Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Blaðsíða 9

Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Blaðsíða 9
BARNADAGSBLAÐIÐ 7 Frú Rakel P. Þorleifsson, Ijósmóöir: Barnið er lífið og framfíðin Hún kom neðan veginn, hún Sigga litla. Hún átti í miklu basli með systkinahópinn. Þau voru öll hvert öðru yngra og voru á leiðinni heim til sín frá dagheimilinu. Langerfiðast var þó að basla við hann litla bróður, sem var tæpra tveggja ára og hreint ekki styrkur í fótunum eftir strit og erfiði dagsins. Það var ekki nema von, að hún tæki leiðina í nokkr- um áföngum, hún Sigga litla. „Haltu áfram, og ég skal gefa þér blóm, sagði hún einatt við litla bróður“. Þau voru ekki stór, blómin í vegbrúninni, ef hún Sigga litla fann þau ekki. Þessir litlu blómhnappar höfðu ekki neitt lítið kætandi i áhrif á litla bróður. Hann sneri höfðinu skökku við og ein- blíndi í hægri lófann, sjálf tók Sigga litla í þann vinstri og dró hann af stað, og þannig hurfu þau upp eftir veginum. Þessi skiman hennar Siggu litlu eftir blómum endurtók sig allt sumarið. Húmhafði það til á stundum að skjótast inn fyrir hliðið, ef hún sá engan í garðinum, og reka nefið í út- sprunginn rósarhnapp, sem stóð þar skammt fyrir innan. Og það var unun að horfa á þessa telpu skoða blóm. Hún sleit á stundum af eitt og eitt, en hún gerði það sízt til þess að fleygja því, eins og svo oft vill verða. Nei, þegar hún nam af einn og einn rósarhnapp með litlu fingr- unum sínum, skoðaði hún hann i krók og kring, fletti honum í sundur og athugaði með frábærri eftirtekt, stakk síðan öllu saman ofan gegnum hálsmálið, inn á brjóstið á sér, og þaut af stað. Nú eru þrjú ár liðin, síðan ég sá hana Siggu litlu. En um páskaleytið í tfyrra var barið að dyrum, og úti stend- ur lítill hnokki í bláum nankinsbuxum og segir: Áttu nokk- uð bjóm? Það vildi svo vel til, að í tilefni af hátíðinni áttum við nokkrar áriklur, og stakk ég, með fögnuði, einni þeirra í lófa hans. Þetta var hann litli bróðir. Hann flýtti sér í burtu allt hvað hann gat. Nú er hann líklega fjögra—fimm ára, en ekki veit ég, hvað hann heitir, né hvar hún á heima, hún Sigga litla Vilmundardóttir. — En þau eru svo mörg þessi systkin okkar, sem vantar blóm. Við skulum því gera það, öll, bæði yngri og eldri, að rétta börnunum blóm. Blóm í orði, blóm í auga, blóm í brosi og blóm í hendi, blóm á veg- inn, sem enn er ógenginn, svo að lífsgleði þeirra megni að láta raunir og mótdrægni verða til þroska og göfgunar. Hjónabönd hafa frá öndverðu verið grundvallarskilyrði fyrir traustu þjóðfélagi, og það er hamingja barnanna að njóta samvista beggja foreldra sinna, sem í hvívetna vilja vanda framkomu sína með það jafnframt fyrir augum, að börn þeirra njóti hinna æskilegustu áhrifa og verði hin drengilegustu í sambúðinni við aðra menn. Fyrir slíkum foreldrum vakir ekki nein hámarkstala systkinanna. Því börn eru ríkidæmi, þau eru framtíð þjóðfélagsins, þau eru brynja þess og skjöldur. Það er ekki einungis af ást okkar til barnanna, heldur er einnig skylda okkar gagnvart fósturjörðinni, að við skilum henni hraustum sonum og gæfusömum dætrum. Ég er svo lánssöm að hafa oftsinnis verið vottur að þeirri lotningar- fullu, þögulu hamingju, sem margir foreldrar hafa orðið snortin af, er þau þrýstu að barmi sér í fyrsta sinn litla ný- fædda hvítvoðungnum, já, hamingju í hvert sinn, sem þeim hefir bætzt eitt og eitt í hópinn. Handa þessum foreldrum, handa öllum foreldrum, — eiga íbúðir okkar að standa opnar fyrst og fremst, því að hvers virði er húsið, ef barnið er ekki til, sem á að búa í því? Það er vissulega dapurt, en engu að síður hefir mikill fjöldi barna lítið eða ekkert af foreldri að segja. Sumar ástæður til þessa eru óviðráðanlegar. — En hvort sem þú ert faðir eða móðir og hefir notið við foreldra þinna eða fóst- urforeldra, þá settu þig í spor barnsins þíns og reyndu að gera þér grein fyrir því, hvers það fer á mis við að vera rofið úr þeim tengslum, sem því voru ásköpuð. Geri það enginn í gáleysi að skilja vegu foreldra og % barna. Þeir eru margir hugsjónamennirnir um víða veröld, sem af einskærri ást og kærleiksþrá hafa gefið þessum munaðar- lausu börnum hjarta sitt og auðæfi, auðæfi sem oft þraut fyrr en rúm hjartans varð fyllt. Menn með slíkt hjartalag og hæfileika eru einnig hér, enda er og þörfin brýn fyrir þá. Ég hef tekið eftir konu á starfssvæði Sumargjafar, sem ávallt var með faðminn fullan af hamingjusömum börnum, sem fundu næringu í því að vera í návist hennar. Slíkir uppalendur hafa alveg sérstakt tækifæri til þess að finna börnunum markmið og leiðir. Það er á þeirra valdi að láta góðu frækornin dafna. Þá fyrst er sem hugsjónir þeirra mannvina rætist, sem ótrauðast hafa unnið að uppeldis- og framkvæmdarmálum Sumargjafar, er þeim verður kleift að annast að öllu leyti um uppeldi þeirra barna, sem geta ekki af einhverjum ástæð- um notið sinna við, og það allt þar til þau eru fullveðja manneskjur og fær til hvers sem er í þjóðfélaginu. Skyldur mannfélagsins eru allra mestar við börn, sem njóta ekki foreldra sinna, því að: „Enginn gera að því kann út af hverjum fæðist hann, en mest það hverjum einum er, ef hann sæmd og prýði ber. Rakel P. Þorleifsson. Sumarmá/asöfnunin og háfíðahöldin „Sumargjöf" efnir nú til fjársöfnunar og hátíðahalda í tuttugasta sinni, síðan fél. var stofnað. Nokkrum óþægind- um hefir það valdið undirbúningsnefndinni, að fyrsta sum- ardag ber nú upp á skírdag. Ekki þótti fært, að efna til há- tíðahalda á svo háhelgum degi, þó að sú hefð væri komin á, að félagið hefði jafnan haft sumardaginn fyrsta, og helgað börnunum hann, og nokkur hætta gæti verið falin í því að þurfa að breyta út af þeirri venju. Þess er þó að vænta, að fyrir góðvilja fólksins og vinsældir Sumargjafar koift þetta ekki að sök. Nú verður tilhögunin sú, að ,,Sólskin“ verður selt síð- asta vetrardag og afgreitt frá barnaskólunum þann dag frá kl. 9—6. ,,Barnadagsblaðið“ verður hinsvegar selt og afgreitt frá barnaskólunum á laugardaginn fyrir páska, frá kl. 9—4. Á annan í páskum verða merkin seld og afgreidd frá barnaskólunum allan daginn. Á þriðja í páskum verða svo aðalhátíðahöldin, eð* skemmtanirnar fyrir börnin. Er ráðlegast fyrir aðstandend- ur barnanna að átta sig fljótt á því, hvar þeir ætla að láta börnin skemmta sér, því að aðgöngumiðarnir seljast jafnan upp á svipstundu.

x

Barnadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.