Morgunblaðið - 12.08.2022, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
CHRIS
HEMSWORTH
CHRISTIAN
BALE
TESSA
THOMPSON
TAIKA
WAITITI
RUSSELL
WITH CROWE
NATALIE
AND PORTMAN
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
chicaco sun times
New york times
Rolling stone
empire
Myndbandsverk frá alþjóðlegum
samtökum listakvenna, FemLink –
Art, eru sýnd í Listasafni Árnes-
inga á Blómstrandi dögum, sem
hófust í gær og standa til sunnu-
dags. „FemLink – Art (FL’Art) var
stofnað 2005 af myndlistarkonunni
Veronique Sapin frá Frakklandi og
margmiðlunarlistakonunni C.M.
Judge frá Bandaríkjunum, með það
að markmiði að sýna myndbands-
verk listakvenna í alþjóðlegu sam-
hengi. 145 listakonur frá 64 löndum
taka þátt í FemLink og hafa þær
unnið verk fyrir 12 þematískar
vídeósamsetningar sem innihalda
24 – 34 myndbönd, hvert þema,“
segir í tilkynningu frá safninu.
Á vefsíðu FemLink segir: „Í
sögulegu samhengi hafa konur átt
erfitt uppdráttar í listaheiminum
og list kvenna var kölluð „kvenna-
list“ í lítillækkandi tilgangi. Enn í
dag eru listakonur útskúfaðar í of
mörgum löndum heims. Það er
meginmarkmið FL’Art að þær fái
viðurkenningu sem listamenn. Á
þessari sýningu er það þemað
„Vital“ sem varð fyrir valinu. Það
inniheldur 24 myndbönd eftir 24
listakonur frá 24 löndum.“
Meðal þeirra sem sýna eru Sima
Zureikat frá Jórdaníu, Aki Naka-
zawa frá Japan, Véronique Sapin
frá Frakklandi, Carolina Saquel frá
Síle, Christie Widiarto frá Ástralíu,
Raya Mazigi frá Líbanon og Sigrún
Harðardóttir frá Íslandi.
Brýnt Lífsnauðsynlegt er þema sýning-
arinnar sem stendur til sunnudags.
FemLink – Art í Listasafni Árnesinga
Tímamót nefnist plata sem Jóna Margrét Guðmunds-
dóttir sendir frá sér í dag. Á plötunni eru níu lög sem
Jóna Margrét segir að séu ólík og fjölbreytt, allt frá
ballöðum yfir í poppdans. Segir hún plötuna hafa verið
í bígerð síðustu tvö árin. „Þetta ferðalag er búið að
vera toppurinn á öllu því sem ég hef tekið mér fyrir
hendur. Þegar ég er spurð út í söguna á bak við plöt-
una frýs ég alltaf og veit ekki hverju ég á að svara. Því
í hvert sinn sem ég hlusta á lögin fæ ég alltaf nýja til-
finningu og ný túlkun myndast sem átti sér enga stoð í
raunveruleikanum þegar ég hóf þetta ferðalag,“ segir Jóna Margrét.
Jóna Margrét með Tímamót
Jóna Margrét
Guðmundsdóttir
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Minningarsjóður um Jean-Pierre
Jacquillat, fyrrverandi aðalstjórn-
anda Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
hefur opnað fyrir umsóknir. Sjóð-
urinn veitir árlega efnilegu tónlist-
arfólki styrk til framhaldsnáms í
tónlist erlendis. Veittur er einn
veglegur styrkur hverju sinni og er
hann að upphæð 1.500.000 kr. fyrir
skólaárið 2022-2023.
Minningarsjóður Jean-Pierres
Jacquillats var stofnaður í apríl
1987, innan við ári eftir að Jacquil-
lat lést af slysförum. Fyrsti styrk-
urinn var veittur árið 1992, fimm
árum eftir stofnun sjóðsins. Hlut-
verk sjóðsins hefur frá upphafi ver-
ið að úthluta íslensku tónlistarfólki
styrkjum til að afla sér aukinnar
menntunar, halda nafni Íslandsvin-
arins og hljómsveitarstjórans Jacq-
uillats á lofti og efla um leið menn-
ingarsamskipti Íslands og Frakk-
lands.
Umsóknir, með upplýsingum um
námsferil og framtíðaráform, send-
ist fyrir 4. september. Nánari upp-
lýsingar um umsóknarferlið má
finna á heimasíðu sjóðsins,
minningarsjodur-jpj.is.
Fjölbreytt verkefni styrkþega
Vegna heimsfaraldursins fóru
styrkveitingar síðustu tveggja ára
ekki hátt en nú, þegar opnað hefur
verið fyrir umsóknir á ný, gefst
tækifæri til að segja deili á styrk-
þegunum. Sópransöngkonan
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
hlaut styrkinn fyrir tveimur árum,
árið 2020, og Hjörtur Páll Eggerts-
son hlaut styrk í fyrra, árið 2021,
til náms í sellóleik og hljómsveitar-
stjórn.
Álfheiður Erla stundaði söngnám
í Söngskóla Sigurðar Demetz og í
Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í
Berlín, en þaðan lauk hún bakka-
lár- og meistaranámi. Hún þreytti
frumraun sína í Staatsoper Berlin
árið 2019 í hlutverki Mjallhvítar í
óperunni Schneewittchen eftir
Wolfgang Mitterer. Þá var henni
boðið að taka þátt í SongStudio,
meistaranámskeiði í Carnegie Hall
í New York sama ár. Hún hefur
tekið þátt í ýmsum keppnum og
hreppti meðal annars tvenn verð-
laun í alþjóðlegu Haydn-söng-
keppninni í Austurríki.
Álfheiður Erla vakti athygli á
Aðventutónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í desember 2020 í
beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.
Hún hlaut Íslensku tónlistarverð-
launin árið 2021 fyrir söng sinn.
Þá tók Álfheiður Erla þátt í
frumflutningi óperunnar Der Het-
zer eftir Bernhard Lang í óperu-
húsinu í Dortmund. Hún hefur ver-
ið fastráðin við Theater Basel í
Sviss frá haustinu 2021. Þar hefur
hún farið með ýmis hlutverk, meðal
annars í verkum eftir Bach, Philip
Glass og Verdi.
Hún hefur sinnt fjölbreyttum
verkefnum, t.d. framleitt tónleika-
kvikmyndina Homescapes árið
2020, séð um listræna stjórn og
söng á viðburðinum Apparition í
Eldborgarsal Hörpu og starfað sem
ljósmyndari.
Hjörtur Páll lauk framhaldsprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
vorið 2017 og hélt síðan til Kaup-
mannahafnar í framhaldsnám við
Det Kongelige Danske Musikkon-
servatorium, þar sem hann lauk
nýlega meistaranámi.
Hjörtur lék einleik með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands sem einn af
sigurvegurum Ungra einleikara.
Hann er einnig virkur í flutningi
kammertónlistar og hlaut meðal
annars Nótuna árið 2014 ásamt
strengjakvartetti sínum. Síðan þá
hefur hann komið fram á ýmsum
kammerhátíðum í Evrópu. Þá er
hann meðlimur Kammersveitar-
innar Elju og Det Danske Ung-
domsensemble, ásamt því að hafa
leikið sem aukamaður með
Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Copenhagen Phil.
Auk sellóleiks hefur Hjörtur lagt
stund á hljómsveitarstjórn. Hann
hefur frá haustinu 2020, samhliða
sellónáminu, stundað stjórnenda-
nám við Malko-akademíuna í sam-
starfi við Dönsku útvarpshljóm-
sveitina og stefnir á frekara nám í
hljómsveitarstjórn.
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Sópran Álfheiður Erla hefur vakið
athygli á óperusviðum Evrópu.
Styrkja efnilega tón-
listarmenn til náms
- Opnað fyrir umsóknir hjá Minningarsjóði J.P. Jacquillats
Ljósmynd/Antje Taiga Jandrig
Fjölhæfur Sellóleikarinn Hjörtur
leggur stund á hljómsveitarstjórn.
Afgangsdraumar nefnist einkasýn-
ing Aðalsteins Þórssonar sem opn-
uð verður í Einkasafninu Eyjafjarð-
arsveit í dag, föstudag, kl. 17.
Aðalsteinn hefur búið til innsetn-
ingu eða jafnvel útstillingu á plast-
munum úr safneigninni umhverfis
Einkasafnið og innan þess. Jafn-
framt er telft fram fleiri efnum, líf-
rænum og ólífrænum, til einstakrar
fagurfræðilegrar upplifunar,“ seg-
ir í tilkynningu. Þar kemur fram að
Aðalsteinn er safnstjóri Einka-
safnsins. „Í verkefni mínu í Einka-
safninu geng ég út frá því að
afgangar neyslu minnar séu menn-
ingarverðmæti, á svipaðan hátt og
litið er á hefðbundna sköpun,
afganga hugans sem menningar-
verðmæti. Ég leitast við að halda til
haga öllu því sem af gengur af
minni daglegu neyslu,“ segir
Aðalsteinn. Sýningin er opin helg-
arnar 13.-14. og 20.-21. ágúst milli
kl. 14 og 17. Allar nánari upplýs-
ingar má finna á vefnum steini.art.
Afgangsdraumar í Einkasafninu
Tré Eitt verka Aðalsteins í Einkasafninu.