Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
Rað- og smáauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Hólkot, Hörgársveit, fnr. 215-7374 , þingl. eig. Bernharð Arnarson,
gerðarbeiðandi Steinbock-þjónustan ehf., þriðjudaginn 16. ágúst nk.
kl. 11:45.
Dalsgerði 4C, Akureyri, fnr. 214-5588 , þingl. eig. Brynjar Pálsson og
Eva Dögg Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarbær, þriðjudaginn
16. ágúst nk. kl. 10:45.
Fjallsgerði, Þingeyjarsveit, fnr. 229-7102 , þingl. eig. Ketill Indriðason,
gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn
17. ágúst nk. kl. 11:30.
Eiðsvallagata 20, Akureyri, 50% ehl., fnr. 214-5765 , þingl. eig. Klara
Sólrún Hvannberg Hjartard, gerðarbeiðandi Sella tannlæknar ehf,
þriðjudaginn 16. ágúst nk. kl. 10:15.
Fannagil 6, Akureyri, fnr. 227-8530 , þingl. eig. Björn Berg Gunnars-
son, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Íslandsbanki hf. og Akureyrarbær
og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 16. ágúst nk. kl.
10:30.
Tjarnarholt 1, Norðurþing, fnr. 216-7144 , þingl. eig. Ingmar Eertink,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 17. ágúst nk. kl.
10:00.
Karlsbraut 5, Dalvíkurbyggð, 50 % eignarhluti, fnr. 215-4969 , þingl.
eig. Páll Jóhannesson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi
vestra, miðvikudaginn 17. ágúst nk. kl. 14:15.
Hvammur lóð, Hörgársveit, 11.1112 % eignarhluti, fnr. 233-8893, þingl.
eig. Friðrik Arnarson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi
vestra, þriðjudaginn 16. ágúst nk. kl. 11:15.
Skíðabraut 4, Dalvíkurbyggð, fnr. 215-5176 , þingl. eig. Artur Michal
Szubert, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Vátryggingafélag
Íslands hf., miðvikudaginn 17. ágúst nk. kl. 14:30.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
11. ágúst 2022
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Eftirtaldir munir verða boðnir upp að Óseyrarbraut 12 í
aðstöðu Stólpa, Óseyrarbraut 12, Hafnarfirði,
föstudaginn 19. ágúst og byrjar uppboðið kl. 10:00.
Boðnir verða upp munir úr tveimur gámum, í gámunum
er m.a.:
Efni til innrömmunar (rammaefni) ásamt handverkfærum og
vélum til starfans. Einnig ýmsir lausafjármunir s.s. húsgögn, hring-
hurð og innréttingar.
Greiðsla við hamarshögg, ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla
einungis debetkort eða peningar.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
11. ágúst 2022
Tilkynningar
Umhverfismat framkvæmda
Umhverfismatsskýrsla í kynningu
Efnistaka á Mýrdalssandi
EP Power Minerals hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna
umhverfismats fyrir efnistöku á Mýrdalssandi.
Kynning á umhverfismatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd
og umhverfismatsskýrsla liggur frammi til kynningar á skrifstofu Mýrdals-
hrepps, hjá skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss og á Skipulags-
stofnun frá 13. ágúst til 26. september 2022. Umhverfismatsskýrslan
er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is.
Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og lagt
fram umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26.
september 2022 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógum 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Kaffispjall kl. 11.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Allir velkomnir.
Sími: 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Opin Listasmiðja kl. 9:00-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.
Bíósýning kvikmyndaklúbbs Hæðargarðs kl. 13:00. Opin Listasmiðja
kl. 13:00-15:45. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 10.00 Gönguhópur frá
Jónshúsi
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00 . Prjónakaffi
frá kl. 10:00 -12:00. Jafnvægisæfingar 11:00 – 12:00. Allir velkomnir
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
- opin vinnustofa frá kl. 10:00. Bridge kl. 13:00. Hádegismatur kl. 11:30
– 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Pílukast í Borgum kl. 09:30. Gönguhópar frá
Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna
göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Hannyrðahópur kl. 12:30. . Opið frá kl.
08:00 til 15:00 og heitt á könnunni frá kl.08:30. Hittumst í sumarskapi
og góða helgi.
Seltjarnarnes Kaffi í króknum frá kl. 9:00. Stuttur göngutúr kl. 13:30.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Málarar
MÁLARAR
Tökum að okkur alla
almenna málningarvinnu.
Unnið af fagmönnum með
áratuga reynslu,
sanngjarnir í verði.
Upplýsingar í síma
782 4540 og
loggildurmalari@gmail.com
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
200 mílur
Þá hefur elsku
Björg frænka lokið
ferðalagi sínu í
kringum sólina. Ég
á margar góðar og
ljúfar minningar um frænku
mína. Hún var sjálfstæð, bros-
mild og sterk, með hjarta úr
gulli. Hún umvafði mig hlýju og
væntumþykju í hvert skipti sem
við hittumst.
Hvíl í friði elsku frænka mín,
takk fyrir samveruna í þessum
heimi. Þín verður sárt saknað
en ég er viss um að þú ert núna
að njóta í björtu sumarlandinu,
með öllu okkar uppáhaldsfólki
sem við elskum svo heitt.
Elsku Helgi, Paul, María,
Ragnar, Kira og Natalía, kær-
leiks- og samúðarkveðjur til
ykkar.
Hanna Rut.
Í dag kveðjum við kæra
æskuvinkonu, Björgu Helga-
dóttur, og þökkum langa og
góða vináttu. Við vorum flestar
samferða í barna- og gagn-
fræðaskóla og ákváðum 14 ára
gamlar að stofna saumaklúbb
sem nú, rúmlega 60 árum síðar,
er enn virkur og veitir okkur
alltaf jafnmikla ánægju. Nú er-
um við í annað skipti á örfáum
árum að kveðja vinkonu úr
klúbbnum en Kristín hafði áður
kvatt okkur. Það minnir á hvað
lífið er dýrmætt og hversu mik-
ilvægt er að viðhalda vináttu
með því að hittast og gleðjast
saman. Björg tók sannarlega
þátt í því. Daginn áður en hún
lést spurði hún eina okkar hve-
nær næsti saumaklúbbur yrði.
Hún lét ekki slæma heilsu aftra
sér frá því að mæta.
Björg giftist ung Jóhanni D.
Jónssyni og eignuðust þau tvö
Björg Helgadóttir
✝
Björg Helga-
dóttir fæddist
15. febrúar 1947.
Hún lést 18. júlí
2022. Útför hennar
fór fram 11. ágúst
2022.
börn, Helga og
Maríu Margréti.
Hún var ákaflega
stolt af börnum
sínum og barna-
börnum og lét okk-
ur fylgjast með lífi
þeirra með mynd-
um og frásögnum
en það er einn af
kostum þess að
hittast reglulega að
við fáum að fylgj-
ast með lífi barna og barna-
barna okkur til mikillar ánægju.
Við höfum jafnan ferðast
saman til útlanda í tilefni stó-
rafmæla og var Björg alltaf
með í ferð. Hún er minnisstæð
ferðin í tilefni 40 ára afmæla en
þá fórum við til London að
heimsækja Björgu en þau hjón-
in bjuggu þar í nokkur ár.
Henni líkaði vel í stórborginni
og fór víða með okkur.
Heimili Bjargar hefur alltaf
verið bæði fallegt og hlaðið fal-
legum myndum enda var hún
mjög listræn og málaði fallegar
myndir sjálf og hélt stundum
einkasýningar fyrir okkur vin-
konurnar. Heilsuleysi hefur þó
síðustu árin aftrað henni frá
bæði málaralist og golfi sem
hún stundaði um árabil.
Að leiðarlokum sendum við
fjölskyldu Bjargar innilegar
samúðarkveðjur.
Bergþóra, Brynja,
Ebba, Erna, María
og Sigríður.
Ég hitti Björgu fyrst í janúar
1997 þegar ég kom aftur til
starfa á áætlanadeild Vegagerð-
arinnar eftir barnsburðarleyfi.
Hún hafði tekið við starfi ritara
vegamálastjóra haustið áður.
Það tókust strax góð kynni með
okkur Björgu og bar aldrei
skugga á í þau átján ár sem við
unnum á sama gangi. Björg var
róleg, yfirveguð og mjög sam-
viskusöm. Hún gat verið föst
fyrir ef á þurfti að halda og
vildi hafa hlutina í lagi.
Í litlu kaffistofunni á fjórðu
hæð í Borgartúni 7 sköpuðust
gjarnan líflegar umræður og
tók Björg virkan þátt í þeim.
Oft var rætt um málefni sem
tengdust Vegagerðinni, en einn-
ig margt fleira eins og t.d.
bridge og golf en Björg stund-
aði hvort tveggja. Í þessari of-
urlitlu kaffistofu voru sem bet-
ur fer engar gardínur fyrir
glugganum því útsýnið var ekki
af verri endanum. Það var
ósjaldan sem við Björg dáðumst
að Engey, Akrafjallinu og Snæ-
fellsjökli svo ekki sé minnst á
regnbogann.
Fyrir utan daglegu samskipt-
in á ganginum á ég margar góð-
ar minningar um Björgu. Ég
nefni sérstaklega leikfimitímana
í Mótorskála, sem samstarfs-
kona okkar Jóhanna Þorgils-
dóttir sá um, og gönguferð
starfsmannafélagsins um
Leggjabrjót. Í aðdraganda
flutnings höfuðstöðva Vega-
gerðarinnar úr Borgartúninu í
Suðurhraun í Garðabæ á síðasta
ári var umfangsmikil tiltekt
óumflýjanleg. Þá kom upp í
hendurnar á mér mynd sem
Ólafur Þór Gunnarsson tók af
okkur Kristínu Sigurbjörnsdótt-
ur, Auði Eyvinds og Björgu í
sumarblíðu á Höfn í Hornafirði
á Jónsmessu 2005 en þar vorum
við ásamt mörgum fleirum í til-
efni af vígslu Almannaskarðs-
ganga. Tvær þær síðarnefndu
eru horfnar á braut, blessuð sé
minning þeirra beggja, en mikið
þykir mér vænt um þessa
mynd.
Björg var stolt af börnunum
sínum og það var gaman að
samgleðjast henni þegar barna-
börnin fæddust.
Eftir að Björg hætti störfum
snemma árs 2015 hitti ég hana
því miður allt of sjaldan. Ég
saknaði hennar í kaffisamsæt-
inu sem Vegagerðin hélt fyrir
fyrrverandi starfsmenn í vor og
hugsaði með mér að ég ætti að
hringja í hana og heyra í henni
hljóðið. Því miður varð ekkert
af því.
Góð kona er gengin. Ég votta
fjölskyldu Bjargar innilega
samúð.
Auður Þóra
Árnadóttir.
✝
Eftirfarandi
minning-
argreinar áttu að
birtast í blaðinu í
gær. Morg-
unblaðið biðst vel-
virðingar á mis-
tökunum.
Sumarliði Sig-
urður Gunnarsson
fæddist á Borg-
arfelli í Skaft-
ártungu V-Skafta-
fellssýslu 11. ágúst 1927. Hann
lést 8. júlí 2022.
Foreldrar hans voru Gunn-
ar Sæmundsson, f. 23. sept.
1886, d. 4. sept. 1971, og
Sumarliða og Grímu eru: 1)
Gunnar Þorsteinn, f. 13. des.
1958, giftur Birnu Þórðar-
dóttur. 2) Ingibjörg, f. 15.
jan. 1961, gift Jarle Larsen.
3) Kristín, f. 29. júní 1963,
sambýlismaður hennar er
Edward Roy Arris. 4) Ragn-
hildur, f. 16. des. 1965, sam-
býlismaður hennar er Magn-
ús Geirsson. 5) Ásthildur, f.
1965.
Fyrir átti Gríma þrjá
drengi: 1) Kristján Valdi-
marsson, f. 16. júní 1947, d.
21. júlí 2006. 2) Bolli Th.
Valdimarsson, f. 10. sept.
1950, giftur Helgu Herborgu
Guðjónsdóttur. 3) Þorvaldur
Emil Valdimarsson, f. 6. okt.
1954, d. 22. jan. 1986.
Útförin fór fram frá
Keflavíkurkirkju 11. ágúst
2022.
Meira á www.mbl.is/andlat
Kristín Sigurðar-
dóttir, f. 8. júlí
1892, d. 24. apríl
1967.
Systkini hans
eru Jón, f. 1922, d.
2012, Oddný Sig-
urrós, f. 1924, d.
2019, Krist-
mundur, f. 1925,
d. 1991, og Jón
Elimar, f. 1930.
Sumarliði giftist
Grímu Thoroddsen í mars
1959. Foreldrar hennar voru
Ingibjörg Tómasdóttir, f.
1905, d. 1962, og Bolli Thor-
oddsen, f. 1901, d. 1974. Börn
Nú er elsku pabbi búinn að
kveðja, farinn inn í aðra vídd eða
kominn heim í heiðardalinn eins
og mamma hefði sagt. Pabbi var
einstakur, margt var honum til
gæfu gefið. Hann kynnist
mömmu í Vík í Mýrdal, gegnum
leikfélagið þar sem hann lék
lækni og hún sjúklinginn. Hófu
þau búskap í Víkinni þaðan sem
við eigum óendanlega góðar
minningar úr Sumarliðabæ
(Varmahlíð). Eftir að þau fluttu til
Keflavíkur var farið öll sumur
austur í Víkina með fullan bíl af
börnum, farangri og heimilis-
hundi. Þar var oft glatt á hjalla,
sungið, kveðnar vísur og veiddur
fýll, lundi og fiskur.
Pabbi var mörgum hæfileikum
gæddur, duglegur, handlaginn,
vandvirkur hvort sem var að gera
við bíla/sprauta, byggja, bæta eða
laga. Hann skildi eftir sig margar
vísur og kvæði, var þrjóskur, ein-
staklega nýtinn og safnari af Guðs
náð. Fékk það hlutverk að sjá um
stóran barnahóp, stóð alltaf tein-
réttur þótt aðstæður væru ekki
alltaf eins og hann vildi. Hann
hafði stundum á orði „þetta hefur
sinn gang og verður allt í lagi“.
Pabbi var góður í gömlu dönsun-
um og stigum við dansinn oft með
honum. Hann var dýravinur, átti
það til að koma óvænt heim með
heimilislaus dýr í kassa okkur til
mikillar gleði. Eignaðist ungur
vörubíl sem hann ók á um allar
sveitir, lærði vélvirkjann, sótti
sjóinn, rak sitt eigið bílaverk-
stæði, vann hjá Varnarliðinu í 30
ár eða til 70 ára aldurs. Ekki má
gleyma niðursuðu á sjólaxi,
hrognum og því ævintýri með
Sverri Matthíassyni vini sínum.
Síðustu árin dvaldi hann á Hlé-
vangi í Reykjanesbæ við góða
umönnun.
Þú kvaddir 8. júlí sl., á afmæl-
isdegi móður þinnar, alveg þinn
stíll, fórst beint í fögnuðinn í Sum-
arlandinu góða. Minning þín lifir
áfram í hjarta okkar elsku pabbi.
Við látum hér ljóð fylgja eftir Ká-
in, sem þú hafðir miklar mætur á.
Minning þín er mér ei gleymd
mína sál þú gladdir,
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
Bestu kveðjur frá okkur börn-
unum.
Gunnar, Ingibjörg,
Kristín, Ragnhildur
og Ásthildur.
Sumarliði Sigurður
Gunnarsson