Morgunblaðið - 12.08.2022, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
Myndsímtal Nútímatækni gerði þessum gosfara kleift að deila reynslunni með nákomnum.
Kristinn Magnússon
Þegar þing kom sam-
an að afloknum kosn-
ingum í fyrra flutti ég
ásamt öðrum þingmönn-
um Viðreisnar tillögu á
Alþingi um að fela utan-
ríkisráðherra að meta
stöðu Íslands í fjölþjóða-
samvinnu í ljósi umróts í
heiminum og þeirra
miklu breytinga sem
orðið hafa í alþjóða-
málum.
Í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu
lögðum við svo fram tillögu um að fela
utanríkisráðherra að undirbúa fjór-
þætt viðbrögð af hálfu Íslands til að
styrkja varnir og öryggi landsins, auka
borgaralega þátttöku í NATO og efla
efnahagslega samvinnu.
Skemmst er frá því að segja að
þögnin var eina viðbragð ríkisstjórn-
arflokkanna.
Þörf brýning
Að fenginni þessari reynslu fannst
mér ánægjulegt að lesa brýningu
Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráð-
herra á heimasíðu hans 6. ágúst. Þar
sagði hann: „Þögnin um utanríkis- og
varnarmál er meiri hér en í nokkru ná-
grannalandi.“
Tilefni þessara ummæla er ný
grundvallarstefna NATO og nýtt
frumvarp sem lagt var fram í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings í byrjun
þessa mánaðar um víðtæka sókn á
norðurslóðum á sviði þjóðaröryggis,
siglinga, rannsókna og viðskipta. Þar
er meðal annars gert ráð fyrir að kom-
ið verði til móts við óskir Íslands um
víðtækan fríverslunarsamning.“
Í grein sinni gagnrýnir Björn
Bjarnason að þeir ráðherrar og emb-
ættismenn sem sátu leiðtogafund
NATO í júní hafi ekki skýrt frá áhrif-
um hinnar nýju grundvallarstefnu
bandalagsins á stefnu ríkisstjórn-
arinnar eða þjóðaröryggisstefnuna.
Síðan segir hann:
„Nú þegar stjórnmálamenn hefja
fundi að nýju, ríkisstjórnin hélt fyrsta
fund sinn eftir sumarleyfi í gær (5.
ágúst), hljóta þeir að taka stöðu Íslands
í umheiminum til umræðu. Ekki veitir
af að gera þjóðinni grein fyrir því sem
gerst hefur og hvert stefnir. Hljóta að
verða sérstakar umræður um þessi mál
strax og þing kemur saman síðsumars,
hjá því verður ekki komist.“
Þögnin er pólitík
Ég hygg að við Björn Bjarnason
séum á einu máli um flest sem snýr að
utanríkis- og varnarmálum nema
spurninguna um að stíga lokaskrefið
frá aðild að innri markaði Evrópusam-
bandsins til fullrar aðildar.
Alveg sérstaklega erum við sammála
um mikilvægi umræðunnar á þessum
örlagatímum.
Í þessu sambandi er nauðsynlegt að
átta sig á hvers vegna þessi stóru hags-
munamál þjóðarinnar eru sveipuð
þögn. Ástæðan er hvorki skilningsleysi
né kæruleysi. Rætur þagnarinnar
liggja í hugmyndafræðilegum grund-
velli meirihlutasamstarfsins á Alþingi.
Þögnin er pólitík.
Andstæðingar NATO
setja mörkin
Þó að forsætisráðherra hafi lítið sagt
um nýja grundvallarstefnu NATO hef-
ur ráðherrann eigi að síður staðhæft að
stefnan taki fyrst og fremst til austur-
hluta bandalagsins en ekki til Íslands
og Norðurslóða.
Ég er sannfærð um að utanríkis-
ráðherra sér þetta frá víðara sjón-
arhorni.
Vandinn er að stjórnarsamstarfið
byggist á því að eini flokkurinn á Al-
þingi sem er andvígur aðild að NATO
setur mörkin og ræður í raun við-
brögðum við breyttum aðstæðum og
hversu langt Ísland gengur. Þegar
svona háttar til er þögnin létt leið og
ljúf.
Þetta er hins vegar ekki skamm-
tímapólitískt ástand. Meirihlutinn á Al-
þingi telur að langtímahagsmunir Ís-
lands í utanríkis- og varnarmálum séu
best tryggðir með sam-
starfi sem byggist á
þessum grunni.
Það þarf að byrja á að
rjúfa þögnina um þenn-
an veikleika ríkisstjórn-
arinnar.
Samvinna um
efnahag og varnir
Við í Viðreisn höfum
litið svo á að efnahags-
og viðskiptasamvinna sé
jafn mikilvæg og varnar-
og öryggissamvinnan.
Þess vegna höfum við
talað fyrir því að stíga lokaskrefið frá
aðild að innri markaði Evrópusam-
bandsins til fullrar aðildar.
Að sama skapi höfum við heilshugar
stutt að Ísland leitaði eftir nánara við-
skiptasamstarfi við Bandaríkin.
Við þurfum að dýpka varnar- og ör-
yggissamvinnu við bandalagsþjóðir
okkar bæði í Ameríku og Evrópu. Það
sama gildir um efnahags- og viðskipta-
samstarfið beggja vegna Atlantshafs-
ins.
Það er því ekki beint rökrétt að
segja að frekara efnahagssamstarf við
bandalagsþjóðir í Ameríku sé af hinu
góða en af hinu illa við bandalagsþjóðir
í Evrópu.
Kynna þarf samningsmarkmið
Mikilvægt er að ríkisstjórnin kynni
fljótlega samningsmarkmið varðandi
fríverslunarsamning við Bandaríkin.
Þeir víðtæku fríverslunarsamningar
sem Bandaríkin gera fela jafnan í sér
hindrunarlausa verslun með landbún-
aðarafurðir. Það er fagnaðarefni ef
stjórnarflokkarnir eru í alvöru tilbúnir
í slíkar viðræður.
Þetta er mikilvæg stefnubreyting.
Eftir hana eru ekki lengur gild rök
gegn opnun heimamarkaðar með
landbúnaðarvörur frá Evrópu.
En hér er að ýmsu að hyggja. Við
sjáum að Bretar eru í klípu með þessi
mál. Breskir bændur og neytendur
eru til að mynda á varðbergi gagnvart
bandarískum reglum um heilbrigðis-
kröfur og neytendavernd.
Þetta sýnir aðeins að samnings-
markmiðin þurfa að vera skýr frá upp-
hafi. Og þau þarf að ræða.
Aðskildar viðræður
Veruleikinn er sá að varnarsam-
vinna við bandalagsþjóðir okkar í
NATO nær ekki fullum tilgangi nema
viðskipta- og efnahagssamvinnan sé
víðtæk og sterk.
Það breytir ekki hinu að við þurfum
að halda samningum um varnir annars
vegar og viðskipti hins vegar að-
skildum. Varnarþörf verður ekki met-
in út frá viðskiptum. Í samtölum við
Bandaríkin þarf það að vera skýrt.
Í Evrópu gerir stofnanaskipulagið
sjálfkrafa ráð fyrir þessum aðskilnaði.
Hann getur hins vegar reynst flóknari
gagnvart Bandaríkjunum. Við þurfum
bara að gæta að þessum þætti.
Viðreisn er vel nestuð
Ísland á meira undir fjölþjóða-
samvinnu í varnar- og öryggismálum
og á sviði efnahags- og viðskiptamála
en grannríkin. Samt ræðum við þessi
mál minna; nánast ekkert eins og sakir
standa.
Viðreisn hefur einn flokka á Alþingi
lagt fram ítarlegar tillögur um undir-
búning að nýrri stefnumörkun á þess-
um sviðum. Þeim fylgir vandaður rök-
stuðningur í greinargerðum. Við
komum því vel nestuð til þeirrar um-
ræðu sem Björn Bjarnason kallar nú
réttilega eftir.
Rjúfum þögnina.
Eftir Þorgerði
Katrínu
Gunnarsdóttur
» Vandinn er að
stjórnarsamstarfið
byggist á því að eini
flokkurinn á Alþingi
sem er andvígur aðild að
NATO setur mörkin og
ræður í raun viðbrögð-
um
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er formaður Viðreisnar.
Rjúfum þögnina
Sú kenning er sögð
að menn sem tala séu
fyrst og fremst að
leyna hugsun sinni. Ef
það er rétt, þá er
ástæðulaust að reyna
að ráða í það sem fólk
segir.
Í stað þess að ráða í
töluð orð er jafnvel
gagnlegt að ráða í at-
ferli og göngulag.
Fróðlegast er þá að ráða í það hvaða
meining liggur í orðum þegar hetjur
segja: „Sjáið hvernig ég tók hann,
hann lá flatur eftir okkar orðræður!“
„Stéttarfélög og vinnudeilur“
Nú vill til að það er til löggjöf um
„stéttarfélög og vinnudeilur“, vinnu-
löggjöf.
Í 1. grein laganna segir:
„Rétt eiga menn á að stofna stétt-
arfélög og stéttarfélagasambönd í
þeim tilgangi að vinna sameiginlega
að hagsmunamálum verkalýðsstétt-
arinnar og launtaka yfirleitt.“
Eftir rækilegan lestur umræddra
laga og alþjóðasamninga um borg-
araleg réttindi (nr. 10/1979) þar sem
segir meðal annars:
· „Ríki þau sem aðilar eru að
samningi þessum viðurkenna rétt
manna til vinnu, sem felur í sér rétt
sérhvers manns til þess að hafa
tækifæri til þess að afla sér lífsvið-
urværis með vinnu sem hann velur
sér eða tekur að sér af frjálsum vilja,
og munu ríkin gera viðeigandi ráð-
stafanir til þess að tryggja þennan
rétt.“
þá fæ ég ekki séð að nokkur mað-
ur hafi skyldur til að vera í stétt-
arfélagi og að nokkur atvinnurek-
andi sé skyldugur til að gera kjara-
samninga. Það að setja
forgangsréttarákvæði um rétt til at-
vinnu í kjarasamninga er beinlínis
brot á alþjóðasamningum og ofbeldi
í skjóli ímyndaðs réttar.
Þaðan af síður ætti nokkur at-
vinnurekandi að vera skyldugur til
þess að vera félagi í Samtökum at-
vinnulífsins. Ef stéttarfélög ganga
annarra erinda en þeirra að semja
um kaup og kjör, þá eiga atvinnu-
rekendur lítið við slíka verkalýðs-
rekendur að tala.
Samningssamband við
Seðlabanka
Á sama veg er rétt að benda á að
það er ekkert samningssamband á
milli verkalýðsfélaga og ASÍ annars
vegar og Seðlabanka Íslands hins
vegar.
Seðlabanki Íslands hefur skyldur
til að leggja sitt af mörkum til verð-
stöðugleika og stöðugleika og örygg-
is í fjármálakerfum. Seðlabanka-
stjóri mætir ekki á þing Alþýðu-
sambands Íslands til samninga-
viðræðna um vexti.
Það er hlutverk
seðlabankastjóra að sjá
til þess að lífeyrissjóðir
hagi starfsemi sinni og
fjárfestingum í sam-
ræmi við löggjöf um
lífeyrissjóði. Að því
leyti er það hlutverk
seðlabankastjóra að
gæta að kjörum þeirra
sem eru á eftirlaunum
nú og þeirra sem kom-
ast á eftirlaun síðar,
með því að tryggja að
stjórnir lífeyrissjóða
hagi sér ekki á glæpbrjálaðan veg.
Þar á móti stendur að lífeyris-
sjóðir eiga ekki að hafa áhyggjur af
gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar eða
lausafjárstöðu bankakerfisins.
Það vill til að verkalýðsfélög geta
ekki boðað til verkfalls gagnvart við-
semjendum sínum á vinnumarkaði
vegna stýrivaxtabreytinga Seðla-
bankans.
Svo virðist sem aðeins nokkrir
einstaklingar beri hag þeirra sem
eiga réttindi hjá lífeyrissjóðum fyrir
brjósti en hópar manna vilji nota líf-
eyrissjóði sem skiptimynt í valda-
brölti. Í lífeyrissjóðum er nefnilega
lýðræðishalli, og því er ábyrgð
stjórnarmanna lífeyrissjóða mikil.
Samningssamband við ríkisvald
Ríkisstjórnir á ýmsum tímum
hafa látið sig hafa það að mæta til
samningaborðs í vinnudeilum. Það
má efast um réttmæti þess.
Þannig er að ríkisstjórnir sitja í
umboði Alþingis, sem kjörið er í lýð-
ræðislegum kosningum. Alþingi sit-
ur ekki í umboði ríkisstjórna og það-
an af síður í umboði stéttarfélaga,
þar sem stjórnir eru kjörnar með at-
kvæðum örlítils hluta félagsmanna, í
lýðræðishalla.
Samningar ráðherra og ríkis-
stjórna eru ávallt með fyrirvara um
samþykki Alþingis. Að því ber að
huga hvort slíkir samningar tryggi
jafnræði milli starfsfólks á vinnu-
markaði eða þjóni sérhagsmunum.
Stefnumál ASÍ
Nú ber svo við að þjóðinni hafa
borist áherslur stjórnar og forseta
ASÍ á komandi landsþingi þessara
samtaka.
Þar virðist birtast krafa um það
að löggjafarvaldið hlutist til um
kjarasamninga með þeim hætti að
laun sem samið er um í frjálsum
samningum verði jöfnuð út með
skattlagningu. Ég hef hvergi í bók-
um rekist á jöfnunarkraft tekju-
skatts.
Þá er og fjallað um það að haldin
skuli skrá um þá sem ferðast með
flugi og þeir sem ferðast oft skuli
greiða sérstakan skatt. Það kemur
ekki fram hvað er hóflegur fjöldi
flugferða.
Og enn á ný opinberar forysta
ASÍ vanþekkingu sína á greiðslu-
skilmálum lánasamninga: „Enn
frekar verði þrengt að verðtrygg-
ingu lána og stuðlað að óverð-
tryggðu lánaumhverfi“ segir þar.
Sá er þetta ritar skilur ekki þrá
eftir að þyngja greiðslubyrði lána og
að geðþótti lánastofnana ráði ávöxt-
un eins og gert er í „óverðtryggðum
lánum“, ef þau eru til.
Svokölluð verðtryggð lán eru lán
með breytilegum vöxtum þar sem
breytileikinn er byggður á hlutlægri
mælingu en ekki geðþótta banka-
stjóra eða eftir atvikum annarra lán-
veitenda eins og í kvæðinu forðum:
Þá verður oss ljóst að framar ei frestur
gefst né færi á að ráðstafa nokkru bet-
ur.
Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli’ og Metúsalem og Pétur.
Metúsalem og Pétur voru fjár-
málamenn í Reykjavík.
Þeim er þetta ritar finnst eðlilegt
að lánaskilmálar séu sanngjarnir.
Því leitar oft á ritara hvort er sann-
gjarnara; geðþótti bankastjóra eða
hlutlæg mæling?
Það gleymist stundum að almenn
verðtrygging samkvæmt löggjöf frá
1979 var sett á til að tryggja það að
réttindi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum
yrðu ekki að neinu. Feitir auð-
hyggjumenn, kapítalistar, eru lán-
takar og óskhyggja forystu ASÍ
mun gera veski þeirra feitari. Til
þess voru refirnir varla skornir?
Hver maður sinn eigin
heimur og ofstopi
Það vill til að langstærstur hluti
mannkyns, þar á meðal fólk sem
bundið er af íslenskri löggjöf, vill
ráða sínum málum sjálfur innan lög-
gjafarinnar.
Ég er ekki aðili að stéttarfélagi
sem á aðild að ASÍ. Ég frábið mér að
sá hópur sem slíkt þing situr í tak-
mörkuðu lýðræðislegu umboði setji
lífi mínu einhverjar skorður sem lýð-
ræðislega kjörið Alþingi þarf að
samþykkja með súrt bragð í munni
vegna ofstopa einhverra í lýðræð-
ishalla.
Ef stéttarfélög og atvinnurek-
endur vilja endilega gera kjara-
samninga, þá er rétt og eðlilegt að
kanna hve stór hluti vinnumarkaðar-
ins er rekinn á kjarasamningum.
Þróun launa milli kjarasamninga
bendir til að launþegar sjálfir semji
um sitt kaup og sín kjör en lúti ekki
ofstopa annarra.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Það vill til að verka-
lýðsfélög geta ekki
boðað til verkfalls gagn-
vart viðsemjendum sín-
um á vinnumarkaði
vegna stýrivaxtabreyt-
inga Seðlabankans.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Kjarasamningar,
samningssamband og ofstopi