Morgunblaðið - 12.08.2022, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
Kvikustrókar eldgossins í Meradöl-
um hafa verið að hækka og gígrim-
ar um miðbik sprungunnar að
stækka. Annars hefur virknin hald-
ist nokkuð stöðug, að því sem fram
kemur í tilkynningu frá eld-
fjallafræði- og náttúruvárhópi Há-
skóla Íslands. Hraunflæði til norð-
urs í vel afmörkuðum rásum er
ráðandi.
Búist er við suðvestan- og
vestanátt vinds í dag. Eru því líkur
á að gasmengun berist til austurs
og norðausturs. Gasmengunar gæti
því orðið vart í Ölfusi og á
höfuðborgarsvæðinu.
Við gosstöðvarnar getur gas-
mengun alltaf farið yfir hættumörk.
Mengunin leggst undan vindi og því
er öruggast að horfa til eldgossins
með vindinn í bakið.
Almannavarnir vara við því að í
hægviðri geti gas safnast fyrir í
lægðum. Þá stjórnast vindafar af
landslagi og gas getur verið yfir
hættumörkum langt upp í hlíðar.
Þá þurfa áhorfendur að færa sig
upp á fjöll og hryggi.
Tvær vikur versta sviðsmyndin
Magnús Tumi Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur segir erfitt að
setja fram tímasetningar um hve-
nær hraunið úr eldgosinu geti kom-
ist að Suðurstrandarvegi. Um fjórir
kílómetrar eru frá skarðinu í
Eystri-Meradölum og að veginum.
„Hægt er að setja upp sviðs-
myndir og það er eðlilegt að skoða
þær til þess að vera við því búinn
en það er ekki þar með sagt að það
raungerist varðandi tíma.
Það hefur verið nefnt að það
gætu þess vegna verið tvær vikur
þar til hraun berst að Suðurstrand-
arvegi, þá er það versta sviðs-
myndin.“
Engu að síður telur hann líklegra
að það muni taka lengri tíma.
„En það er ekki hægt að fullyrða
neitt,“ segir Magnús.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldgos Það svíkur engan, sjónarspilið í Meradölum sem er orðið rúmlega viku gamalt. Virkni gossins hefur haldist nokkuð stöðug og hraunflæði til norðurs í vel afmörkuðum rásum er ráðandi.
Betra að standa með vindinn í bakið
- Eldgosið heldur ótrautt áfram og mögulegt að hraun nái að Suðurstrandarvegi á tveimur vikum
- Gasmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu og í Ölfusi í dag vegna vindáttar
Brekkan Það var þjóðhátíðarstemning í brekkunni við eldgosið í gær. Grill Það er ekki seinna vænna að einhver nýti varmann til gagns.
Leið sem hraun
gæti runnið til
suðurs
G
ru
n
n
ko
rt
/L
o
ft
m
yn
d
ir
eh
f.
Fagradals-
fjall
Stóri-
Hrútur Sandfell
Höfði
La
ng
ih
ry
gg
ur
Le
gg
ja
br
jó
ts
hr
au
n
Nátthaga-
kriki
N
át
th
ag
i
Geldingadalir
Meradalir
Suður
strandarvegur
Gossprungan
í Meradölum
Gönguleiðin að
Meradölum
Leið sem hraun úr
Meradölum gæti
runnið til suðurs
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Bannað er að fljúga fisflugvélum
yfir eldgosið í Meradölum, sam-
kvæmt fyrirmælum frá Samgöngu-
stofu. Þetta segir Grettir Gautason,
staðgengill upplýsingafulltrúa
Isavia.
Ekki stendur til að setja flugi yfir
gosinu frekari takmarkanir, að sögn
Sigfús Þórs Sigmundssonar, stað-
gengils samskiptastjóra Samgöngu-
stofu.
Flug á vegum stjórnvalda nýtur
forgangs þar sem það er í þágu al-
mannavarna og vísinda, að sögn Sig-
fúsar.
„Vegna eldgossins má búast við
reglubundnu rannsóknarflugi flug-
véla og þyrlna á vegum stjórnvalda
við eldstöðina,“ segir Sigfús.
Þá verða svæði yfir gosstöðvunum
skilgreind sem hættu- eða hafta-
svæði fyrir starfrækslu flugvéla og
þyrlna eftir þörfum hverju sinni.
Þá verður bannað að fljúga drón-
um yfir gosið á ákveðnum svæðum.
Samhliða því verði skilgreint á
meðan rannsóknarflug fer fram, ef
þörf krefur.
„Okkur hafa ekki borist ábend-
ingar um brot á þessum reglum síð-
an þessi herferð fór af stað og ger-
um ekki ráð fyrir að grípa þurfi til
verulegra takmarkana eða banns
við drónaflugi við eldstöðina. Við
munum þó áfram fylgjast grannt
með gangi mála,“ segir Sigfús í lok-
in.
Bannað að fljúga
fisvélum yfir gosinu
- Stendur ekki til að leggja frekari bönn
ELDGOS Í MERADÖLUM