Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
✝
Ólafur Andrés
Ingimundarson
fæddist á Hrísbrú í
Mosfellsdal 22. nóv-
ember 1933. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hömrum
í Mosfellsbæ 17. júlí
2022.
Ólafur ólst upp á
Hrísbrú og bjó þar
alla tíð. Foreldrar
hans voru Ingi-
mundur Ámundason, f. 1896, d.
1979, og Elínborg Andrésdóttir,
f. 1900, d. 1995. Systur hans
voru Svava Steinunn, f. 1932, d.
2020, Eygerður, f. 1938, d. 2005,
og Ólöf Jóna, f. 1941.
Hinn 29.4. 1967 giftist hann
Ásgerði Gísladóttur, f. 16.10.
1944, frá Stóra-Búrfelli í Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Börn þeirra
eru: 1) Andrés, f. 1968, maki
gerði Erlu. 4) Ingibjörg, f. 1979,
maki Valdimar Hjaltason, f.
1979. Þeirra börn eru Eysteinn
Orri, Dagbjört Ósk og Ása Val-
dís. 5) Ingimundur, f. 1980, maki
Sigrún Bjarnadóttir, f. 1977.
Þeirra börn eru Finnbjörn,
Bjarni Freyr og Ásdís Lóa.
Ólafur var fæddur og uppal-
inn í Hrísbrú í Mosfellsdal. Þar
hóf hann svo búskap fyrst með
foreldrum sínum en tók svo al-
veg við búskapnum 1967. Auk
þess að vera með blandaðan bú-
skap rak hann hestaleigu um
árabil, en hún hætti 1969. Ólaf-
ur var duglegur að hverju sem
hann gekk og til marks um það
voru byggð upp flest hús á jörð-
inni í hans tíð. Hann hafði yndi
af hestamennsku og átti góða
hesta, þótt ekki væri alltaf mik-
ill tími til útreiða. Síðustu árin,
eftir að heilsan bilaði, dvaldi
hann á hjúkrunarheimilinu
Hömrum, mest bundinn hjóla-
stól. Útför Ólafs fer fram frá
Mosfellskirkju í dag, 12. ágúst
2022, kl. 12.
Slóð á streymi:
https://streyma.is/streymi/
Hólmfríður Ólafs-
dóttir, f. 1970.
Þeirra synir Ólafur
Árni, Egill Fannar
og Ámund Jes. 2)
Gísli Þór, f. 1969,
maki Bára Bene-
diktsdóttir, f. 1966.
Börn hennar frá
fyrri samböndum
eru a) Birna, hún á
tvö börn, Margréti
Ylfu og Úlf Ara, b)
Irma, c) Auður, d) Styrmir og e)
Hekla. Fyrir á Gísli soninn Daní-
el, móðir hans er Steinunn Bern-
harðsdóttir. 3) Elínborg Jóna, f.
1973, maki Aðalsteinn Óm-
arsson, f. 1963. Hann á fyrir
dæturnar a) Sunnu Björgu,
maki Brynjar, þau eiga börnin
Auði Ylfu og Kára Stein og b)
Kristínu Jóhönnu. Elínborg á
fyrir dæturnar Söndru og Ás-
Elsku pabbi okkar, nú er
komið að leiðarlokum og eftir
sitja ljúfar minningar.
Mosfellsdalurinn þar sem þú
bjóst alla ævi var þér svo kær.
Þú settir mark þitt á hann með
þínum búskap á Hrísbrú og
mun minning þín lifa þar alla
tíð.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Hinsta kveðja,
Andrés, Gísli, El-
ínborg, Ingibjörg
og Ingimundur.
Þegar vetur lífs er liðinn
ljómar eilíft sólskins-vor.
Stirt þó gangi, stutt er biðin,
stíg ég glaður hinztu spor.
Guðs er mikill gæzku kraftur,
gaf hann öllum lífið fyrst.
Hann mig gerir ungan aftur
eftir þessa jarðarvist.
(Jón G. Sigurðarson frá Hoftúnum)
Takk fyrir allt kæri vinur.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra elsku fjölskylda.
Úrsúla og Þórður
(Úlla og Doddi).
Það var um haust þegar
Mosfellshreppur var sveit. Far-
ið var að nálgast smala-
mennsku og heimahagar smal-
aðir, til að koma fé sem bændur
á þessum bæjum áttu ekki, til
skila. Í þessu tilfelli höfðu Leir-
vogstunga og Hrísbrú samráð
um smölunina og rekið var að á
Hrísbrú.
Hrísbrú á land að Leirvogsá
og Minna-Mosfelli þar fyrir
austan. Látið var vita hvenær
Hrísbrúarmenn fóru norður
fyrir fjall, eins og Mosfellið var
stundum kallað.
Leirvogstungumenn fóru þá
að tygja sig og smöluðu Tungu-
engjarnar og ráku upp mela til
móts við féð sem kom norður
fyrir fjall. Þeir reyndu að tíma-
setja þetta þannig að sæi í
fyrstu kindurnar koma yfir öxl-
ina norðvestan Mosfells, ofan
við Leirvogsárgljúfrin, ofan við
Gráhól. Landamerki þessara
tveggja jarða eru úr Gráhól og
bein loftlína í ármót Köldu-
kvíslar og Norðurreykjaár
neðst í Mosfellsdalnum. Mörg-
um er tamt að kalla ána Suð-
urá, sem er ekki rétt. Síðan
sameinuðust fjárhóparnir og
rekið var að sem kallað er í
réttina við fjárhúsin á Hrísbrú.
Við fermingarbróðir minn,
Ólafur Andrés Ingimundarson
á Hrísbrú, vorum þarna
fremstir í flokki á okkar ung-
lingsaldri með öðrum búendum
á Hrísbrú. Svo var dregið í
sundur og fé sem ekki var frá
þessum bæjum var gjarnan
rekið í veg fyrir þá sem smöl-
uðu Mosfellsheiði daginn eftir.
Það var geymt á Hraðastöðum
yfir nóttina. Þá var Mosfells-
heiði smöluð frá há-Sauðafelli,
Þingvallasveitarmörkum, eins
og sveitin hét þá, suður í
Hafravatnsrétt.
Svona gekk þetta árlega fyr-
ir sig, og svo bauð Elínborg
móðir Óla öllum í mat, kjötsúpu
og ekkert í hana sparað. Þegar
máltíðinni lauk, þá var bara að
þakka fyrir sig og rölta heim í
Leirvogstungu með kannski
nokkrar kindur frá okkur.
Við Óli á Hrísbrú vorum ald-
ir upp með ær og kýr og þar
lærðum við til verka, það var
okkar leikskóli. Nú ku það vera
saknæmt að börn og unglingar
leggi hönd á plóginn og vinni.
Líklega voru okkar fyrstu
kynni í skólastofunni í Brúar-
landskjallaranum hjá Klöru
Klængsdóttur kennara. Hún lét
verkin tala og hélt tryggð við
okkur til æviloka.
Eitt enn man ég vel. Við
komum með að heiman kver til
að læra stafina og kveða að. Óli
kom með Legg og skel og ég
með Gagn og gaman. Ég skildi
ekki í því að strákur ofan úr
Mosfellsdal kæmi með sjávar-
síðukver. En þetta gekk samt
ágætlega. Svona hrannast upp
minningarnar. Hann leitaði sér
kvonfangs norðan heiða, Ás-
gerðar Gísladóttur, sem stóð
með honum gegnum súrt og
sætt þar til yfir lauk og eign-
aðist með honum dugmikil
börn.
Svo í fyllingu tímans tóku
þau við búinu af foreldrum Óla.
Þar ráku þau stórbú í áratugi.
Á sumrin var slegið á nóttunni
og heyið þurrkað á daginn og
fengnar slægjur nánast út um
alla sveit. Bústofninn var svo
stór að Hrísbrúartúnin dugðu
ekki. Þá voru kýr á öllum bæj-
um í Mosfellshreppi, allt frá
bæjunum sunnan Úlfarsfells og
upp að Bringum. Mjólkurbíllinn
tók líka mjólkina frá Stardal og
Hrafnhólum í Kjalarneshreppi,
sem nú eru innan marka
Reykjavíkurborgar.
Við sendum Ásgerði og fjöl-
skyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur
Magnússon frá
Leirvogstungu.
Nú, þegar Ólafur Andrés
Ingimundarson, bóndi á
Hrísbrú í Mosfellsdal, er allur,
vil ég minnast hans í nokkrum
orðum. Kynni okkar stóðu
hálfan fjórða áratug og lengst
af vorum við þá nágrannar.
Gott var þá að eiga Ólaf og Ás-
gerði og þeirra stóru og sam-
heldnu fjölskyldu að vinum og
hjálparhellum í amstri dag-
anna.
Ólafur á Hrísbrú var bóndi
af guðs náð sem tók við jörð og
búi af föður og skilaði því
áfram til sonar. Hann var ötull
búmaður sem mikið liggur eft-
ir. Einkum var þó hann ann-
álaður heyskaparmaður, og
sérstök list hans var að ráða í
veðurhorfurnar í Dalnum í
heyönnum.
Ungum þótti Ólafi þröngt
um sig á Hrísbrú, og leit þá til
kostameiri jarða annars stað-
ar. En með því að vinna kapp-
samlega, byggja upp húsakost,
rækta hvern blett og gernýta
allar fáanlegar slægjur með
öflugum og stórvirkum vélum,
tókst honum að halda tryggð
sinni við Dalinn.
Ólafur hafði yndi af hestum
og átti stundum gæðinga.
Hann stofnaði til hestaleigu á
Hrísbrú og rak hana í um ára-
tug og var þá frumkvöðull á
því sviði.
Ólafur á Hrísbrú var góður
heim að sækja. Hann var jafn-
an glaður og reifur og gjarnan
með spaugyrði á vörum. Hann
fylgdist vel með dægurmálum
og ræddi þau gjarnan. Við sát-
um eitt sinn sem oftar saman
að skrafi og heyrðum fréttir í
útvarpi. Sagt var að Jóhanna
Sigurðardóttir væri orðin for-
sætisráðherra Íslands. Eitt-
hvað ræddum við þetta en vor-
um þó ekki mjög uppnæmir.
Heim kominn sá ég á skjá að
þann daginn var þetta ein af
aðalfréttum heimsins, og hafði
með kynhneigð að gera, sem
ekki hafði hvarflað að okkur
Ólafi.
Ólafur las bækur og eftir að
búönnum létti mátti hann kall-
ast lestrarhestur. Hann kunni
ljóð og á góðum stundum átti
hann til að fara með hendingar
og þá gjarnan með tilþrifum og
voru þá Fákar Einars Ben í
miklum metum.
Ólafur hafði áhuga á sögu,
og var sögufróður maður. Bú-
andi á slóð Egils Skallagríms-
sonar var hann vel heima í
sögu hans.
Þegar Jesse Byock hóf að
svipast um í Mosfellsdalnum,
eftir höfuðskel Egils Skalla-
grímssonar upp úr 1980, fylgd-
ist Ólafur með því af áhuga og
þó einkum þegar Jesse hóf síð-
ar fornleifarannsóknir og upp-
gröft á Kirkjuhólnum á
Hrísbrú, laust eftir aldamótin.
Hann naut þess þá að miðla
fróðleik og greiða fyrir þessu
starfi á allan hátt. Þá var oft
fjölmenni og mikil bílaþvaga á
Hrísbrúarhlaði. Heimamenn
fögnuðu hverjum gesti innilega
og veittu húsaskjól og alla
mögulega aðstoð.
Það var góð og eftirminnileg
stund sem við Ólafur áttum
með Agli Skallagrímssyni
sjálfum á söguloftinu í Borg-
arnesi, á sýningu Benedikts
Erlingssonar. Ólafi þótti vænt
um að Egill skyldi þá einmitt
velja hann til að halda í hest-
inn fyrir sig, meðan Egill sjálf-
ur þjarmaði að nokkrum fjand-
mönnum.
Ólafur á Hrísbrú var ekki
einn á lífsgöngu sinni. Eigin-
kona hans, Ásgerður Gísladótt-
ir, stóð þétt með honum í blíðu
og stríðu alla tíð, sem og börn-
in þeirra fimm og þeirra fjöl-
skyldur, og systur hans þrjár.
Hann var umvafinn kærleika
ástríkrar fjölskyldu sem ég
votta nú innilega samúð.
Ég kveð Ólaf á Hrísbrú með
þökk fyrir okkar góðu kynni.
Valur Steinn
Þorvaldsson.
Ólafur Andrés
Ingimundarson
✝
Haraldur Ár-
mann Hann-
esson fæddist á Eyr-
arbakka 1. janúar
1932. Hann lést á
Landspítalanum 30.
júlí 2022.
Foreldrar hans
voru Hannes Andr-
ésson, f. 22. sept-
ember 1892, d. 1.
mars 1972, og Jó-
hanna Bernharðs-
dóttir, f. 1. október 1896, d. 27.
september 1970. Systkini hans
eru Gunnlaug, f. 17. september
1920, d. 11. ágúst 2012, Fanney,
f. 2. mars 1922, d. 14. júlí 2009,
Andrés, f. 1924, d. 20. október
2003, Bernharður, f. 6. nóvember
1925, Jórunn, f. 3. apríl 1928, d.
26. nóvember 2014, Hannes, f. 5.
nóvember 1930, d. 24. maí 2006,
Svanlaug, f. 20. apríl 1933, d. 31.
janúar 2003, og Garðar, f. 18.
febrúar 1935.
Haraldur giftist 12. desember
1964 Erlu Markúsdóttur frá
Borgareyrum, f. 21.11. 1936, d.
18.9. 2017. Þau eignuðust fimm
börn. Þau eru: 1) Magnús Þór, f.
26.9. 1964, maki Ásgerður Ei-
ríksdóttir, f. 23.3. 1962. Börn
Barn þeirra Níels Örn, f. 9.6.
2021. 3) Hannes Hrafn, f. 28.5.
1968, maki Sigrún Halla Árna-
dóttir, f. 18.4. 1972. Börn hans og
Guðbjargar Rósar Sigurð-
ardóttur: a) Haraldur Jóhann, f.
25.6. 1996, maki Stefanía Elsa
Jónsdóttir, f. 5.12. 1996. Barn
þeirra Malen Rós, f. 30.3. 2022. b)
Sigurður Arnar, f. 5.8. 1999,
maki Katrín Ósk Einarsdóttir, f.
27.1. 1999. c) Linda Rós, f. 13.1.
2003, maki Pétur Jarl Gunn-
arsson, f. 17.12. 1998. Stjúpbörn
hans: d) Snædís Inga Nicole Ta-
rafa, f. 2.6. 2004, e) Sóley Lilja
Tarafa, f. 30.5. 2006. 4) Jóhanna,
f. 21.10. 1972. Barn hennar og
Svavars Hávarðssonar er Hákon,
f. 8.7. 1995. 5) Jón, f. 3.9. 1974,
maki Elísabet Ósk Guðlaugs-
dóttir, f. 28.4. 1988. Börn hans og
Önnu Kristínar Gunnarsdóttur:
a) Hekla Björg, f. 18.8. 1999, b)
Gunnar Atli, f. 9.1. 2006. Börn
hans og Aðalbjargar Jóhönnu
Helgadóttur: c) Védís Kolka, f.
29.5. 2008, d) Helgi Leó, f. 23.7.
2011. Stjúpbörn hans: e) Elma
Rut, f. 1.5. 2015, f) Gunnar Vil-
berg, f. 21.9. 2016.
Haraldur ólst upp á Eyr-
arbakka, en bjó lengst af í Þor-
lákshöfn og starfaði þar meðal
annars sem vélstjóri, við járn-
smíði og viðhaldsvinnu tengda
sjávarútvegi.
Útför Haraldar fer fram frá
Þorlákskirkju í dag, 12. ágúst
2022, klukkan 14.
þeirra: a) Jóhanna
Ósk Ólafsdóttir, f.
14.3. 1981, maki
Ragna Ragn-
arsdóttir, f. 18.8.
1981. Barn þeirra
Ásgerður Elva
Jónsdóttir, f. 23.5.
1998, maki Þórir
Guðmundsson, f.
18.2. 1997, barn
þeirra Guðmundur
Garðar, f. 13.2.
2020. b) Stefán Ólafsson, f. 28.8.
1982, maki Ewa Sieminska, f.
10.8. 1976. Börn þeirra: Oliver
Þór, f. 7.12. 2008, og Gabriel Osk-
ar, f. 6.7. 2012. c) Ármann Helgi,
f. 29.7. 1990, maki Erika Cele-
sova, f. 21.4. 1985. Börn þeirra
Maxim Leó, f. 20.4. 2013, og Ma-
ya Sól, f. 23.9. 2017. d) Þorberg-
ur, f. 3.5. 1998. 2) Markús Örn, f.
30.5. 1966, maki Guðbjörg Ósk
Kjartansdóttir, f. 8.5. 1968. Börn
þeirra: a) Erla Sif, f. 5.2. 1989,
maki Jón Reynir Sveinsson, f.
14.10. 1986. Börn þeirra eru
Markús Alex, f. 19.6. 2013, Theó-
dór Atli, f. 15.4. 2019, Finnur
Andri, f. 10.1. 2021. b) Berglind
Eva, f. 21.4. 1992, maki Benedikt
Bjarni Níelsson, f. 28.10. 1998.
Haraldur móðurbróðir minn
fæddist í Eiríksbænum á Eyr-
arbakka og var einn af níu systk-
inum. Svona stórir systkinahóp-
ar voru frekar algengir á
Bakkanum þegar Haraldur var
að alast þar upp og margir fóru í
sveit á sumrin. Haraldur fór sem
snúningastrákur að Fjalli á
Skeiðum hjá hjónunum Guðfinnu
og Valdimar í eystri bænum,
fyrst þegar hann var 10 ára
gamall og var þar alls í fimm
sumur. Halli var alla tíð mjög
traustur maður. Þegar Halli var
strákur fól faðir minn honum að
sjá um trilluna sína á meðan
hann var á sjónum og fórst hon-
um það vel úr hendi. Hann byrj-
aði 16 ára gamall að vinna í raf-
línuflokki Hannesar
Andréssonar föður síns og á
þeim tíma varð dauðaslys í
flokknum. Maðurinn dó í kjöltu
Haraldar og sagði hann mér einu
sinni að hann hefði aldrei jafnað
sig á þessu og það hefði fylgt sér
alla tíð.
Haraldur var mjög handlag-
inn og hafði áhuga á vélum.
Hann fór í vélvirkjanám í Lands-
smiðjunni og útskrifaðist sem
vélvirki og fór síðan í Vélskól-
ann. Á tímabili var hann vélstjóri
til sjós.
Haraldur var snyrtimenni og
smekkmaður sem var yfirleitt
vel til fara og fínn í tauinu. Þeg-
ar hann keypti sér ný jakkaföt
kom hann oft með þau til
mömmu til að láta hana meta
þau en hún vann á saumastofu
Andrésar Andréssonar fatafram-
leiðanda í Reykjavík um tíma
þegar hún var ung stúlka.
Haraldur giftist Erlu Mark-
úsdóttur og þau eignuðust fjögur
börn saman. Erla var gæfa Halla
í lífinu. Þau settust að í Þorláks-
höfn og þar stofnaði Halli vél-
smiðju. Rekstur vélsmiðjunnar
varð of tímafrekur til lengdar
samhliða vélsmiðjuvinnunni og
auk þess var erfitt að standast
samkeppni við vörur frá útlönd-
um og Halli hætti rekstrinum.
Halli var hlédrægur að eðl-
isfari en hafði fínan húmor.
Hann lét sér alltaf mjög annt um
mig og smíðaði m.a. bíl handa
mér sem var með koparöxlum.
Einnig smíðaði hann skíðasleða
handa mér og litla svifflugu sem
gat flogið.
Við áttum eftir að fara í bíltúr
á Eyrarbakka og eins að ræða
ýmislegt en covid hindraði það.
Maður heldur alltaf að nægur
tími sé til stefnu en svo er tíminn
skyndilega farinn. Eftir standa
minningar um góðan mann.
Brynjólfur G.
Brynjólfsson.
Haraldur Ármann
Hannesson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elsku bestu
dóttur okkar og systur,
SÓLRÚNAR LÁRU SVERRISDÓTTUR,
Kirkjubæjarklaustri II.
Minningin lifir í hjörtum okkar.
Fanney Ólöf Lárusdóttir Sverrir Gíslason
Sigurður Gísli Sverrisson
Ásgeir Örn Sverrisson
Ástkær eiginmaður minn,
SIGURBJARTUR JÓHANNESSON,
lést á Landakoti sunnudaginn 7. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sigrún Guðbergsdóttir og fjölskylda
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLI THEÓDÓR HERMANNSSON
matreiðslumeistari,
lést mánudaginn 8. ágúst.
Útför fer fram frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 17. ágúst klukkan 13.
Gunnar Þór Hilmarsson Brenda Sjöberg
Ágústa Óladóttir Páll Bryngeirsson
Bjarkar Þór Ólason Olga Hrönn Olgeirsdóttir
Hrund Ýr Óladóttir Sigurður Árni Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn