Morgunblaðið - 12.08.2022, Page 21

Morgunblaðið - 12.08.2022, Page 21
Löngum lágu leiðir okkar Gilla og fjölskyldna saman. Það er flókin flétta. Við gátum ekki annað en hitt fjölskyldur hvor annars, í fá- sem fjölmenni. Gleði sem og sorg. Við heimsóttum Gilla, Gunnu og þeirra fólk oft í bústaðinn. Renndum fyrir fisk, spiluðum saman fyrir dansi og söng við ým- is tækifæri. Gilli var hæfur og smekkvís hljómborðsleikari. Við vorum ásamt nokkrum kærum vinum meðlimir í hljómsveitinni Hvass- aladies, sem hvergi gat sér gott orð, en okkur þykir afar vænt um. Gilli fann þetta snilldarnafn á sveitina. Laumaði því að á sinn hægláta hátt. Man ekki til að Gilli hafi átt í útistöðum við nokkra manneskju. Það var ekki hans stíll. Sögur eru til af því, að þegar hann var að æfa með Kamarorghestum í Kö- ben í „denn“ hafi verið tekist á um útfærslur. Hitnaði meðlimum stundum í hamsi. Þá tók Gilli gjarnan upp prjónana til að prjóna flíkur á Ömmsa og systk- inabörnin. Mánuði áður en Jónsi vinur okkar dó bauð hann okkur Gilla í sunnudagskaffi. Þá vissi Jónsi að hverju stefndi. Hann leit á okkur og sagði: „Þið drepist líka, þið vit- ið bara ekki hvenær ennþá.“ Nú er þessi staðhæfing aðeins sönn að hálfu. Far vel vinur minn. Guð hjálpi okkur hinum. Ef hún hefur tíma aflögu. Bið að heilsa. Þinn vinur, Gunnar O. Rósarsson. Það eru þau sem maður horfir á eftir og finnur hversu óaftur- kræfar stundirnar eru, hve kynn- in voru dýrmæt. Ég hafði hitt Gísla í Hvassa- leitinu sumarið ’78 en kynntist honum þó ekki að ráði fyrr en hann boðaði komu sína til Berl- ínar ári seinna og yrði ekki einn á ferð. Svana hafði haft spurnir af ferðafélaganum, við Gunna unn- um saman á innheimtudeild út- varpsins, hún forkur til vinnu sem rímaði kannski ekki alveg við mínípilsið og túperinguna, ég slæpingi á launum við dagdrauma í skjóli innheimtustjórans föður míns. Hvernig í lífinu eiga þau saman spurði ég mig en svo voru þau mætt og deginum ljósara að allt var eins og það átti að vera, við bjuggum um þau undir flygl- inum í kolakyntum vistarverum sem voru í senn svefnstaður og vinnuherbergi og hlógum stund- um að því síðar meir, ekkert nema hvíslingar og hljóðir kossar í boði og vinátta okkar fjögurra. Við komum iðulega við í Kaup- mannahöfn á leiðinni heim og þau til Berlínar, sumarið 1983 vorum við Stefanía vikulangt í þeirra umsjá á meðan Svana æfði fyrir einleikarapróf, við Gilli skrupp- um kannski í bæinn með Stefaníu og Ögmund, sem gætti um- hyggjusamur fjórum árum yngri frænku sinnar eins og sjáaldurs auga síns á meðan við settumst niður á Kaffi Sommersko yfir bjórglasi í mjúkri birtu samver- unnar, orð voru óþörf. Gilli sýndi mér Kristjaníu, ég var fullur efasemda eins róttæk- ur og ég þóttist vera, fyrir honum var þetta fín pæling, Stefanía tengdamóðir mín hafði af því áhyggjur, svo náin sem þau voru, að Gísli hennar slyppi ekki óskaddaður frá Köben, samfélagi sem sýndist vera í uppreisn gegn góðra manna siðum, kannski sáum við hin heldur ekki fyrir að hann yrði vísindamaður í farar- broddi í sinni grein, þetta ljúf- menni í dulargervi þungarokkara sem þó gat dáleitt gæsir úr út- hverfum Kaupmannahafnar með sér á gjörning. Mér fannst þau Gunna á stundum of umburðar- lynd gagnvart „hinum spilltu“, seinna áttaði ég mig á muninum á skilningi og skoðunum, sá hverju fordómaleysi þeirra fékk áorkað. Svo lá leiðin heim, fjölskyldu- stundirnar í Hvassó enn ljóslif- andi, gamlárskvöldin, stundum skorað á okkur Gilla að taka fjór- hentan blús sem okkur leiddist ekki, „Standing on the pavement with a suitcase in my hand“, bjuggum við þennan texta til? Ég finn hann hvergi en þessi setning er ekki út úr blánum finnst mér núna. Tótal dásemd sagði Gunna. Reykpása á útitröppunum, við áttum heiminn óskiptan, flugeld- ar á stangli, hvergi annars staðar vit í að vera, tótal dásemd! Fyrir ekki svo löngu hittum við Bergljót þau á Kalda, komið þið í mat á eftir sagði Gunna, ég skelli kjúlla í ofninn, eftir matinn sendu þær okkur Gilla eftir bjór á krá sem seldi hann úr húsi undir kostnaðarverði, eitthvað stemmdi ekki, óljós háski í loftinu og kannski þess vegna vorum við aftur á vafasamri krá í Berlín eða Köben eða á einhverjum þeirra framandi staða sem við ætluðum til síðar. Kannski hittumst við aft- ur þar, hver veit. Þeim öllum sem voru fjöl- skylda míns góða vinar votta ég dýpstu samúð. Ólafur Axelsson. Nú eru þau bæði farin, Gunna og Gilli, og mér finnst eins og þeim kafla í lífi mínu sem hófst í Kaupmannahöfn fyrir rúmum 40 árum sé lokið. Við Gunna ákváðum árið 1979 að flytja sam- an til Kaupmannahafnar og Gunna fór með Ögmund um vorið og ég kom svo um sumarið en þá hafði Gunna kynnst tveimur strákum sem voru til í að leigja með okkur og annar þeirra var Gísli Víkingsson, feiminn og svip- fallegur ljúflingur. Um veturinn bjuggum við svo saman á Öster- rigsgade 43 á Amager, fjórar stelpur, tveir strákar og svo auð- vitað Ögmundur sem þá var tveggja ára. Gilli var hippi, bæði í framkomu og ásýnd, skeggjaður og með mikið og liðað dökkt hár, ljúfur og tillitssamur, félagslynd- ur og hrókur alls fagnaðar ef hljóðfæri var við höndina en líka hæglátur og yfirvegaður og hélt sínu striki. Hann var um margt óvenjulegur ungur maður sem gekk í öll húsverk og þegar við sátum heima á síðkvöldum greip hann í prjónana og framleiddi lit- skrúðugar lopapeysur á fjöl- skyldu og vini. Gunna og Gilli voru ekki par þegar við fluttum saman en fljót- lega varð ljóst að hún einsetti sér að gera úr sambandi þeirra annað og meira en vináttu. Hinn 19. október 1979, sem var reyndar af- mælisdagur Gunnu, stóð Íslend- ingafélagið fyrir samkvæmi fyrir nýja námsmenn og við Gunna ákváðum að hún skyldi fara en ég myndi passa Ögmund. Gilli stóðst ekki áhlaupið og þetta kvöld markaði upphafið að farsælu sambandi þeirra og 19. október 2019 héldum við saman upp á 40 ára afmæli fyrsta kossins í Varsjá, aðeins tveimur mánuðum áður en Gunna lést. Gunna og Gilli voru mjög ólík en mynduðu saman svo sterka heild að það var erfitt að hugsa sér annað án hins. Þau voru ein- faldlega Gunna og Gilli. Gunna gat farið með himinskautum en Gilli fór sér hægar og fékk hana stundum til að staldra við þó að hann fylgdi henni alltaf að mál- um. Gunna átti það líka til að ýta við Gilla ef henni fannst hann setja ljós sitt um of undir mæli- ker. Gagnkvæm aðdáun þeirra var augljós og oft mátti sjá Gunnu horfa á hann Gilla sinn og stoltið og elskan skein úr andlit- inu. Hjá Gilla fann Gunna það sem hún þráði og þurfti; skemmtilegan og greindan félaga sem réð henni heilt þegar það átti við en missti samt aldrei sjónar á spaugilegum hliðum tilverunnar; hæglátan fjölskylduföður eða samkvæmisljón eftir atvikum; en umfram allt traustan lífsförunaut sem elskaði fyrst hana og Ög- mund, og síðar Ingibjörgu Helgu, skilyrðislaust. Andlátsfregnin var mikið reið- arslag en kannski var þetta skrif- að í stjörnurnar. Gunna og Gilli voru óaðskiljanleg og þó að Gilli tæki brotthvarfi Gunnu af miklu æðruleysi þá saknaði hann henn- ar mikið. Nú eru þau aftur eitt, sameinuð í sumarlandinu, en skilja eftir sig ríkulegan sjóð minninga sem við sem eftir lifum getum sótt í og lært af hvernig á að lifa og njóta. Hugur minn er hjá ástvinum hans sem hafa misst svo mikið, systkinum, Ögmundi, Birnu, Jörundi, Úlfi og Móeiði en ekki síst Ingibjörgu Helgu sem var í daglegu sambandi við pabba sinn eftir fráfall Gunnu. Við Hjölli sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Það voru brúnaþungir hljóm- sveitarfélagar Gísla Víkings sem gengu inn í Klúbbhúsið til æfinga nokkrum dögum eftir fregnir af andláti hans. Stórt skarð var höggvið í hópinn, við höfðum misst góðan vin. Það varð okkur enn ljósara þegar við hófum að spila, guðdómlegir tónar hljóm- borðsins voru ekki með, píanó- skrautið var ekki til staðar, lögin virkuðu hjákátleg og illa útfærð. Það vantaði meistara Gilla. Við höfum notið þess að fá að vera vinir Gilla um langt skeið og stússa saman í ýmsu sem tengist tónlist og huggulegheitum. Hann var alger ljúflingur, með einstaka nærveru og góðan húmor. Alltaf til í að taka þátt í skemmtilegum verkefnum og leggja sitt af mörk- um. Tóneyra hans og snilld er kom að tónlistarflutningi var ein- stök, hann gat leikið nánast allt af fingrum fram og stundirnar þeg- ar sá gállinn var á honum voru „tótal dásemd“, svo vitnað sé til þekkts orðatiltækis Gunnu heit- innar, sem við söknum svo sárt líka. Gilla var annt um vini sína og vildi vita um okkar líðan þegar á bjátaði, þótt hann gerði lítið úr eigin áskorunum. Það var áfall fyrir hann að missa Guðrúnu, þá yndislegu og góðu konu, og sam- lyndi þeirra var einstakt. Veik- indi síðustu ára glímdi hann við af æðruleysi og alltaf var stutt í brosið. Þessir eiginleikar hjálp- uðu honum eflaust að ná heilsu á ný, orkan og léttleikinn var kom- inn á sama stað og fyrr og við vor- um komin á fullt að skipuleggja meira á tónlistarsviðinu. Fregnir um andlát Gilla komu því eins og þruma úr heiðskíru lofti, þetta er ósanngjarnt og við erum öll miður okkar. Mestur er þó missirinn hjá Ingibjörgu og Ögmundi, fjölskyldu Gilla og systkinum hans. Hugur okkar er hjá þeim, enda var Gilli frábær faðir og mikill fjölskyldumaður. Við félagarnir í hljómsveitinni söknum Gísla vinar okkar og minnumst hans alla tíð. En við er- um líka þakklát fyrir samveru- stundirnar með honum, þakklát og stolt yfir því að hafa notið vin- áttu hans um langt skeið, hafa fengið að vera hluti af lífi hans, borðað saman, hlegið saman, not- ið góðra vína saman – og umfram allt spilað tónlist saman. Nú hef- ur Gilli félagi okkar bankað upp á við himnahliðið – þar tekur Gunna á móti honum og saman stíga þau eilífðardansinn, svo fal- leg, svo eftirminnileg. Við sendum þér, okkar gamli vinur, Kveðju Hannesar Péturs- sonar: Í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veizt nú, í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna. Ársæll, Einar, Frímann, Her- mann, Hrafnkell, Hrefna og Ingvar. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022 Þá er komið að því að kveðja Hörð frænda. Hann var elsta barnabarn afa og ömmu á Syðri- Hömrum og ólst þar upp við mik- ið ástríki móður sinnar og náinna ættingja. Mamma mín, sem var móðursystir Hadda, var aðeins 11 ára þegar Haddi fæddist og sagði hún oft frá því að það hefði nánast verið eins og að eignast lítinn bróður. Enda átti hann sinn örugga og hlýja stað í hennar hjarta sem og systra hennar og móðurbróður alla tíð. Ég var svo lánsöm að hitta Hörð fyrir fáeinum vikum þegar við heimsóttum hann á Horn- brekku. Haddi var rólegur og yf- irvegaður að vanda, en stutt í bros og kímni þrátt fyrir veikindi. Í spjallinu barst talið að heimahög- unum á Syðri-Hömrum og greini- legt að sá staður var honum afar kær. Sem ungur maður kynntist Hörður Þóru sinni, flutti til Ólafs- fjarðar og eignuðust þau hjón synina Ottó og Guðna. Hörður átti langa vinnuævi við sjó- mennsku og ýmsu því tengdu og var ávallt við góða heilsu þar til fyrir skömmu. Þóra lést árið 2019 og var það mikill missir fyrir hann og fjöl- skylduna. En dauðinn spyr ekki hvenær henti að knýja á dyr fólks. Tæpum þremur sólarhringum fyrir andlát Harðar, barst sú harmþrungna fregn að Guðni son- ur hans hefði látist. Það var því skammt stórra högga á milli hjá nánustu fjölskyldu og ástvinum. Hörður Vignir Sigurðsson ✝ Hörður Vignir Sigurðsson fæddist 22. sept- ember 1934. Hann lést 29. júlí 2022. Útför hans hefur farið fram. Ég votta Ottó og fjölskyldu og Paul mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Megi minning um góðan mann lifa og veita styrk. Arndís Þorsteinsdóttir. Ég var að salta fisk. Taldi mig hel- víti góðan. Ekkert helvíti hér, fannst mér hann segja. Lagði hvert útflatt þorskflakið á eftir öðru hlið við hlið – þar til tekið er í aðra öxlina á mér – undurblítt – og yfir mér stendur hraunskorið fjall. Hörður Sig. Hann sagði: „Ekki gera svona. Gerðu svona.“ Svo undurblítt sagði hann þetta að ég tárast við endurminninguna. Ég var vanur því að verkstjóri hreytti ónotum í mig en nú bar nýrra við. Snerting á öxlina, svo hlý og stimamjúk að mér leið eins og sönnum byrjanda sem vill skilja – ekki flýja. Þess vegna er gaman að fá sanna tilsögn. Hann tók flak- ið sem ég hafði nýlega sett – en kolrangt – sneri því við og sagði: „Prófaðu þetta næst.“ Ég horfði upp. Og sá framan í hraunskorið andlit fjalls sem ég hafði aldrei séð áður. Minnti mig á „eilíbbðina“. Alltaf þegar ég hugsa um eilífðina hugsa ég um andlitið á Herði Sig., vini mínum úr sjóhúsi Sigvalda Þorleifs. Manninn sem bjó alltaf í Aðalgötu 34 með Þóru sinni og drengjunum tveimur, Ottó og Guðna, sem við kveðjum líka hér í dag. Þar er „ei- líbbðin“. Og nú er hún komin til að vitja okkar. Hann var svo mikill einfari að það var erfitt að nálgast hann í vinnu – og kaffi. Ég var reyndar ekki farinn að drekka kaffi á þeim árum, enda er einn svokallaður kaffitími mér ógleymanlegur. Sigvaldi Þorleifs, atvinnurekandi, kom yfirleitt í kaffitíma til að borga út laun. Allt í (ums)lagi. Eitt sinn kom hann að mér og sá að ég drakk ekki kaffi (þetta var sumarið eftir fermingu). Sigvaldi rétti mér umslagið en sá te-ið með mjólk og sagði hlæjandi: „Nú skil ég, Helgi, af hverju af þú ert alltaf svona fölur“ (innipúkinn sem ég var). Stóð þá ekki upp Hörður Sig- urðsson, verkamaður með andlit fjallsins, tók utan um öxlina á mér og sagði við Sigvalda: „Svona tal- ar þú ekki við vin minn Helga!“ Sigvalda brá svolítið við þessi orð, orð sem ég gleymi ég aldrei. Þarna var maður sem var til í að standa upp frá kaffinu sínu – já, kaffinu – og verja minn heiður, te- mannsins, sem var svo sem ekki mikill, nema hann vildi bara verja ungan dreng, þótt tilefnið hafi ekki verið alvarlegt. Þennan mann kveðjum við í dag. Fjallið er fallið. Svo liðu árin og ég sá Hörð ekki lengi. En alltaf þegar ég sá hann, oftar en ekki á göngu úti á götu, hæglátur sem hann var, jafnvel í búðinni, reynd- ar afar sjaldan, við tjörnina eða í Aðalgötunni, ef ég var heppinn, þá hríslaðist um mig góð og göm- ul tilfinning: Þetta er maður sem mér þykir vænt um. Og ef ég hitti hann þá var gaman. Aldrei faðm- lag, en bros. Brosið hans var bros fjallsins sem minnti mig alltaf á „eilíbbðina“. Það byrjaði rólega þetta bros, en svo kom það, fallegt og hlýtt, allt að því feimið, og hætti ekki. Frekar en eilíbbðin. Síðast sá ég hann á Horn- brekku og sat hann þá frammi – í kaffi – hjá Þóru sinni, sem horfði á mig spurnaraugum: „Ert þú Ólafsfirðingur?“ Hörður tók utan um lífsförunaut sinn og sagði hlý- lega: „Hann Helgi er Ólafsfirð- ingur eins og drengirnir okkar.“ Ég kveð Hörð Sigurðsson, hryggur að hann sé dáinn, en glaður að hafa fengið að kynnast þessum dula manni. Helgi Jónsson. Fyrir hefðum við átt von á dauða okk- ar en að við ættum eftir að skrifa minn- ingargrein um tengdadóttur okkar. Hildur fékk mikinn höfuðverk fyrir þremur mánuðum, hún fór í framhaldinu í myndatökur. Niðurstaðan var skelfileg; ekki eitt heldur tvö æxli við heilann. Hún fór strax í tvær skurðaðgerðir, en náði sér aldrei eftir þær. Dauðinn virðist manni víðs fjarri, en svo áður en maður veit af sprettur hann upp í garð- inum hjá manni. Elsku Hildur kom inn í fjöl- skylduna 1996 eins og storm- sveipur, hress og kát. Við vorum mjög ánægð, Hauk- ur var enn á hótel mömmu, orð- inn 28 ára, og kominn tími til að hann færi að festa ráð sitt. Árið 1998 keyptu þau einbýlishús á Kjalarnesi, þá var Sundabrautin komin á dagskrá. Hildur var harðdugleg og tal- aði tæpitungulaust og gerði eng- an mannamun. Hún var alltaf fyrst að standa upp og taka sam- an diska, hnífapör og glös eftir borðhald hjá okkur. Í fyrsta jóla- boðinu lét hún mig heyra það, ég mætti alveg rétta hjálparhönd við fráganginn, ég væri engin mubla á heimilinu! Hildi var margt til lista lagt, Hildur Halldórsdóttir ✝ Hildur Hall- dórsdóttir fæddist á 21. des- ember 1968. Hún lést 23. júlí 2022. Útför hennar fór fram í kyrrþey. hún sótti fjölda námskeiða og eigum við marga fallega hluti eftir hana úr tré og gleri, síðustu árin var hún komin með heklunálina á loft. Hún gaf mér t.d. nokkrar fallegar og litskrúðugar borðtuskur, þessi elska hafði alltaf áhyggjur af að kall- inn stæði sig ekki í eldhúsverk- unum. Hún hafði alveg rétt fyrir sér; eldhúsið var ekki minn heima- völlur. Þegar við vorum að klára pallinn og tréverkið í kringum sumarbústaðinn mætti hún á staðinn og heimtaði pensil og málningu. Hún málaði allan dag- inn og langt fram á kvöld eins og enginn væri morgundagurinn. Vinnusemi var henni í blóð borin. Haukur og Hildur skiptu um húsnæði fyrir tveimur árum og voru búin að leggja ómælda vinnu í að taka allt í gegn og gera húsnæðið að sínu. Við vorum boð- in til þeirra í kaffi aðeins þremur vikum áður en hún greindist, í til- efni þess að allt var klappað og klárt. Hildur búin að leggja sínar listrænu hendur á allt innandyra. Það var ekki í kot vísað að mæta í boð til hennar, brauðréttir og tertur af öllum gerðum. Lífið er ekki alltaf jól, nú var öllu streðinu lokið og nú ætluðu Haukur og Hildur að fara að gefa sér meiri tíma til að njóta lífsins þegar hvellurinn kemur. Hildur var frábær eiginkona, mamma og amma. Missir Hauks, barna, tengdasonar og barna- barna er því mikill. Hvíl í friði kæra tengdadóttir og blessuð sé minning þín. Anton Bjarnason og Fanney Hauksdóttir. Elsku Hildur okkar. Við erum ekki enn búin að meðtaka það að þú sért farin frá okkur enda stutt síðan við vorum hjá þér að fagna því að þið Haukur væruð búin að gifta ykkur. Við reynum að hugga okkur við allar yndislegu minningarnar sem við eigum um þig og munu þær alltaf lifa með okkur. Elsku Hildur, þú varst einstök manneskja, þú varst allt- af tilbúin að rétta hjálparhönd og í ófá skiptin komstu að hjálpa okkur fyrir jólin þar sem kraftur þinn og orka fékk að njóta sín í botn. Þú kynntist Hauki á svip- uðum tíma og ég kynntist Kjarra og þú hefur gefið mér svo mikið á þessum tíma með því að styðja mig og vera fyrsta manneskjan til að hrósa öllu sem ég hef verið að bralla og búa til. Við áttum svo margt sameiginlegt og þeir voru ófáir klukkutímarnir sem við átt- um saman í símanum þar sem við gátum hlegið og slúðrað um allt milli himins og jarðar. Ég hugsa með þungu hjarta að ég fái ekki að heyra rödd þína aftur, heyra hlátur þinn og finna kraft þinn. Takk fyrir að vera minn vinur, elsku vinkona, og takk fyrir traustið, hlýjuna og styrkinn sem þú gafst mér. Elsku Hildur, takk fyrir að vera þú, minning þín mun alltaf lifa með okkur. Elsku Haukur, Helen, Björg- vin og fjölskylda, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hanna og Kjartan (Kjarri), Bjarni Fannar og Anton Fannar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.