Morgunblaðið - 12.08.2022, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú eru innan
við þrír
mánuðir
þar til kjarasamn-
ingar taka að
renna út í hrönn-
um. Engar kröfu-
gerðir hafa enn
verið birtar og engar þreif-
ingar, hvað þá samninga-
viðræður, hafnar, það vitað er.
Það eitt er áhyggjuefni, en
ekki þó síður dæmalaus hark-
an í átökum verkalýðsforyst-
unnar, sem gefur ekki góð fyr-
irheit um sáttfýsi og
samningsvilja hennar í haust.
Átökin í verkalýðshreyfing-
unni hafa bæði vakið undrun
og áhyggjur fólks, nokkuð
óháð því hvar í stétt það stend-
ur. Sjálfsagt blöskraði mörg-
um þær ófögru lýsingar, sem
fram komu um samskipti í
hreyfingunni, því þrátt fyrir að
áherslumunur ýmissa forystu-
manna hennar væri þekktur,
þá vildu flestir trúa því að þeir
væru samherjar, sem kynnu að
gæta háttvísi sín á milli. Að
þeir gætu „hagað sér eins og
fólk“ þrátt fyrir ágreining.
Það er eðlilegt að almenn-
ingur hafi áhyggjur af fram-
komu og innræti forystufólks í
launþegahreyfingunni, rétt
eins og það lætur sig hegðun
og orðræðu stjórnmálamanna
og jafnvel frægðarfólks ein-
hverju varða. Þær áhyggjur
eru enn ríkari nú en endranær
vegna þess að efnahagslíf
heimsbyggðarinnar er í mikilli
tvísýnu og Ísland er þar ekki
undan skilið, en um það hvern-
ig úr rætist hér á landi kann
verkalýðshreyfingin og forysta
hennar að ráða miklu á næstu
mánuðum.
Þrátt fyrir allt stendur Ís-
land tiltölulega vel að vígi,
bæði með tilliti til efnahags-
örðugleika af völdum heims-
faraldursins og í samanburði
við önnur lönd. Verðbólgan er
vissulega há, en vænn hluti
hennar er vegna sérstakra að-
stæðna á fasteignamarkaði.
Hér vofir ekki yfir sama orku-
kreppa og í mörgum löndum
öðrum, atvinnuleysi hefur
dregist ört saman, flestum að
óvörum hélt kaupmáttur hér
áfram að aukast á dögum kór-
ónuveirunnar og staða ríkis-
sjóðs er tiltölulega góð.
Það er nánast sama á hvaða
mælikvarða er litið, þar er Ís-
land í fremstu röð hagsældar
og velsældar meðal allra ríkja
heims. Og öfugt við mörg önn-
ur vestræn lönd hefur Ísland
alla burði til þess að halda
þeirri stöðu, það eru allar að-
stæður til þess hér á landi að
verja fenginn kaupmátt al-
mennings, verja þann árangur
sem náðst hefur á efnahags-
sviðinu undanfarin ár og und-
irbúa næstu sókn. Þarf raunar
einbeittan brota-
vilja til þess að það
gerist ekki, eins og
dr. Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri
orðaði það í viðtali
við Morgunblaðið í
liðinni viku.
Í því sama viðtali sagði hann
einnig að höfuðhlutverk Seðla-
bankans væri að verja gjald-
miðilinn, að tryggja virði hans,
virði launa fólksins í landinu,
og því yrði að ráða niðurlögum
verðbólgunnar með öllum ráð-
um. Um það hefði bankinn
ekkert val og það myndi hann
gera. „Þess vegna þarf vinnu-
markaðurinn að vinna með
okkur ef okkur á að lánast að
ná niður verðbólgunni á ásætt-
anlegum tíma án þess að koma
hagkerfinu í kreppu,“ bætti
seðlabankastjóri við.
Svipuð sjónarmið komu
fram í skýrslu, sem Katrín
Ólafsdóttir, dósent í hagfræði
við HR, vann fyrir þjóðhags-
ráð, og bent á mikilvægi þess
að kaupmáttaraukning síðustu
ára týndist ekki á næsta samn-
ingstímabili, en takmarkað
svigrúm væri til launahækk-
ana.
Bjarni Benediktsson fjár-
mála- og efnahagsráðherra tók
í sama streng í viðtali við Dag-
mál Morgunblaðsins fyrr í vik-
unni: „Það eru forsendur til
þess að verja þennan kaup-
mátt ef við látum ekki blekkj-
ast af því að nafnlaunahækkun
geti ein og sér fleytt okkur yfir
verðbólguna.“
Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra ritaði grein í
Morgunblaðið í gær, þar sem
hún vék að ábyrgð samnings-
aðila á vinnumarkaði: „Ég hef
fulla trú á því að þessir aðilar
nái góðum samningum í vetur
fyrir íslenskt samfélag og ís-
lenskan almenning.“
Taka verður undir þær vonir
ráðherrans og þar geta lær-
dómar fortíðar hjálpað til. Á
liðinni öld gekk á með verkföll-
um og kauphækkunum, geng-
isfellingum og verðbólgu.
Jafnvel óðaverðbólgu, þar sem
víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags átu upp allar kjara-
bætur og verðbólgan varð
sjálfala vítahringur, sem engu
eirði og ól á óstöðugleika bæði
hjá fólki og fyrirtækjum.
Allt þar til atvinnuvegir og
verkalýður áttuðu sig á að þeir
væru á sama, mígleka báti,
sem þeir yrðu að lappa upp á
og ausa í sameiningu. Þeir
gerðu þjóðarsátt, sem byggð-
ist á skynsemi og sanngirni,
velvilja og trausti.
Það er með þeim hætti sem
unnt er að tryggja atvinnu og
vinnufrið á Íslandi, hagsæld og
velsæld. Ekki með hótunum,
vinnudeilum, átökum og úlfúð.
Því við erum enn á sama báti.
Forysta verkalýðs-
hreyfingarinnar
ræður miklu um
hvernig spilast úr
efnahagsmálunum}
Vinnufriður og velsæld
S
amkvæmt Hagstofunni stendur 12
mánaða vísitala neysluverðs nú í
9,9%. Helstu ástæðurnar eru nokkuð
skýrar. Það er hækkun á húsnæð-
ismarkaði að undanförnu og hækkun
á vöruverði erlendis, aðallega vegna heimsfar-
aldurs og stríðsins í Úkraínu. 2,4 prósentustig
eru vegna hækkunar á húsnæðisverði. Það
hljómar kannski ekki mikið, bara um fjórðungur
af heildarverðbólgunni, en 10% hækkun á mjólk
eru miklu færri krónur en 2% hækkun á leigu
húsnæðis.
Hvernig er staðan eiginlega á húsnæðismark-
aði? Þjóðskrá er með verðsjá, þar sem hægt er
að skoða kaupverð og leiguverð íbúða eftir svæð-
um. Það segir hins vegar bara hálfa söguna, þar
sem við verðum að vita hvernig fólk hefur efni á
því kaup- og leiguverði. Þá er hægt að skoða ráð-
stöfunartekjur fólks á tekjusagan.is. Nýjustu gögnin þar
eru síðan 2020, þannig að einhver ónákvæmni er í sam-
anburði á þeim ráðstöfunartekjum sem fólk er með og nú-
verandi húsnæðisverði, því það hefur hækkað þó nokkuð
umfram launaþróun á undanförnum tveimur árum. Að lok-
um þarf að skoða framfærsluviðmið. Þar er til dæmis hægt
að nota framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara, en þau
gera einmitt ekki ráð fyrir húsnæðiskostnaði. Sem er
óheppilegt.
Ef við púslum þessu öllu saman, hversu mikill fram-
færslukostnaður einstaklinga eða fólks í sambúð er, með og
án barna. Hverjar ráðstöfunartekjur fólks er í hverri
tekjutíund og hversu mikill húsnæðiskostnaður er, þá er
myndin nægilega skýr til þess að hægt sé að
draga almennar ályktanir, þrátt fyrir óná-
kvæmni gagnanna.
Til dæmis glíma um 2⁄3barnlausra ein-
staklinga við íþyngjandi húsnæðiskostnað.
Sama á við um helming einstaklinga með börn.
Þetta er miðað við meðalkostnað af húsnæði.
Því er líklegt að um helmingur til 2⁄3 einstaklinga
búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað.
Þetta rímar ekki alveg við skýrslu Hagstof-
unnar um íþyngjandi húsnæðiskostnað, en í
þeirri skýrslu er húsnæðiskostnaður aðeins tal-
inn vera íþyngjandi ef hann er hærri en 40% af
ráðstöfunartekjum. Hagstofan flokkar fólk í
skýrslu sinni í tekjufimmtunga og kemst að því
að 28,8% fólks í lægsta tekjufimmtungnum búi
við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Vandinn við
það er að krónurnar, sem eru eftir af þeim ráð-
stöfunartekjum, eru langt undir framfærsluviðmiði. Barn-
laus einstaklingur í lægsta tekjufimmtungi er með tæpar
200 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur. Framfærslukostn-
aður er nákvæmlega jafn mikill, og það er án kostnaðar við
húsnæði.
Vandinn er að það er bara horft á eina breytu. Já, 28,8%
eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað en þau eru öll með
íþyngjandi framfærslukostnað. Hvort tveggja skiptir nefni-
lega máli. Ef tekjur duga ekki fyrir framfærslu breytir engu
hvort húsnæðiskostnaður er íþyngjandi eða ekki.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Ástandið innan Alþýðusambands Ís-
lands og brotthvarf forseta þess er
án fordæma. Viðbúið er að starfið
innan ASÍ verði
snúið á næstu
misserum með
núverandi for-
ystu í verkalýðs-
félögunum. Þetta
er mat Sumarliða
R. Ísleifssonar,
sagnfræðings.
Sumarliði skrif-
aði sögu Alþýðu-
sambands Ís-
lands, sem kom
út árið 2013.
Drífa Snædal tilkynnti um af-
sögn sína sem forseti Alþýðu-
sambands Íslands á miðvikudag. Í
yfirlýsingu sinni sagði Drífa að átök
innan sambandsins hefðu verið
óbærileg og að samskipti við ýmsa
kjörna fulltrúa hefðu verið þess eðl-
is að sér hefði verið gert ókleift að
starfa þar áfram. Vísaði hún þar til
Sólveigar Önnu Jónsdóttur, for-
manns Eflingar, í tengslum við hóp-
uppsagnir á skrifstofu Eflingar, og
Ragnars Þórs Ingólfssonar, for-
manns VR, og linnulausrar en
óljósrar gagnrýni hans á störf henn-
ar. Þau Sólveig og Ragnar svöruðu
Drífu og sögðu hana hafa verið
hluta af gamalli valdablokk frá tíð
Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi
forseta ASÍ. Sólveig sagði afsögn
Drífu tímabæra, enda hefði hún
„lokað sig inni í blokk“ með „stétt
sérfræðinga og efri millistétt-
arfólks“ sem réði ríkjum í stofn-
unum ríkisvaldsins á Íslandi og á
skrifstofum Alþýðusambandsins.
Sumarliði kveðst ekki muna
eftir viðlíka dæmum um brotthvarf
forseta Alþýðusambandsins. „Nei,
þetta er dæmalaust. Það hefur auð-
vitað gerst að forseti hafi vikið frá,
áður en tímabili hans hefur lokið, en
það hefur verið af öðrum ástæðum,
svo sem að menn hafi sest á þing
eða vegna veikinda.“
Hann segir jafnframt að sig
reki ekki minni til þess að ástandið
innan sambandsins hafi verið með
þeim hætti áður og það er nú. „Þessi
harka, sem virðist vera komin upp
nú, minnir mig helst á átökin í kalda
stríðinu.“
Telur að deilurnar
snúist ekki um málefni
Rifjar hann upp að á árum
kalda stríðsins hafi fólk skipst í
fylkingar og hart hafi verið barist.
Kosningar til þings ASÍ hafi verið
nánast eins og alþingiskosningar og
það sem kallað var lýðræðisöflin og
sósíalistar hafi tekist á af ævin-
týralegri hörku. Þá hafi hreyfingar
verið eins og útibú frá stjórnmála-
flokkum og starfsmenn hreyfing-
anna unnið fyrir stjórnmálaflokka.
Ástandið í dag ber þess ekki
merki að deilurnar snúist um mál-
efni, að mati Sumarliða. „Þegar
horft er á málefnin eru það ekki þau
sem skera á milli. Það er eitthvað
annað. Kannski er það fyrst og
fremst afstaða til valds eða eitthvað
í þá veruna.“
Snúið ástand næstu misseri
Hann segir ennfremur að
þetta ófriðarástand gæti varað í
einhvern tíma. „Mér sýnist að ef
þessi afstaða til valds á að vera
ráðandi, þá verði samstarfið innan
hreyfingarinnar erfitt. Það eru nú
ekki allir á þeirri skoðun að það
eigi að vinna eins og gert hefur
verið, sumsé að ef ég er í meiri-
hluta þá ráði ég og aðrir geti átt
sig. Ef svo fer, þá verður ástandið
snúið innan verkalýðshreyfing-
arinnar næstu misseri.“
Sumarliði getur þess að tvö
félög séu áberandi stærst innan
Alþýðusambandsins og vísar þar
til VR og Eflingar. „Þau eru svo
yfirgnæfandi fjölmenn að þau
munu stýra þessu meira og minna.
Nú hefur þessi nýja forysta völdin
í hreyfingunni. Svo verður að
koma í ljós hvernig tekst til og
auðvitað líka hvernig sambandið
verður við félagsmenn. Maður veit
það ekki.“
Minnir á átökin á
tímum kalda stríðsins
Fjöldi félagsmanna í Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) í janúar 2022
Heimild: ASÍ
LÍV
Landssamband
íslenskra
verzlunarmanna
41.205
félagsmenn
í 3 félögum
og 7 deildum
5.926
félagsmenn
í 8 félögum
8.383
félagsmenn
í 6 félögum
og 6 deildum
1.442
félagsmenn
í 3 félögum
og 13 deildum
64.090
félagsmenn
í 19 félögum
6.291
félagsmenn
í 5 félögum
RSÍ
Rafiðnaðarsam-
band Íslands
Samiðn
Samband
iðnfélaga
SSÍ
Sjómannasam-
band Íslands
Alþýðusamband Íslands
SGS
Starfsgreina-
samband
Íslands
Landsfélög
með beina
aðild
Þar af VR 37.306
Þar af Efling
26.810
Þar af VM 3.387
og MATVÍS 1.741
Alls 127.337 félagsmenn í 5 landssamböndum, auk 6 landsfélaga með beina aðild. 44 stéttarfélög og 26 deildir innan stéttarfélaga.
Félagsmenn í ASÍ
LÍV 32% RSÍ 5% Samiðn 7%
SSÍ 1% SGS 50% Aðrir 5%
29% félagsmanna í ASÍ eru
innan vébanda VR og
21% innan vébanda
EflingarSumarliði
R. Ísleifsson