Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Qupperneq 3

Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Qupperneq 3
BARNADAGSBLAÐIÐ ÚTGEFANDl: BARNA VIN AFÉLAGIÐ SUMARGJÖF „BARNADAQSBLAÐIГ KEMUR ÚT FYRSTA SUMARDAG ÁR HVERT - RITSTJÓRl: ÍSAK JÓNSSON 10. tölublað 1. sumardag 1943 Drjú Ijóð og einn lítill fugl Senn vorar — fyrir þá, sem ennþá unna, og enginn getur sagt, að það sé lítið, sem vorið hefur fœrzt í fang, og skrítið hvað fljótt því tekst að safna í blóm og runna. Og listamenn með litakassa og bretti labba sig út í náttúruna að mála. En ungu blómin drekka dögg og skála til aýrðar sínum yndislega hnetti. Ég þekki líka lœk hjá bláum vogi, lítið og glaðvœrt skáld, sem kauplaust syngur í vísnabœkur vorsins hugljúf kvœði. Og spölkorn fyrir utan, upp með Sogi, er ÓSinshani, lítill heimspekingur, sem ég þarf helzt að hitta í góðu nœði. II. Hvað er að frétta, heillavinur minn? — Hér hef ég komið forðum mörgu sinni, og öll mín fyrstu óðinshanakynni áttu sér stað við grœna bakkann þinn. Þá bjuggu hérna einstök heiðurshjón, háttvís og prúð, og það er lítill vafi, að þetta voru amma þín og afi. En hvað þið getið verið lík í sjón! Og gott er ungum fugli að festa tryggð við feðra sinna vík og geyma í minni bernskunnar söng, sem foss í fjarlœgð þrumar. Og megi Drotíinn blessa þína byggð og börn þín lifa sátt á œttleifð þinni, fugl eftir fugl og sumar eftir sumar! III. Ó, litli fugl, þú lœtur einskis spurt? Langar þig ekki að heyra, að veröld þín var eitt sinn líka óskaveröld mín? En af hverju varð ég að fara burt? Hér gleyma ungir dagar stund og stað, og stríðið virðist enn svo íjarlœgt þeim. Hvað varðar líka óðinshanaheim um Hitler, Túnis eða Stalingrað? Og hvernig œtti einn fugl við lygnan fjörð að festa sér í minni degi lengur þann heim, sem leggur úlfúð í sinn vana? Og Drottinn veit, ég vildi að slíkri jörð sem vorri, yrði breytt, fyrst svona gengur, í bústað — fyr/r börn og óðinshana! Tómas Guðmundsson.

x

Barnadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.