Morgunblaðið - 12.08.2022, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
✝
Jóhanna Bald-
ursdóttir fædd-
ist á Selfossi 29.
maí 1948. Hún lést
29. júlí 2022 á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir í Graf-
arvogi.
Foreldrar Jó-
hönnu voru Baldur
Karlsson, f. 13.
september 1927, d.
27. október 1989,
frá Stokkseyri, og Guðrún Jóna
Jónsdóttir, f. 17. ágúst 1930, d.
15. júlí 2011, frá Eyrarbakka.
Bræður Jóhönnu eru Guð-
mundur Karl, f. 12. desember
1949, maki Kim Brigit Sorning;
Jón, f. 22. ágúst 1952, maki
Daníelína Jóna Bjarnadóttir;
Gissur, f. 1. maí 1959, maki
og Rúnar Óli, f. 29. janúar
2008.
Jóhanna ólst upp í Þorláks-
höfn og stundaði þar ýmis hefð-
bundin störf eins og þá tíðk-
aðist, svo sem við fiskvinnslu,
afgreiðslustörf og var um tíma
til sjós. Þá vann hún erlendis
um tíma, bæði í Englandi og
Bandaríkjunum. Hún flutti til
Reykjavíkur og fljótlega í Mos-
fellsbæ í framhaldi af því en
þar bjó hún bjó lengst af. Þar
starfaði hún á Álafossi, við
umönnun á Hlein, hjá flugfélag-
inu Atlanta og seinna hjá Flug-
félagi Íslands þar sem hún
starfaði þangað til hún lét af
störfum sökum heilsubrests.
Hún tók virkan þátt í kórum
sem voru starfræktir í Mosfells-
bæ og þá sérstaklega Álafoss-
kórnum, en einnig var hún í
kirkjukórnum og Vorboðunum,
kór eldri borgara í Mosfellsbæ.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Lágafellskirkju í dag, 12. ágúst
2022, og hefst athöfnin klukkan
11.
Svanborg Krist-
jana Magnúsdóttir.
Jóhanna giftist
árið 1979 Hauki
Guðjónssyni, f. 27.
desember 1947, d.
16. september
2018. Þau slitu
samvistir árið
2001. Synir þeirra
eru: 1) Baldur, f. 7.
nóvember 1979,
sambýliskona Lauf-
ey Bjarnadóttir, f. 15. mars
1988. Börn þeirra eru Jóhann
Helgi, f. 25. október 2012, og
Bríet Sól, f. 22. september
2016. 2) Grétar, f. 18. apríl
1981. Eiginkona Eva Ósk
Svendsen Engelhartsdóttir, f. 2.
júlí 1982. Börn þeirra eru
Helga Katrín, f. 28. mars 2005,
Þá er hann runninn upp dag-
urinn sem við erum búinn að bíða
svo lengi eftir. Það er óhætt að
segja að örlagavindar hafi blásið
á móti síðustu ár í baráttu þinni
við alzheimersjúkdóminn en nú
er komið logn og óhætt að leggj-
ast til hvíldar. Ég er mikið þakk-
látur fyrir allan þann tíma sem ég
fékk með þér og sérstaklega fyrir
tímann sem börnin mín fengu
með þér, þótt við hefðum kosið að
hafa hann lengri. Móðurhlutverk-
ið fórst þér vel úr hendi og ömmu-
hlutverkið ekki síður. Alltaf
stóðstu við bakið á okkur bræðr-
um nema kannski þegar við vor-
um að óþekktast eitthvað, maður
gat alltaf leitað til þín og aldrei
kom maður að kofunum tómum.
Mér er minnisstætt hvað þú
hvattir mig áfram í náminu en ég
efast um að það hefði nokkurn
tímann klárast ef það hefði ekki
verið fyrir þína hvatningu. Ferða-
lögin bæði í bústað og tjald voru
ófá og eftirminnileg, oftar en ekki
með kórnum eða Siggu og Þresti.
Þessar minningar eru ómetanleg-
ar og oft sem maður leitar í þær.
Þegar barnabörnin komu var
eins og það birti yfir þér, þú sóttir
mikið í að vera með þau og þau
sóttu í þig. Þeir voru margir dag-
arnir sem nafni þinn vildi frekar
fara til ömmu eftir leikskóla en að
fara heim með mömmu og pabba.
Við munum eiga þessar minning-
ar í hjörtum okkar um ókomna tíð
til að hugga okkur við. Í dag
kveðjum við þig í hinsta skiptið,
takk fyrir allt elsku mamma.
Þinn sonur,
Baldur.
Í dag kveð ég með söknuð í
hjarta mína elskulegu vinkonu
Jóhönnu Baldursdóttur, Jóu eins
og hún var alltaf kölluð. Við
kynntumst í Þorlákshöfn þegar
við vorum báðar fimmtán ára
gamlar og með okkur hófst vin-
skapur sem aldrei hefur borið
skugga á síðan, enda var hún ein-
staklega hjartahlý og góð mann-
eskja.
Ég ylja mér við minningarnar
um hvað við áttum yndislegar
stundir saman. Fjölskyldur okk-
ar komu oft saman og alltaf var
fjör í kringum okkur hvort sem
það voru útilegur, sumarbústað-
arferðir, dansa Óla skans við
strákana þína eða líflegar sam-
ræður við eldhúsborðið – þá var
ávallt líflegt og skemmtilegt í
kringum þig. Við höfðum tónlist-
ina sem sameignlegt áhugamál og
áttum ófáar stundir þar sem við
spiluðum og sungum af öllum lífs
og sálar kröftum. Stundum bull-
uðum við bara einhverja texta en
hlógum síðan að öllu saman –
mikið á ég eftir að sakna þeirra
stunda. Ég mun heldur aldrei
gleyma hvað þú reyndist mér
dýrmæt vinkona þegar ég dvaldi
við endurhæfingu á Grensás.
Ég og þröstur viljum senda
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu hennar, vina og
ættingja. Kæru bræður, Grétar
og Baldur, og fjölskyldur, missir
ykkar er mikill en minningin lifir
áfram með ykkur. Hugur okkar
er hjá ykkur.
Sigríður Áslaug
Gunnarsdóttir.
Nú er Jóhanna vinkona mín og
fyrrverandi samstarfsfélagi farin
í sumarlandið. Leiðin þangað hef-
ur verið þyrnum stráð, sem fylgir
þeim vágesti sem lagði hana að
velli.
Við Jóhanna kynntumst fyrst í
Þórsmerkurferð nokkurra sam-
starfsfélaga. Þarna kom ég á
svæðið með mitt ræfilslega kúlu-
tjald og hitti fyrir vinnufélaga
sem vísaði mér á hópinn okkar. Á
leiðinni til þeirra gengum við
fram á alvöru Hellutjald af gömlu
gerðinni. Mér varð þá að orði
svona í gríni: „Ætli ég geti ekki
fengið leigt í þessu tjaldi það er
eitthvað svo alvöru!“ Ég var
kynnt fyrir eiganda tjaldsins, sem
var Jóhanna og ég hitti þarna í
fyrsta sinn. Hún tók mér vel og
henni var sagt að ég hefði í
hyggju að fá leigt í tjaldinu henn-
ar. Þetta fannst henni fyndið og
bauð hún mér að gista í höllinni
eins og tjaldið var kallað. Þarna
um nóttina gerði mikla rigningu
og um morguninn voru allir renn-
blautir sem voru í tjöldum og
ákváðu að keyra aftur heim því
allt var blautt. En okkar tjald var
þurrt og fínt enda gert fyrir ís-
lenskar aðstæður. Við eyddum
helginni ásamt þeim sem voru í
regnheldu húsnæði við söng og
gleði í regngöllum meira og
minna.
Mikið var gaman og þær urðu
fleiri ferðirnar sem farnar voru af
ýmsum hópum samstarfsmanna
minna. Alltaf var sungið og spil-
aði Jóhanna á gítar en þar var
hún svo sannarlega á heimavelli,
svo flink sem hún var á gítarinn
og kunni svo óteljandi lög. Það
var í einni Þórsmerkurferðinni að
það voru á flötinni „okkar“ brúð-
hjón sem ætluðu að gifta sig í
Mörkinni og sögðu eftir eina vel
heppnaða sönggleði hjá okkur:
„Það var bara sungið allt kvöldið
og langt fram á nótt, raddað og
hvaðeina og aldrei sama lagið!“
Og ferðirnar urðu margar og
var stofnaður ferðahópur sam-
starfskvenna þar sem við fórum á
jeppum á Hveravelli og Kerling-
arfjöll og fleiri staði eða út að
borða. Þetta er í minningunni
ævintýralega gaman og mikið
sungið, eldað og eins og sagt er;
ekki allt til frásagnar. Jóhanna
fór einu sinni með mér á þjóðhá-
tíð og var hún þá farin að finna
fyrir veikindum sínum. Ég setti á
okkur allar spjald með nöfnum
okkar allra og símanúmerum,
svona til öryggis, en það reyndi
aldrei á þann veikleika. Það var
mjög gaman í þessari ferð okkar
og eitt er mér ógleymanlegt sem
ég verð að minnast á. Við kven-
fólkið fórum í göngu niður í bæinn
um miðjan dag og mættum þrem-
ur ungum strákum sem voru með
gítar og vildu þeir syngja með
okkur. Þeir kunnu ekkert mikið
svo Jóhanna bauðst til að spila.
Hún fékk gítarinn og hófum við
að syngja fyrsta lagið. Hann er
ógleymanlegur svipurinn á strák-
unum, þeir voru svo hissa á hæfi-
leikum Jóhönnu á gítarinn og úr
varð smá kór í góða stund. Svona
eru minningarnar svo skemmti-
legar og margar.
Mig langar að þakka Jóhönnu
fyrir alla gleðina sem hún orsak-
aði í lífi mínu og okkar samstarfs-
kvenna og allan gítarleikinn,
sönginn og alla skemmtunina í
ferðum okkar bæði löngum og
stuttum. Næsti samsöngur okkar
verður í sumarlandinu. Hvíl í friði
kæra Jóhanna. Við vinkonurnar
sendum sonum hennar og fjöl-
skyldum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Erla R. Guðmunds.
Jóhanna Baldursdóttir vin-
kona mín fæddist í Þorlákshöfn
og átti þar sín æskuár. Henni var
hlýtt til staðarins og hafði gaman
af heimsóknum þangað, bæði til
að heimsækja ættingja og æsku-
slóðir. Líklega hefur snemma far-
ið að bera á dugnaði hennar og
eldmóði, sem voru alla tíð áber-
andi í fari hennar. Hún vakti ung
athygli fyrir fallega sópranrödd
og næma tilfinningu fyrir tónlist.
Einmitt í gegn um tónlistina
varð okkar vinátta til. Við unnum
saman á Álafossi, en þar var fé-
lagslíf öflugt og samkennd með
starfsfólki. Um þetta leyti var
stofnaður „Álafosskórinn“ og
margir gerðust félagar og var þar
bæði vel mannað til söngs og sam-
veru. Kórinn hélt marga tónleika
víða um land og, sem einstakt
verður að teljast, fór í söngferðir
víða um heim og mér er til efs að
margir íslenskir kórar hafi verið
víðförlari.
Við Jóhanna höfðum báðar
brennandi áhuga á ferðamennsku
og ferðamálum og unnum mikið
saman að skipulagi ferðalaganna.
Þessi áhugi varð til þess að við
settumst báðar í Ferðamálaskól-
ann í Kópavogi og lukum námi
þar á tveim árum, en kennsla fór
mest fram á kvöldin, eftir vinnu-
dag. Í skólanum kynntumst við
Ilvu Petterson, en við þrjár unn-
um gjarnan saman við námið og
urðum vinkonur. Ilva hjálpaði til
við að skipuleggja ferð kórsins til
Eystrasaltslanda og var farar-
stjóri. Þetta nám beindi Jóhönnu
í nýjan farveg og gegndi hún um
árabil ábyrgðarstöðum, bæði hjá
Flugfélaginu Atlanta og Flug-
félagi Íslands.
Jóhanna sótti sér þekkingu í
garðrækt, enda garðar hennar
unaðsreitir. Vinátta hennar rækt-
aði blóm í sálum vina og sam-
ferðamanna með velvild og hjálp-
semi. Við vorum oft
herbergisfélagar í hópferðum og
ferðuðumst líka tvær saman á
stundum. Við urðum nánar vin-
konur og deildum bæði gleði og
mótlæti og styrktum hvor aðra
þegar svo bar undir. Þegar við
blöstu hamingjurík elliárin sem
gæfu tíma til tómstunda og rækt-
arsemi við syni og fjölskyldur
þeirra, sem hún unni heitt, læsti
alzheimersjúkdómurinn klónum í
hana. Fólk lokast af í eigin heimi
og tjáskipti verða fyrst erfið og
síðan ófær. Ég leyfi mér að ala þá
trú í hjartanu að í þeim einka-
heimi, sem fólk lokast inni í, geti
ríkt gleði og hamingja, sem ekki
er hægt að deila með okkur hin-
um. Fyrir þessari trú minni hef
ég engin vísindarök, en trúi stað-
fastlega að góðu fólki farnist alls
staðar vel. Alla vega, þegar ég
heimsótti Jóhönnu seinni árin,
fann ég vináttuna og velviljann,
án þess að það væri meitlað í orð
eða setningar. Tryggðabandið
var heilt og óslitið alltaf.
Synir Jóhönnu og fjölskyldur
sýndu henni alúð og umhyggju og
lögðu sig fram um að henni liði
sem best, þegar sjúkdómurinn
ágerðist.
Ég vil þakka Jóhönnu vinátt-
una við mig og velvild alla tíð.
Samferðamenn sem vel reynast
gefa lífinu lit og hamingju. Jó-
hanna okkar gengur nú til móts
við eilífðina og ræktar garðinn
sinn þar.
Guð blessi minningu Jóhönnu
Baldursdóttur og styrki fjöl-
skyldu hennar í sorginni.
Með sárum söknuði og djúpu
þakklæti,
Þrúður
Helgadóttir.
Jóhanna
Baldursdóttir
✝
Þórný Kristín
Sigmundsdóttir
fæddist á Hjalteyri
við Eyjafjörð 11.
maí 1954. Hún lést
13. júlí 2022 á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut.
Foreldrar henn-
ar voru Sigmundur
Óli Reykjalín Magn-
ússon, f. 4. des.
1923, d. 17. des. 2014, og Guðrún
Anna Kristjánsdóttir, f. á Básum
í Grímsey 2. sept. 1931, d. 12. okt.
2007. Börn þeirra voru fjögur
talsins; Þórir Ottó lést 23 ára að
aldri, eftir lifa tvær systur.
Þórný giftist Guðmundi Sig-
urbjörnssyni árið 1975. Börn
þeirra eru: Björn Þór, f. 1974,
maki Halla Berg-
lind og eiga þau sex
börn samtals, og
Arna Rún, f. 1978.
Hún á fimm börn.
Barnabörn Þórnýj-
ar eru Aníta Lind,
Alexandra Gná,
Guðmundur Hreið-
ar, Ísabella Gná,
Natalía Ruth, Aron
Þór, Viktoría, Bald-
vin Þór og eitt lang-
ömmubarn, Hrafney Imma.
Þórný starfaði lengst af við
hvers konar skrifstofustörf. Hún
var virk í AA-samtökunum og
setti meðal annars á legg deild í
Torreveija á Spáni.
Útför Þórnýjar fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 12. ágúst
2022, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku mamma mín.
Mandran mín litla, eins og ég
kallaði hana stundum, lést þann
13. júlí sl. Hlýja konan með besta
faðminn. Nú er kallið komið og
hinsta kveðjustund runnin upp.
Öllum þínum kvölum og erfiðri
þrautagöngu er nú lokið
Það er sárara en orð fá lýst að
missa foreldri sitt á svo skömmum
tíma. Ekki óraði mig fyrir því að
þú ættir einungis nokkra daga eft-
ir, eftir að við fréttum að þú værir
með þennan illvíga sjúkdóm,
krabbamein.
Á augabragði varstu hrifsuð frá
okkur en ég trúi að það hafi legið
mikið á að fá þig í Sumarlandið.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka. Þú varst ekki bara
mamma mín, heldur líka vinkona
mín, úrræðagóð með eindæmum.
Oft urðu símtölin okkar ansi löng
þegar við duttum í spjöllin okkar.
Við áttum það sameiginlegt að
finnast gaman að spjalla um dag-
inn og veginn. Þú valdir þínar eig-
in leiðir í lífinu og varst afar fylgin
þér í því sem þú tókst þér fyrir
hendur.
Þú áttir nýlega 11 ára edrúaf-
mæli sem ég var svo stolt af. Þú,
ásamt vini þínum, settir af stað
AA-deild úti á Spáni og opnaðir
heimili þitt og hjarta að fullu. Það
sýndi vel hvaða manneskju þú
hafðir að geyma og gerðir af heil-
um hug.
Þú heillaðist bæði af landi og
þjóð í einu af okkar fríum árið
2016 þegar við heimsóttum Bibbu
Beauty eins og þú kallaðir hana.
Þú ákvaðst að láta slag standa og
dvelja þar vetrarlangt. Þar dvald-
ir þú síðustu mánuðina af þessari
jarðvist en náðir þó heim í tæka
tíð áður en kallið kom. Þú varst
svokölluð Spánardrottning. Þú
fórst í faðmi okkar barnanna
þinna, alveg eins og ég held að þú
hafir óskað þér. Þú varst afar stolt
af afkomendum þínum og elskaðir
fátt meira en að gleðja þau og
fylgjast með þeim vaxa og dafna.
Ég minnist fallegu orðanna þinna:
„Hvað er dýrmætara en að eiga
hlutdeild í öllu þessu fallega
fólki?“ Þú varst einstaklega hand-
lagin og meistarabakari og gerðir
bestu og fallegustu kökur sem ég
hef augum litið. Sem betur fer
lærði ég af þeirri bestu og ef guð
lofar næ ég kannski handlagni
þinni einn daginn. Þú lagðir mikið
upp úr því að vera glæsilega til
höfð, allt í stíl, sokkarnir líka,
pússaðar og lakkaðar neglurnar,
þannig leið þér best. Stundum
fannst stelpunni þinni (mér) þetta
einum of og skellti upp úr, en
svona vildir þú vera.
Á uppvaxtarárum mínum varst
þú umhyggjusöm og natin móðir.
Til dæmis þegar ég og Berglind
vinkona á Tómó tókum okkar
prakkarastrikstímabil, þá sýndir
þú okkur endalausa þolinmæði.
Ekki einfaldaðist móðurhlutverk
þitt þegar ég komst á unglings-
árin eða þegar ég eignaðist mitt
fyrsta barn 19 ára. Alltaf stóðst þú
þéttingsfast við bakið á mér og
leiðbeindir mér eftir bestu getu í
lífsins ólgusjó. Þú hafðir einstak-
lega góða nærveru og margar vin-
konur mínar tóku ástfóstri við þig.
Ekki má nú gleyma hundunum
þínum, hversu góð þú varst við þá,
þeir áttu hug þinn og hjarta.
Nú eru fallegar minningar
blendnar djúpum söknuði.
Ég elska þig og sakna og bið
guð og góða vætti að varðveita
hina fallegu sál þína þar til við
sameinumst á ný.
Takk fyrir samfylgdina elsku
mamma mín.
Þín elskandi dóttir,
Arna Rún.
Minn fallegi engill, hún amma
mín, sem var minn klettur og
besta vinkona. Hún átti allt það
besta í heimi skilið, lífið lék ekki
alltaf við hana en hjartað í þessari
konu var búið til úr gulli. Allt sem
við gerðum saman og allar minn-
ingar okkar lifa með mér um
ókomna tíð. Ég mun halda áfram
lífinu og hugsa um allar fallegu
stundirnar sem við áttum saman.
Elsku amma mín, ég á eftir að
sakna þín alla daga og ég mun
halda fallegri minningu þinni lif-
andi. Ég myndi gera allt til að fá
að kyssa þig og knúsa þig einu
sinni enn og segja þér hversu mik-
ið ég elskaði þig. Ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að vera með
þér og hjá þér í þinni síðustu dvöl
á Spáni, þar sem þú elskaðir að
dvelja og var draumastaðurinn
þinn. Ég geri það sem ég get til að
þú getir haldið áfram að vera stolt
af mér, eins og þú varst svo oft,
endalaust að hrósa mér. Ég á eftir
að sakna símtalanna þinna og
raddarinnar þinnar.
Ég lofa því, amma, að ég mun
heiðra þína fallegu minningu og
fer með hana til minna barna
þangað til við sameinumst á ný.
Elska þig fallegi engillinn
minn.
Bellan þín að eilífu,
Ísabella Gná
Örnudóttir.
Þórný Kristín
Sigmundsdóttir
Elsku eiginmaður minn, yndislegi pabbi
okkar, tengdapabbi og afi,
STEFÁN RAFN ELINBERGSSON
lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild
Landspítala Fossvogi sunnudaginn
7. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 16. ágúst klukkan 15.
Elísabet Sigfúsdóttir
Vaka Ýr Sævarsdóttir Ólafur Ögmundarson
Heiðdís Huld Stefánsdóttir
Freyr Stefánsson Sara Nybo Vinther
Ögmundur Steinar, Una og Ingimar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ERLING ASPELUND,
Tómasarhaga 11, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 24. ágúst
klukkan 15.
Þórey Aspelund
Kristín Aspelund Hákon Aspelund
Erling Aspelund Kristín Björnsdóttir
Karl Aspelund Brenda Aspelund
Thor Aspelund Arna Guðmundsdóttir
Guðrún Aspelund Gunnar Jakobsson
barnabörn og barnabarnabörn