Morgunblaðið - 12.08.2022, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
20árGottverðfyriralla í
2002–2022
Alvöru þakrennur
sem endast!
Frábært
verð!
20%
AFMÆLISAFSLÁTTUR
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Eins og verið hefur í umræðunni
lengi er mikill læknaskortur á land-
inu og álag eftir því mikið á lækna-
stéttinni. Hvort sem talað er við sér-
fræðinga á höfuðborgarsvæðinu eða
úti á landi ber allt að sama brunni;
heilbrigðiskerfið er rekið á lágmarks-
afla og menn hafa
áhyggjur af fram-
tíðinni. Nýjar töl-
ur frá Lækna-
félagi Íslands
sýna að 1.659
læknar starfa á
Íslandi í dag, en
stéttin er að eld-
ast og strax farið
að sjá mikla þörf á
nýliðun. Athygli
vekur að rúmur
þriðjungur íslenskra lækna, eða 841,
skilar sér ekki heim eftir sérfræði-
nám og starfar erlendis. Hvað veldur
því að svo stórt hlutfall íslenskra
lækna snýr ekki heim eftir sérfræði-
námið? Steinunn Þórðardóttir, öldr-
unarlæknir og formaður Lækna-
félags Íslands, segir margar ástæður
geta skýrt þessa stöðu.
Engar verklýsingar
„Ég tók eftir því þegar ég starfaði í
Svíþjóð hvað búið var að straumlínu-
laga vel allar verklýsingar á spítalan-
um. Þar var ég bara nýtt í læknastörf
og ekkert annað og aðrar stéttir nýtt-
ar í verkefni sem pössuðu við þeirra
sérþekkingu. Þetta kerfi virkar mjög
vel og með því fæst meira út úr hverj-
um lækni, og það er mun hagkvæm-
ara.“ Hún segir að verklýsingar
lækna séu yfirleitt ekki til staðar hér-
lendis og engar skilgreiningar á því
hvað sé eðlilegt hámarksálag á hvern
lækni. Þannig gangi nýir læknar inn í
mjög óljóst kerfi þegar þeir ráða sig
og stöðugt bætist ný verkefni við sem
ættu sum hver augljóslega betur
heima hjá öðrum fagstéttum.
„Ég er öldrunarlæknir sjálf og
vinn mikið með eldra fólk. Það fer oft
mikill tími í hluti sem ættu ekki að
vera á mínu borði, eins og t.d. skil-
greiningar á því hvað heimilisþrif
skjólstæðings eigi að innihalda og
hvort það eigi að þrífa ísskápinn líka?
Á sama tíma er langur biðlisti til okk-
ar. Það hlýtur að vera hægt að gera
þetta betur,“ segir hún og bætir við
að það þurfi að endurhugsa þetta
skipulag og láta lækna sinna meira
verkefnum sem tengjast þeirra sér-
hæfingu og láta önnur verkefni til
annarra heilbrigðisstarfsmanna.
„Það er ekki spurning að það myndi
líka vera fjárhagslegur ávinningur af
því, svo ekki sé talað um meiri skil-
virkni.“
Engir samningar frá 2018
Annað sem Steinunn nefnir sem
ástæðu þess að íslenskir læknar eru að
skila sér illa heim úr sérnáminu er
langvarandi samningaleysi við sér-
fræðinga á stofum. „Það er líka ákveð-
ið viðhorf sem endurspeglast í því að
semja ekki við þessa lækna. Maður
upplifir sig ekkert mjög velkominn í
þetta umhverfi sem nýútskrifaður sér-
fræðilæknir.“ Hún segir að tölfræðin
sýni líka að þjónusta sjálfstætt starf-
andi lækna sé mjög hagkvæm. „Það
fer u.þ.b. 5% af fjármagni heilbrigð-
iskerfisins í þessa þjónustu en það eru
alveg ótrúleg afköst í þessum geira.
Það eru hundruðir þúsunda koma til
sjálfstætt starfandi sérfræðinga ár-
lega og þessi starfsemi ver einnig hina
hluta kerfisins fyrir of miklu álagi, eins
og heilsugæsluna og sjúkrahúsin.
Þannig að ef vegið er of hart að þess-
um geira þá eykst álagið á aðra hluta
heilbrigðisþjónustunnar að sama
skapi.“
–Svo er það spurningin um alla
þessa löngu biðlista í kerfinu.
„Í því sambandi má sem dæmi
nefna þetta langa samningsleysi við
Klíníkina um liðskiptaaðgerðir og þar
sem frekar er verið að senda fólk út
til Svíþjóðar í aðgerð, þótt kostnaður-
inn við það sé miklu meiri. Ég hef
aldrei fengið neina rökræna skýringu
á því að okkur sem samfélagi sé betur
borgið með þessu fyrirkomulagi.“
Komið tvöfalt kerfi
Steinunn segir að meðan stjórn-
völd semji ekki við sérfræðinga þá
lengist biðlistarnir eftir liðskiptum.
„Og það er ekkert grín að bíða með
svona verki, kannski árum saman og
mikil skerðing á lífsgæðum. Svo er
þessi staða búin í reynd að skapa tvö-
falt kerfi, því þeir sem hafa efni á því
hafa verið að borga sjálfir fyrir að-
gerðir fullu verði og losna þá við bið-
listana. Hinir, sem hafa ekki efni á því
þurfa að bíða því hið opinbera tekur
ekki þátt í þessum kostnaði.“
– Er þá þessi tregða við samninga
að búa til tvöfalt kerfi?
„Já, hún býr til þá niðurstöðu, þótt
það hafi eflaust ekki verið hugmynd-
in. Það sama má segja um samnings-
leysið við sérfræðilækna á stofum.
Þeir eru með rekstur og starfsfólk,
sem hefur fengið sínar launahækkan-
ir eins og kjarasamingar gera ráð fyr-
ir og því hafa komugjöld verið hækk-
uð til að standa undir rekstrinum.
Þessar hækkanir fara bara beint á
sjúklingana því það er ekki samið um
greiðsluþátttöku hins opinbera. Það
hefur ekki gerst síðan 2018.“
– Hvað með gagnrýni um skort á
upplýsingum frá einkastofunum og
hvaða þjónustu ríkið sé að kaupa?
„Við eigum að vera með öflugt eft-
irlitskerfi og þar er náttúrulega land-
læknisembættið lykilaðili í að fylgjast
með gæðum þessarar þjónustu sem
verið er að veita. Ef svona spurningar
vakna þarf bara að skoða það.“
Samkeppnin um vinnuafl
Steinunn segir að þriðji þátturinn
sem gæti skýrt lítinn áhuga lækna að
snúa heim sé skorturinn á fjölbreyti-
leika í starfsumhverfi lækna. „Það er
bara eitt háskólasjúkrahús hérlendis
og það hefur barist í bökkum í árum
saman. Það er ekki nógu vel búið að
Landspítalanum til að hann geti stað-
ist samkeppnina við erlend háskóla-
sjúkrahús um vinnuafl af krafti.“
Hún segir líka mikilvægt að nýir
læknar sjái fram á virkni í fræða-
störfum. „Það er þáttur sem margir
læknar vilja geta sinnt, enda rann-
sóknir í þeirra fagi mikilvægar.
McKinsey skýrslan dregur upp mjög
dramatíska mynd af stöðu vísinda á
Landspítalanum. Við höfum farið úr
því að vera fremsta háskólasjúkra-
húsið í vísindum samanborið við hin
Norðurlöndin í kringum 2002 yfir í
það að fara algjörlega niður á botn-
inn. Ein af grunnstoðunum í okkar
starfi er að stunda vísindi og rann-
sóknir og þegar tækifærin til þess
eru hverfandi er það mjög fælandi
fyrir fólk.“
Stór hluti lækna vinnur erlendis
- Margar ástæður fyrir því að íslenskir læknar snúa ekki heim - Mikið álag og illa skilgreint verksvið
- Engir samningar við sérfræðinga - Tvöfalt heilbrigðiskerfi - Tapa samkeppninni um vinnuaflið
Morgunblaðið/Þorkell
Vinnustaðurinn Er Landspítali – háskólasjúkrahús að tapa samkeppninni um hámenntaða sérfræðinga til erlendra
háskólasjúkrahúsa vegna álags, skorts á möguleika á fræðistörfum og skorts á samningsvilja við sérfræðistofur?
Steinunn
Þórðardóttir
Ekki eru enn öll kurl komin til graf-
ar varðandi framtíð Myllubakka-
skóla í Reykjanesbæ eftir að mygla
fannst í honum. Bæjarráð er sam-
mála um að skólinn verði lagaður og
komið í kennsluhæft ástand en tví-
sýnt er hvort hann verði stækkaður.
„Við erum að funda um þetta.
Það má segja að verkefnið skiptist í
tvennt: Fyrri hlutinn er að laga
skólann eins og hann er og gera
hann þannig úr garði að það sé
hægt að kenna. Hinn hlutinn er
spurningin um hvort við eigum að
stækka hann.
Við erum sammála um hið fyrra,
en varðandi síðari hlutann þurfum
við lengri tíma til þess að velta því
fyrir okkur,“ sagði Kjartan Már
Kjartansson bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar að loknum bæjarráðsfundi.
Hann segir bæjarráð hafa tvö til
þrjú ár til að ákveða hvaða leið
verði farin. „Það verður bara gert í
rólegheitunum.“ Bætir Kjartan við
að á næstu vikum megi svo vænta
nákvæmari fjárhagsáætlunar fyrir
viðgerðarhlutann en í fundargerð
frá því í gær segir að upplýsingar
fyrir þá kostnaðaráætlun verði lagð-
ar fyrir fund bæjarráðs 25. ágúst
nk.
Hvernig verður kennslu háttað,
nú þegar skólastarf hefst?
„Í þeim hluta sem hægt er að
nota. Yngri árgangarnir eru annars
vegar í skólahúsnæðinu eins og það
er núna og búið að laga, og lausum
kennslustofum á skólalóðinni,“ sagði
hann og bætti við að eldri nem-
endur yrðu síðan í Íþrótta-
akademíunni. „Það eru rými þar
sem hægt er að nota.“ Ekki náðist í
Margréti Sanders bæjarfulltrúa
minnihlutans við vinnslu fréttarinn-
ar. ari@mbl.is
Hægt verði að
kenna í skólanum
- Skólinn lagaður svo kennt verði
Bær Yngri nemendur verða í skóla-
húsnæðinu og í skúrum.