vera með góðri umsjá, því engu má tefla í tvísýnu. Svo þurfa þau að fá að sjá kálfana, þegar þeir þamba úr döllunum, ranghvolfa augunum af lystinni og ánægjunni og hreyfa litlu fallegu halana eins og blæ- vængi. Þetta allt þurfa börnin að sjá og fá að kynnast, þar sem því verður við komið. Þá koma börnin úr sveitinni ríkari af reynslu og ánægju, geta sagt mömmu og pabba fleira markvert frá liðnu sumri, og skrifað svo stíla hjá kennurunum sínum að vetrinum, sem lýsa meiri þroska og hugsun. Guð gefi öllum börnum gott og farsælt sumar! fögnuður. Þau sjáum við vaxa, og allt, sem er ungt og vax- andi, ilmar af vori og nýjum fyrirheitum. 1 verstöðvum lándsins var fyrsti sumardagurinn fyrrum engin fagnaðarhátíð barnanna. Flest munu þau hafa fremur kviðið fyrir honum en hlakkað til hans. Nú er þetta breytt hér í Reykjavík og einnig víðast út um land. Nú er fyrsti sumardagur fagnaðarhátíð þeirra — og þú veizt, að við, sem eldri erum, hrífumst með. Við gleymum aldrei fagnandi barnaskaranum með fána sína á götunum hér í höfuðstaðn- um á sumardaginn fyrsta á undanförnum árum. Við verðum aftur ung. Við vildum svo fegin mega hverfa inn í fylking- arnar og fá að syngja með. En af því að við getum það ekki, reynum við að hlýða kalli ykkar og hjálpum hver eftir sinni getu til þess að gera lífið fegurra fyrir börnin, til þess að gefa þeim tækifæri til að njóta friðar og starfs á grænni jörð, burtu frá malbiki og erli dagsins anna — undir ykkar handleiðslu, sem viljið starfa fyrir þau og leiðbeina þeim bg hafið gert það með svo góðum árangri. Þinn einlægur Vilhjálmur S. Vilhjálmsson.

x

Barnadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.