Morgunblaðið - 12.08.2022, Page 27

Morgunblaðið - 12.08.2022, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022 KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Körfuknattleiksþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson var ráðinn til þýska stórfélagsins Ulm í síðasta mánuði og mun þjálfa varalið félagsins. Baldur kemur til þýska félagsins frá Tinda- stóli, en hann stýrði Skagfirðingum í þrjú ár. „Það var umboðsmaðurinn hans Kára Jónssonar sem hjálpaði til. Fé- lagið var að leita að þjálfara í þetta verkefni og umboðsmaðurinn hans nefndi nafnið mitt. Það var því tilvilj- unarkennt hvernig þeir fengu nafnið mitt í hendurnar,“ útskýrði Baldur í samtali við Morgunblaðið. Góð reynsla af Loga og Jóni Hann segir forráðamenn félagsins hafa góða reynslu af Íslendingum og það hafi hjálpað til. „Eigandi félagsins þekkir Jón Arnór Stefánsson og svo þjálfaði yf- irmaður íþróttamála Loga Gunn- arsson, þegar Logi var í Þýskalandi. Þeir höfðu því góða reynslu af Ís- lendingum og fannst spennandi að fá ungan Íslending, sem væri að gera fína hluti heima. Þeirra reynsla er sú að Logi var mjög duglegur leik- maður. Þá er Jón Arnór virtur í þess- um körfuboltaheimi og hann talaði vel um mig þegar hann var spurður út í mig. Út frá því enda ég á Teams- fundi með þeim, sem gekk vel. Ég flaug svo út daginn eftir til að skoða aðstæður og var kominn með samn- ingstilboð tveimur dögum seinna. Þetta gerðist á sex dögum. Ég var ekki að leita að neinu, svo þetta var svolítið skrítið allt saman,“ sagði Baldur. Hann var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Tindastól, en und- ir hans stjórn fór liðið alla leið í úr- slitaeinvígið um Íslandsmeistaratit- ilinn á síðustu leiktíð. Þar mátti Tindastólsliðið þola tap í oddaleik gegn Val. „Eftir síðasta tímabil skrifaði ég undir nýjan samning við Stólana og þetta gerðist mánuði eftir það. Ég er mjög ánægður með samskiptin okkar og hvernig þeir tækluðu þetta. Ég fékk skilning frá þeim, því þetta er tækifæri sem íslenskur þjálfari hefur ekki fengið áður. Við sömdum um starfslok sem voru sanngjörn fyrir báða aðila,“ sagði Baldur, en hann lék með og þjálfaði Þór frá Þorláks- höfn frá 2006 til 2019. Frá Ulm í NBA Baldur fær ábyrgðarmikið hlut- verk hjá Ulm. Þar mun hann vinna með ungum leikmönnum liðsins, sem ætla sér að brjóta sér leið inn í að- alliðið. „Aðalhlutverkið mitt hjá félaginu er að þjálfa varaliðið sem heitir Or- ange Academy Ulm. Félagið ætlar að reyna að sækja efnilega leikmenn á bilinu 18 til 20 ára og þeir eiga að fá minni hlutverk í aðalliðinu fyrst um sinn. Þetta eru 8-13 leikmenn allt í allt sem æfa með aðalliðinu en spila svo með varaliðinu líka. Ég á að sjá um það lið. Jeremy Sochan, sem var valinn númer níu í nýliðavali NBA, var t.d. í þessu liði.“ Ekki með Íslending í sigtinu Baldur stýrði U20 ára landsliði karla til úrslita í B-deild Evr- ópumótsins í sumar, en hann á ekki von á að félagið semji við leikmann úr landsliðinu. „Þeir fylgdust með því, en þeir eru að leita að leikmönnum í aðrar stöður en þeir sem stóðu sig best spila. Félagið er ekki með ís- lenskan leikmann í sigtinu eins og er, en mögulega gerist það í framtíð- inni,“ sagði hann. Baldur, sem er aðeins 32 ára, er á leiðinni í bestu mögulegar aðstæður í Ulm. „Þeir byggðu nýja aðstöðu fyrir 2-3 árum og það er ein besta að- staðan í Evrópu í dag. Það eru þrír körfuboltasalir, þriggja hæða líkams- rækt og klefarnir eru eins og í NBA. Þetta er alvöruatvinnumanna- umhverfi.“ Baldur fer til Þýskalands með góð- ar minningar frá Sauðárkróki í far- teskinu. „Þetta var mjög þroskandi tími fyrir mig. Ég bætti mig sem þjálfari og varð sterkari persóna. Þetta voru krefjandi aðstæður til að vinna í. Það mótar þjálfara að vinna í krefjandi umhverfi. Það er alvöru- pressa á Sauðárkróki, þar sem karf- an er númer eitt, tvö og þrjú. Það var skemmtilegt að taka þátt í þannig umhverfi og upplifa erfiðar stundir sem styrkja mann og upplifa líka skemmtilegar stundir sem eru góðar minningar. Ég er þakklátur fyrir leikmennina, þetta eru allt fagmenn og góðar manneskjur,“ sagði Baldur. Klefarnir eins og í NBA - Baldur samdi við eitt stærsta félag Þýskalands - Aðstæður hinar glæsileg- ustu - Skagfirðingar sýndu skilning - Hafa góða reynslu af Íslendingum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Einbeittur Baldur Þór Ragnarsson hefur verið ráðinn þjálfari varaliðs eins stærsta félags Þýskalands. þess að FH-ingar væru með 3:2- forystu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn reyndist ró- legri því Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði eina markið á 54. mínútu og gulltryggði farseðil Hafnar- fjarðarliðsins í undanúrslitin. FH er annað liðið á eftir KA til að tryggja sér sæti í undan- úrslitum. Í hinum viðureignunum í átta liða úrslitunum mætast annars vegar ríkjandi bikarmeistarar Vík- ings úr Reykjavík og KR á Vík- ingsvelli og hins vegar Kópavogs- liðin HK og Breiðablik í Kórnum. FH er komið í undanúrslit Mjólk- urbikars karla í fótbolta eftir 4:2- útisigur á Kórdrengjum í átta liða úrslitunum í gærkvöldi, en Kór- drengir leika í 1. deild. Kórdrengir urðu fyrri til að skora, því Gunn- laugur Fannar Guðmundsson kom liðinu yfir á 7. mínútu. Skoski framherjinn Steven Lennon jafnaði á 26. mínútu, en hann var rétt að byrja. Sverrir Páll Hjaltested kom Kór- drengjum aftur yfir á 29. mínútu en aftur jafnaði Lennon, nú á 33. mínútu. Skotinn fullkomnaði svo þrennuna á 42. mínútu og sá til FH-ingar í undanúrslit Morgunblaðið/Kristvin Skoti Steven Lennon var óstöðvandi gegn Kórdrengjum er liðin mættust í átta liða úrslitum bikarsins á Framvellinum í gærkvöldi. Símon Elías Statkevicius og Jó- hanna Elín Guðmundsdóttir bættu bæði persónulegt met á fyrsta degi Evrópumótsins í sundi sem hófst í Róm í gær. Símon synti 50 metra flugsund í fyrsta riðli og kom í mark á 24,63 sekúndum. Það er bæting á hans besta árangri um tólf hundraðs- hluta úr sekúndu. Íslandsmet Arn- ar Arnarsonar frá því í Melbourne árið 2007 er 24,05 sekúndur. Jóhanna Elín og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu báðar í 100 metra skriðsundi. Jóhanna kom í mark á 56,79 sekúndum, sem er í fyrsta skipti sem hún kemur í mark á undir 57 sekúndum í greininni. Snæfríður synti á 56,81 sekúndum, sem er nokkuð yfir hennar besta tíma frá Ólympíu- leikunum í Tókýó en þá synti hún 100 metra skriðsund á 56,15 sek- úndum. Ragnheiður Ragnarsdóttir á Ís- landsmetið í greininni, 55,66 sek- úndur, en það setti hún árið 2009. Þrátt fyrir bætingar komst ís- lenska sundfólkið ekki í undan- úrslit að þessu sinni. Símon og Jóhanna synda aftur fyrir hádegi í dag. Símon Elías syndir þá 100m skriðsund og Jó- hanna Elín syndir 50m flugsund. Ljósmynd/Sundsamband Íslands Bæting Jóhanna Elín Guðmundsdóttir setti persónulegt met í 100 metra skriðsundi á fyrsta degi Evrópumótsins í Róm á Ítalíu í gær. Persónuleg met í Róm _ Kvennalið Juventus í knattspyrnu mætti svissneska liðinu Servette í vin- áttuleik í Sviss í gær þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði lék sinn fyrsta leik fyrir ítalska stór- veldið. Sara Björk var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 78 mínúturnar á miðj- unni. Juventus komst í 4:1 en sviss- neska liðið skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og urðu lokatölur 4:4. Sara skipti til Ítalíumeistaranna fyrir EM 2022 á Englandi eftir tveggja ára dvöl hjá Lyon, þar sem hún vann Meist- aradeild Evrópu í tvígang og varð Frakklandsmeistari einu sinni. _ Knattspyrnukonan Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar úr Reykjavík, verður frá keppni næstu vikurnar vegna axlarmeiðsla sem hún varð fyrir í 3:0-sigri á Selfossi í Bestu deildinni á þriðjudagskvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, staðfesti við Fótbolta.net að fyrirliðinn væri ekki brotinn en yrði samt sem áður frá í nokkrar vikur. _ Birgir Leó Halldórsson var stiga- hæstur í U16 ára liði Íslands í körfu- bolta er það vann 90:49-risasigur á Lúxemborg í fyrsta leik sínum í B-deild Evrópumótsins í Sófíu í Búlgaríu í gær. Lars Erik Bragason bætti við 17 stig- um og sjö fráköstum. Þar á eftir kom Birkir Hrafn Eyþórsson með 14 stig og sjö fráköst. _ Englandsmeistarar Manchester City hafa samþykkt að greiða belgíska félaginu Anderlecht 11 milljónir punda fyrir spænska bakvörðinn Sergio Gómez. Leikmaðurinn er 21 árs gamall og hefur leikið með Anderlecht frá því á síðasta ári. Þar á undan var hann hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi og Huesca í heimalandinu. _ HK er aðeins einu stigi frá FH á toppi Lengjudeildar kvenna í fótbolta eftir sannfærandi 4:1-sigur á Haukum í Kórnum í gærkvöldi. Gabriella Colem- an kom HK yfir á 37. mínútu og var staðan í leikhléi 1:0. Emma Sól Ara- dóttir bætti við öðru marki á 53. mín- útu en Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir minnkaði muninn fyrir Hauka á 64. mínútu. HK bætti hinsvegar við tveim- ur mörkum á síðasta kortérinu er Isa- bella Eva Aradóttir komst á blað og Gabriella Coleman gerði sitt annað mark og fjórða mark HK. _ Knattspyrnumaðurinn Árni Vil- hjálmsson hefur fengið samningi sín- um við franska B-deildarfélagið Rodez rift og er því frjálst að semja við annað félag. Árni samdi við Rodez í janúar síðastliðnum og skrifaði þá undir tveggja og hálfs árs samning. Hann lék þó aðeins í hálft tímabil með liðinu en leitar nú væntanlega að félagsliði á Ítalíu svo honum sé unnt að vera sem næst fjölskyldu sinni. Árni er í sambúð með Söru Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða í knatt- spyrnu, sem fór frá Evr- ópu- og Frakklands- meisturum Lyon í sumar og samdi við Ítalíumeistara Ju- ventus. Saman eiga þau einn son, Ragn- ar Frank, og leitar fjölskyldan því vit- anlega leiða til að vera sem næst hvert öðru. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.