Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Bjarni Már Ingólfsson gítarleikari, Anna Gréta Sigurð- ardóttir píanisti og Johan Tengholm kontrabassaleikari koma fram á tónleikum í Mengi í kvöld kl. 21, en húsið verður opnað kl. 20.30. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera búsett í Stokkhólmi og hafa lokið bakkalárnámi frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi (KMH). „Á þessum tónleikum í Mengi kemur þríeykið saman til að spila frumsamdar tónsmíðar í spennandi útfærslum, þar sem hlutverk og samspil hvers hljóm- sveitarmeðlims fær að skína,“ segir í tilkynningu. Mið- ar eru seldir við innganginn. Bjarni Már, Anna Gréta og Johan Tengholm í Mengi í kvöld kl. 21 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Körfuknattleiksþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson var ráðinn til þýska stórfélagsins Ulm í síðasta mánuði og mun þjálfa varalið félagsins. Baldur kemur til þýska félagsins frá Tindastóli, en hann stýrði Skagfirðingum í þrjú ár. Félagið er eitt það stærsta á Þýskalandi og eru allar aðstæður eins og best verður á kosið. „Þeir byggðu nýja aðstöðu fyrir tveimur eða þremur árum og það er ein besta aðstaðan í Evrópu í dag,“ sagði Baldur meðal annars í samtali við Morgunblaðið. »27 Baldur ráðinn í stórlið í Þýskalandi ÍÞRÓTTIR MENNING Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Hljómsveitin Vinir Ragga Bjarna, sem samanstendur af þremur vel- unnurum söngvarans heitins, mætti í gær á Hrafnistu í Hafnarfirði til þess að troða upp og gleðja heim- ilisfólkið með söng, glensi og sögum af goðsögninni Ragnari Bjarnasyni. „Þetta byrjaði nú á frekar fal- legan hátt,“ sagði Björgvin Franz Gíslason um stofnun sveitarinnar þegar blaðamann bar að garði í betri stofu Hrafnistu í Hafnarfirði, örfáum mínútum áður en stigið var á svið. Björgvin, líkt og kunnugt er, brá sér í gervi söngvarans í söng- leiknum vinsæla Ellý. „Já, við eigum það sammerkt að hafa átt samleið með Ragnari Bjarnasyni, dæg- urlagasöngvaranum sem á hvað lengstan feril að baki í íslenskri tónlistarsögu,“ sagði Þorgeir, ný- stiginn upp af orgelinu eftir vænan leik. „Við berum honum allir svipaða sögu. Þú gleymir því ekki hafirðu lif- að það að vinna með Ragnari Bjarnasyni.“ „Hann tók loforð af Þorgeiri upp- haflega. Hann sagði: „Þorgeir, ekki gleyma gamla settinu,“ og átti þá við fólk miklu yngra en hann,“ segir Björgvin og glittir þar í Ragga- eftirhermuna kunnu. Þorgeir stað- festir það og segir þá Ragga oft hafa giggað á Hrafnistu. „Ekki þótti hon- um verra að fá kaffi og kleinur á eft- ir.“ Björgvin tekur í sama streng: „Já, og spjalla við „gamla settið“. Aftur, allt miklu yngra en hann.“ – Og þið eruð með textana með ykkur? gantast blaðamaður en Raggi var ekki beint þekktur fyrir að muna textana sína. Vinirnir hlæja. „Já, við reynum að gleyma þeim jafnóðum,“ segir Björgvin. „Þeir eru ekki aðalatriðið,“ segir Þorgeir. Í þeim töluðum orðum var gengið úr betri stofunni og yfir í sam- komusalinn. Þar var þriðji meðlim- urinn, Ásgeir Páll Ágústsson, ný- mættur með undirspilið, sem gleymst hafði heima. Giggið hófst fyrir troðfullum sal og léku vinirnir ljúfa tóna, sögðu sögur og loks stóð heimilisfólk upp og dansaði. „Það þurfi ekki meira en að segja lélegan brandara með Ragga- röddinni til að fá salinn til að hlæja,“ sagði Ásgeir Páll Ágústsson þegar slegið var á þráðinn eftir skemmt- unina. „Hann lifði fyrir það að gleðja fólk og syngja, því hann trúði því að söngurinn sameinaði. Giggin okkar snúast um að halda vakandi þessum hugsjónum hans. Halda fólki glöðu, láta það hlæja og syngja lögin frá því að Raggi var og hét.“ Hafn- arfjörður styrkti skemmtunina í gær og er næsta skemmtun þeirra félaga á Sólheimum í Grímsnesi laugardaginn 20. ágúst. Morgunblaðið/Eggert Vinir Allir eiga vinirnir sameiginlegt að hafa unnið með söngvaranum heitnum en markmiðið er að halda á loft minningu hans og gleði. Vinir Ragga Bjarna tróðu upp á Hrafnistu - „Ekki gleyma gamla settinu“ - Með textana með sér Morgunblaðið/Eggert Troðið Fullur samkomusalur fylgdist með vinunum syngja bestu lög Ragn- ars Bjarnasonar og segja góðar sögur frá því hann var og hét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.