Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Side 14

Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Side 14
12 BARNADAGSBLAÐIÐ Frú Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, skáldkona: Börnin og skógræktin Er ekki hægt að láta hina stóru hópa barna, er hafa sumardvöl í sveit, hjálpa til að klæða landið skógi? — Þessi spurning hefir komið mér aftur og aftur í huga síðástliðin sumur, er ég hefi á ferðalagi séð stærðar hópa stálpaðra barna ærslast og leika sér umhverfis héraðsskóía og aðra dvalarstaði. Þarna er mikill kraftur, bæði andlegur og líkam- legur, er fer marga stund út í veður og vind. En er ekki hægt að beina þessum krafti í ákveðinn farveg? Er ekki hægt að vekja löngun hjá þessum fjörmiklu flokkum til þess að láta eitthvað eftir sig liggja að sumrinu loknu — vekja ást og virðingu fyrir jörðinni, er hefir tekið þá í sumarfaðm — og löngun til þess að launa fyrir sig? Ég hygg, að þetta væri framkvæmanlegt. Vil ég nú beina orðum mínum til þeirra, er fara með málefni sumardvalarbarna og biðja þá að athuga möguleikana fyrir þessu áhugamáli mínu. Ef ræktunai'starf barna kæmist á, væri margt unnið í senn: Gagnsemi og fegrun landsins, áhugavakning fjölda banxa fyrir nytsemi og unaðssemd ræktunar og ást og þakkr læti til móður moldar — hæfni til þess að vimxa saman að því, senx allir eiga að leggja hönd að og njóta sameiginlega. — Mætti þá um leið fræða börnin um þá, sem mest og bezt hafa unnið að ræktun landsins og kenna þeim ljóð og lög um starfið, sem þau eru að inna af höndum og þá, sem gerzt hafa brautryðjendur við ræktun lýðs og lands. í þessu sam- bandi koma mér fyrstir í hug þeir Eggei't Ólafsson og séra Björn í Sauðlauksdal. Væri unun að heyra barnahópana syngja: „'Undir bláurn sólar sali“, með hinu indæla lagi Kaldalóns :— eða vita til þess, að allur skarinn væri búinn að læi'a vísur Bjöi'ns Halldórssonar: „Æfitíminn eyðist“. Hugkvæmum kennurum og eftirlitsmönnum barnanna myndu opnast ótal leiðir til fi'æðslu við þannig lagað starf. Bið ég góða nxenn að taka þetta til athugunar og fram kvæmda nú þegar, svo að næsta sumar mætti eitthvað ávinn- ast í þessu efni — og helzt sem allra mest. HVAÐ Á ÉG AÐ VERÐA? (Fi’amh. af bls. 4). I útlöndum hafa menn leitazt við að leysa þessi mál og hvorki sparað tíma né fé, svo þýðingarmikil þykja þau þar. Til þess hafa verið gei'ðar tilraunir svo þúsundum skiptir á ungu fólki til þess að finna, hvei'nig pi'ófa megi hæfileika einstaklingsins, og úr þessu hefir svo skapast einskonar pi'óf. En heildarútkoma þeii'i'a gefur góðar bendingar um, hvex’t hæfileikar unglingsins hneigjast helzt. Pi'ófin eru í aðalat- riðurn fólgin í því, að fyi'st eru skynfæri, líkamsbygging og heilsa athuguð, síðan konxa allskonar pi'óf til þess að pi'ófa viðbrögð og samstarfshæfileika við ýms skilyrði, þá eru pi’ófaðferðir til að sýna hugkvæmni og haixdlagni. Svo er próf andlegs eðlis, sem prófa andlegan þroska (þroskaald- ur). Útkoma pfófaixixa er svo tilkynnt foreldrunum, útskýrð fyrir þeirn og yísbendingar gefnar um það,.h.vað leggja megi Dr. Broddi Jóhannesson: Tímarnir breytas4 „Þessi námsmær kunni handtökin á öllum skepnum, sem heitt blóð eða kalt, vissi eðli þeirra lífs og dauðra, en hún hrærast á ströndum íslands og í hafi þess, hvort þau hafa gat því miður ekki svarað út úr einföldustu spurningum í náttúrufræðinni. Sú þoka var ekki til á tugum fjalla og heiða, að hún færi vegai'vill í smalaferð, hún þekkti örnefni smæstu staða, ekki aðeins í landareign föður síns, heldur vítt um sveitir, eyðilönd og afrétti, nöfn á hólum, dældum, lækj- um, mýi'um, keldum, móum, börðum, fjái'húskofum, tótta- brotum, klettum, steinum, fjallatindum. Á sama hátt voru henni kunn fiskimiðin, en að hægt væri að troða inn í koll- inn á henni einföldustu atriðum landafi'æðinnar, því fór víðs fjarri.“ (Halldór Kiljan Laxness, Fegurð himinsins, bls. 47). Öllu gerr verður ekki lýst muix á árangri náms, er vinnst í stai'fi daglegs lífs og skólastofunni. Islenzk alþýða hefir löngum læi't handtök á skepnum og tækjum í stai’fi heimilis- ins, en það var fram á síðustu ár aðalverkstöð íslenzkra manna. Bóklærðir urðu þeir einnig á heimilinu. Það er ó- þarft, þó að verið geti ffjósamt að öðru leyti, að deila um það, hvort íslenzkt heimili hafi getað veitt ungmennum sínum sæmilega og nauðsynlega menntun og mönnun á liðnum tím- um. Þau gei'ðu það svo, að við mátti una. íslenzkum ungling- um var nauðsyixlegra að vita veg sinn í smalafei’ðum en kunna nöfn á fjöllunx Asíu. Ratvísi þeix-ra þjálfaðist við erf- iðleika nauðsynlegs starfs, en ekki gervistai’fs, og báru þeir sjálfir á því fulla ábyrgð og skildu gildi þess. En þó að menn geti orðið sammála um að íslenzk heimili hafi á liðnum tímum verið þess umkomin að veita böi'num sínum þá mönnun og menningu, félagslega, vei'klega og bóklega, sem við mátti una, eru allar aðstæður nú mjög bi'eyttar. Ekki er ótítt, að íslenzkum fi’æðslustofnunum sé fundið mai’gt til foi’áttu. Sá dómur er almennui’, að unglingarnir komi þaðan illa að sér og illa menntir. Bæði er mönnum full- tanxt að sjá það eitt, er miður fer, en auk þess gex’a menn upp úr pi'ófununx. Á þennan hátt sparast oft rnikill tími og erfiði, og færri og færri ættu að lenda á rangri hillu. Jafn- vel í litlu þjóðfélagi eins og okkar íslendinga er það nauð- synlegt, að engir kraftar fari fox’görðum og hvei't sæti sé ávallt skipað sem hæfustum mönnum. Það er því æskilegt, að innan skamms tíma komist hér á fót stofnun, sem hefði slíkar í'annsóknir með höndum og gæfi foi'eldrum leiðbeiningar um það, hvað börn þeii’ra gætu orðið. Það væri eðlilegast, að Háskóli íslands hefði þessa stofnun innan sinna vébanda, vegna þess, að þar verða vonandi hæg heimatökin með menn og verkfæri til slíkra rannsókna. Unglingar yi'ðu aðallega ramxsakaðir á aldrinum 16 til 18 ára, og öllum væri algjörlega frjálst, hvort þeir létu rannsaka börix sín eða ekki, en i'eynslan myndi brátt kenna fólki, að hér væri fundin góð hjálp í einu þýðingarmesta vandamáíi ungu kynslóðarinnar. Úlfar Þórðarson.

x

Barnadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.