Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 41
samskiptum við þennan góða fé-
laga.
Síðustu árin voru honum erfið
og ýmsir sjúkdómar gerðu honum
og hans lífið leitt en alltaf var gott
að tala við hann og tók hann því
sem koma vildi af mikilli ró.
Við Fóstbræður minnumst
góðs vinar af mikilli hlýju. Biðjum
við góðan Guð að styrkja eigin-
konu hans, Þóru, og börnin þrjú,
Svandísi, Vilhjálm og Grétar, og
ættingja við þeirra mikla missi.
Far þú í friði kæri vinur og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
F.h. Gamalla Fóstbræðra,
Skúli Möller.
Látinn er æskuvinur minn
Grétar Samúelsson, eftir harða
baráttu við erfiða sjúkdóma.
Grétar var á fyrsta ári tekinn i
fóstur af góðri konu, Ólafíu Jóns-
dóttur, sem bjó á Húsfelli við
Háaleitisveg 25. Undirritaður bjó
við Seljalandsveg 15, en þetta
voru erfðafestulönd, eins og ágæt-
lega er lýst í bókinni „Sveitin í sál-
inni“ eftir Eggert Þór Bernharðs-
son. Við Grétar þekktumst frá
fyrstu tíð. Þetta var eins og sveit
þar sem allir þekktu alla.
Barnaskólinn var Laugarnes-
skóli en þar vorum við hvor í sín-
um bekknum, en eftir níu ára
bekk voru þeir Grétar og Jón Frí-
mann Eiríksson saman í bekk.
Eftir barnaskóla, á unglingsárun-
um, urðum við þrír góðir vinir og
höfum haldið vináttu síðan. Margt
var brallað saman. Það var skelli-
nöðrutímabilið, Grétar á Miele og
ég á Kreidler; endalausar rök-
ræður um gæði hjólanna. Síðan
tók við bílpróf, þá mótorhjóla-
tímabilið. Þá var farið í margar
ferðir í Hvalfjörð og Borgarfjörð
og alltaf samflot.
Örlögin höguðu því þannig að
Grétar flutti í Reykholt í Borg-
arfirði. Þar komst hann í tré-
smíðanám og lauk því. Þar eign-
aðist Grétar Þóru sína
Þórisdóttur skólastjóradóttur.
Tel ég það hans mesta gæfuspor,
því Þóra er afburðakona að öllu
leyti. Þau eignuðust þrjú mynd-
arleg börn, Svandísi, Vilhjálm og
Grétar.
Grétar var mörg ár félagi í
Karlakórnum Fóstbræðrum og
stóð sig með afbrigðum vel þar,
enda var hann mikið „naturta-
lent“ á ýmsum sviðum.
Ekki má gleyma að nefna segl-
skútuna Lukku, sem við vinirnir
þrír eignuðumst á efri árum og
áttum við margar ógleymanlegar
stundir á henni á sundunum bláu.
Við Gunna sendum Þóru og
fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jón R. Sveinsson.
Í dag kveðjum við félagar í
Karlakórnum Fóstbræðrum einn
okkar mætasta mann, Grétar
Samúelsson.
Grétar gekk í raðir kórsins árið
1967 og söng með okkur í 44 ár.
Er við félagar hugsum til Grétars
minnumst við ljúfmennis með
flauelsmjúka bassarödd en Grét-
ar söng oft á tíðum einsöng með
kórnum. Þá var hann einn söng-
manna í sönghópnum Átta Fóst-
bræðrum sem gerði garðinn
frægan hér á árum áður. Grétar
var mjög virkur innan raða kórs-
ins og gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum. Við minnumst sérstak-
lega framlags Grétars við
byggingu Fóstbræðraheimilisins,
sem vígt var fyrir 50 árum. Þar
var hann einn af aðalsmiðum fé-
lagsheimilis okkar og vann þar
hörðum höndum af stakri ósér-
hlífni og dugnaði. Grétari var veitt
æðsta heiðursmerki kórsins, Gull-
harpan, árið 1987 sem þakklæt-
isvottur fyrir störf í þágu okkar
félagsskapar.
Blessuð sé minning þessa
mæta manns og fyrir hönd okkar
félaga í Fóstbræðrum sendi ég
Þóru og fjölskyldu Grétars inni-
legustu samúðarkveðjur.
Halldór Þórarinsson,
formaður Karlakórsins
Fóstbræðra.
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
✝
Ingibjörg
Skarphéð-
insdóttir fæddist í
Reykjavík 30.
október 1931. Hún
lést á Mánateig,
Hrafnistu, 11.
ágúst 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Ingvarsdóttir
Norðfjörð, f. 10.6.
1911, d. 30.12.
2008, og Skarphéðinn Jónsson,
f. 16.2. 1907, d. 18.2. 1990.
Bróðir Ingibjargar er Sverrir
SteinarSkarphéðinsson, f. 7.8.
1935. Systkini Ingibjargar
sammæðra eru Heiðdís Norð-
fjörð, f. 21.12. 1940, d. 7.1.
2021, Jón Halldór Norðfjörð, f.
9.6. 1947. Ásgeir Heiðar Norð-
fjörð, f. 6.2. 1951, d. 6.2. 1951.
Bróðir Ingibjargar samfeðra
er Ingólfur Eðvarð Skarphéð-
insson, f. 25.8. 1974.
Hinn 30. október 1960 gift-
ist Ingibjörg Inga Sigurjóni
Guðmundssyni, f. 30.10. 1931,
d. 5.4. 2021.
Dóttir Ingibjargar er Jó-
hanna Jóhannsdóttir, f. 6.7.
1951, gift Guðmundi Óla Krist-
inssyni, f. 2.10. 1951. Börn
Anna, f. 28.2. 1996. 3) Ásgeir
Þór, f. 8.5. 1965. Börn hans
eru a) Halla Margrét, f. 20.10.
1990, d. 23.2. 2006, b) Unnar
Freyr, f. 19.1. 1994. Sambýlis-
kona hans er Katrín Inga Har-
aldsdóttir, f. 8.4. 1998. 4)
Linda Björk, f. 26.5. 1967, gift
Ólafi Birni Björnssyni, f. 2.9.
1971. Börn þeirra eru a) Ás-
björn, f. 18.4. 1996, unnusta
hans er Helga Ingvarsdóttir f.
21.4. 1999. b) Benedikta Ýr, f.
8.2. 2001, unnusti hennar er
Benedikt Óli Sævarsson, f. 1.1.
1996, c) Friðrik Ingi, f. 8.2.
2001, d) Margrét Birna, f.
12.2. 2002.
Sonur Inga og stjúpsonur
Ingibjargar er Hilmar, f. 9.7.
1954. Sambýliskona hans er
María Guðmundsdóttir, f. 6.8.
1949. Sonur Hilmars er Ingi
Sigurbjörn, f. 29.1. 1977. Sam-
býliskona hans er Ingibjörg
Baldursdóttir, f. 7.12. 1973.
Ingibjörg ólst upp í Reykja-
vík en flutti ung til Akureyrar
í nokkur ár og flutti svo aftur
til Reykjavíkur þar sem hún
bjó til æviloka. Hún hóf ung
störf hjá Sambandinu, var síð-
an húsmóðir þar til hún fór
aftur á vinnumarkaðinn 1973
og vann þá hjá Ölgerðinni Agli
Skallagrímssyni sem gjaldkeri
það sem eftir var eða í um 29
ár.
Útför hennar fer fram í Bú-
staðakirkju í dag, 25. ágúst
2022, klukkan 13.
þeirra eru a) Ingi-
björg Sólveig, f.
24.5. 1971, gift
Gísla Elís Úlfars-
syni, f. 25.8. 1969.
b) Heiðrún, f. 26.7.
1973, gift Rúnari
Má Jónssyni, f.
18.9. 1973. c) Jón
Steinar, f. 18.6.
1977, kvæntur
Pálínu Jóhanns-
dóttur, f. 29.1.
1981. d) Atli Freyr, f. 2.1.
1985, kvæntur Berglindi Ýri
Kjartansdóttur, f. 8.6. 1988.
Börn Inga og Ingibjargar
eru: 1) Haukur Skarphéðinn, f.
10.7. 1960, kvæntur Marian
Ingason Carlén, f. 9.10. 1951.
Börn Hauks eru a) Páll Ingi, f.
12.1. 1978, b) Linda Rún, f.
28.4. 1992. Sambýlismaður
hennar er Robin Ingemar
Hembo, f. 22.5. 1992, 2) Guð-
mundur Birgir, f. 16.1. 1962,
kvæntur Ingunni Ólafsdóttur,
f. 10.7. 1963. Börn þeirra eru
a) Ólafur Ingi, f. 21.2. 1986,
kvæntur Heiðrúnu Sigvalda-
dóttur, f. 25.5. 1976, b) Árni
Birgir, f. 24.10. 1989. Sam-
býliskona hans er Janina Nelly
Hüber, f. 11.4. 1990, c) Guðrún
Hún mamma mín lifði mjög
farsælu lífi. Hún bæði ólst upp
við og eignaðist sjálf ástríka og
samheldna fjölskyldu. Ég á bara
góðar minningar um hana
mömmu. Ein er þó undantekn-
ingin, þá fór hún ein í bíl með
okkur systkinin austur í Búrfell
að heimsækja pabba sem var að
vinna þar. Hún hugsaði ekkert
um að keyra ekki í allar holur á
malarvegunum og hristingurinn
var slíkur að ég man eftir þessu
ennþá fimmtíu árum síðar. Þetta
lýsir mömmu mjög vel, hún var
óttalaus og ekki hrædd við að
takast á við erfið verkefni eins
og það að keyra um landið ein
með fullan bíl af börnum.
Mamma, og pabbi heitinn,
voru dugleg að ferðast út um all-
an heim. Komu oft til okkar í
Svíþjóð og við áttum alltaf góðar
stundir með þeim. Þegar ég kom
í heimsókn í Giljalandið eða
Seljalandið tók hún alltaf ein-
staklega vel á móti mér, enda
uppáhaldsbarnið hennar í út-
löndum. Það var alltaf séð til
þess að við fengjum bestu mót-
tökur þegar við komum.
Mamma var konan sem tók af
skarið, sama hvar hún var eða
fór. Hún var í ábyrgðarmiklu
starfi í vinnu hjá Ölgerðinni, í
tugi ára, um leið og hún stýrði
stóru heimili. Allir mínir vinir
vissu að maður hlýddi Ingu og
sagði alltaf já við hana. Mamma
þurfti aldrei að hækka röddina,
hún hafði bara þessa hljómmiklu
rödd og allir skildu blæbrigðin
hjá henni. Hún hafði þann eig-
inleika að það vildu allir vera í
liði með henni.
Mamma hafði stórt hjarta og
var einstaklega góð við barna-
börnin sín. Hún tók Palla minn
að sér meira og minna þegar
hann var lítill vegna fjarveru
minnar. Ég er eilíflega þakklát-
ur foreldrum mínum fyrir það.
Mamma var mjög ákveðin og
hafði sterkar skoðanir á hlutun-
um og var ekki hrædd við að
segja þær. Eins hafði hún mjög
mikla réttlætiskennd.
Ég kem til með að sakna
hennar mikið. Eftir að pabbi dó
kom eðlilega söknuður hjá henni
og hana langaði mikið til að hitta
hann aftur. Hún var hörð á því
að hún skyldi liggja við hliðina á
honum í Gufuneskirkjugarði.
Sagði það ítrekað við prestinn
þegar pabbi var jarðsettur. Ég
heimsótti hana á Hrafnistu í apr-
íl og henni virtist líða vel þrátt
fyrir veikindi sín og hún mundi
alveg eftir mér þegar ég kom.
„Haukur minn,“ sagði hún hátt
og skýrt þegar hún sá mig, það
gladdi hjarta mitt mikið. Ég
kvaddi hana þar en systkini mín
og vandamenn sáu vel um hana
og ég verð eilíflega þakklátur
þeim fyrir það. Já, þetta verður
erfitt fyrir okkur öll, bæði ætt-
ingja og vini. Núna fá þau alla-
vega að hvíla saman í friði, hlið
við hlið.
Sorgin, söknuðurinn og tómið
verður mikið og við komum til
með að minnast hennar hlýju,
umhyggju og glaðværa hláturs.
Haukur Skarphéðinn
Ingason og fjölskylda.
Elsku tengdamamma mín,
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, eða
Inga eins og hún var yfirleitt
kölluð, féll frá þann 11. ágúst
síðastliðinn. Þótt Inga hafi verið
orðin níræð, bar fráfall hennar
nokkuð brátt að, en Inga var lík-
amlega mjög hraust og stefndi
að því að verða að minnsta kosti
eins gömul og mamma hennar,
eða 97 ára. En Inga datt og slas-
aðist illa og því fór sem fór.
Ég kynntist Ingu þegar ég og
Guðmundur, sonur Ingu og
Inga, byrjuðum saman, ég 16
ára og hann 17. Hún og Ingi
tengdapabbi tóku bæði einstak-
lega vel á móti mér og má segja
að varla hafi fallið styggðarorð á
milli okkar öll þau ár sem þau
voru tengdaforeldrar mínir. Ingi
lést fyrir rúmu ári síðan og Inga
saknaði hans mikið. Hann var
hennar styrkur og stoð og það
var mikið frá henni tekið þegar
hann lést.
Inga var einstaklega
skemmtileg og hafði litríkan per-
sónuleika. Hún klæddist iðulega
skrautlegum fötum, sem hent-
uðu hennar persónuleika vel.
Hún bæði talaði mikið og hátt og
hló mikið og hátt. Inga var mjög
hispurslaus, talaði hreint út og lá
yfirleitt ekki á skoðunum sínum.
Það voru því oft ansi fjörugar og
skemmtilegar, samræðurnar við
Ingu, þó við værum ekki alltaf
sammála um hlutina, en það þarf
heldur ekki.
Inga hafði óbilandi áhuga á
ættfræði og vissi nánast allt um
ættartengsl og tengingar á milli
manna. Hún var afar stolt af því
að vera af Reykjaættinni og
þreyttist ekki á að lýsa kostum
þeirrar ættar.
Inga var einstaklega dugleg
kona. Um leið og börnin fimm
voru orðin nægilega stálpuð, hóf
hún störf sem gjaldkeri Ölgerð-
arinnar og vann þar, þar til hún
lét af störfum vegna aldurs.
Verkaskipting heimilisins var
með hefðbundnum hætti miðað
við þennan tíma og sá Inga al-
farið um öll heimilisstörfin og
alla umönnun barnanna með
fullri vinnu. En Ingu hafði alltaf
dreymt um að mennta sig frekar
og tók sig til með fullri vinnu og
fullu húsi af börnum og dreif sig
í kvöldskóla og tók þar stúdents-
próf. Það má með sanni segja að
það hafi verið mikið afrek. Að
sjálfsögðu var mætingarskylda í
kvöldskólann, eins og gekk á
þessum tíma. Inga vann því sína
vinnu, kom heim og eldaði ofan í
krakkaskarann, dreif sig svo í
skólann og þegar heim var kom-
ið seint og um síðir, þurfti að
ganga frá og sinna öðrum heim-
ilisstörfum. Og að sjálfsögðu að
undirbúa sig fyrir næstu tíma.
Aldrei heyrði ég hana tala um að
hún væri þreytt eða að álagið
væri of mikið. Hún kláraði námið
sitt með miklum sóma og var
mjög stolt, enda full ástæða til!
Elsku Inga mín, takk fyrir öll
árin okkar saman. Ég veit að
Ingi, pabbi þinn og mamma, hún
amma Jóhanna, sem þú saknaðir
svo mikið, og ekki síður elsku
Halla Margrét taka vel á móti
þér og umvefja þig.
Hvíl í friði elsku tengda-
mamma mín.
Þín tengdadóttir,
Ingunn.
Mig langar með örfáum orð-
um að minnast kærrar tengda-
móður minnar hennar Ingu sem
lést 11. ágúst síðastliðinn á 91.
aldursári. Það var á haustmán-
uðum árið 1989 sem ég var svo
lánsamur að kynnast henni þeg-
ar leiðir okkar Lindu lágu sam-
an. Mér var strax afar vel tekið
af þeim heiðurshjónum Ingu og
Inga. Ég var tíður gestur á
heimili þeirra næstu árin og
naut gestrisni þeirra og velvild-
ar.
Mér varð strax ljóst að hér
var um mikla kjarnakonu að
ræða. Hún hafði ákveðnar skoð-
anir, mikla réttlætiskennd en
var um leið mjög hlý í viðmóti.
Fjölskyldan var henni mikilvæg-
ust og ræktaði hún mjög gott
samband við hana, ekki síst alla
afkomendur sína en sá hópur
stækkaði ört með árunum. Við
Linda nutum þess heldur betur
þegar okkar börn komu í heim-
inn hvert af öðru, hún var alltaf
boðin og búin að passa fyrir okk-
ur, hvort sem það var eina
kvöldstund eða í lengri tíma og
krakkarnir hreinlega elskuðu að
vera í pössun hjá ömmu og afa.
Þegar hún fór á eftirlaun aðstoð-
aði hún okkur oft þegar börnin
voru veik eða frí í skólanum
þannig að við Linda gætum bæði
sinnt okkar vinnu. Fyrir þessa
dýrmætu tíma sem börnin áttu
með ömmu og afa er ég afskap-
lega þakklátur og lagði það
grunninn að mjög kæru samandi
þeirra á milli alla tíð.
Inga og Ingi voru einstaklega
samrýnd hjón sem nutu að
ferðast saman og alls þess sem
lífið bauð uppá. Auk hefðbund-
inna sólarlandaferða og borgar-
ferða erlendis fóru þau á hverju
einasta ári um áratugaskeið í
skíðaferðir erlendis vítt og breitt
um Evrópu en eftir að þau fóru í
sína fyrstu ferð til Aspen í Colo-
rado var ekki til baka snúið. Hún
var góð skíðakona, alveg þar til
líkaminn var hættur að fylgja
huganum vegna aldurs og hún
gat ekki lengur skíðað af þeim
sökum.
Elsku Inga mín. Nú er komið
að leiðarlokum og vil ég þakka
þér kærlega fyrir samleiðina síð-
astliðin 33 ár og okkar góðu vin-
áttu alla tíð. Það er með miklum
söknuði og virðingu sem ég kveð
þig í hinsta sinn, skilaðu kærri
kveðju til Inga. Megi góður Guð
varðveita þína fallegu minningu.
Þinn tengdasonur,
Ólafur Björn.
Elskulega amma okkar
kvaddi þessa jarðvist eftir stutt
en erfið veikindi.
Hún var komin vel til ára
sinna enda orðin níræð en var
samt hin hressasta framan af.
Amma elskaði að spjalla og er
henni var skemmt þá rak hún
upp hávær hlátrasköll sem
heyrðust víða. Hún fylgdist vel
með öllu sínu fólki og hafði mik-
inn áhuga á daglegu amstri af-
komenda sinna. Hún sló reglu-
lega á þráðinn til að kanna
hvernig lífið og tilveran gengi
fyrir sig og alltaf mundi hún eft-
ir öllum afmælisdögum. Henni
fannst tilkoma samfélagsmiðl-
anna mikil framför, það auðveld-
aði henni að fylgjast með, þar
sem afleggjararnir voru orðnir
margir og dreifðir víða um heim.
Við áttum margar góðar og
skemmtilegar stundir með henni
sem og margar góðar minningar
og hún var okkur góð fyrirmynd,
bæði í orðum og gjörðum. Hún
reyndist okkur alltaf vel og
heimilið var alltaf opið fyrir okk-
ur þegar við fórum suður, hvort
sem það voru styttri ferðir eða
dvöl vegna skólagöngu.
Þegar við systkinin komum til
ömmu og afa þá var eins og það
væru komin jól, úrvalið af morg-
unkorni, kexi og gosi var æv-
intýralegt fyrir okkur lands-
byggðarbörnin. Við fengum ekki
að ganga ótæpilega á þetta en
fengum að njóta. Úrvalið af gos-
inu var reyndar eingöngu frá Öl-
gerðinni þar sem amma vann
sem gjaldkeri lungann af sinni
starfsævi og ekki var vel séð að
koma með afurðir frá keppinaut-
um inn á heimilið og svo var alla
tíð, hún hélt tryggð við sína.
Elsku amma okkar og
langamma, takk fyrir allt, minn-
ing þín mun ávallt vera með okk-
ur og ylja okkar um hjartarætur.
Ingibjörg Sólveig,
Heiðrún, Jón Steinar,
Atli Freyr og fjölskyldur.
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir
hefur nú lagt upp í ferðina sem
bíður okkar allra.
Ég kynntist henni fyrir um
sextíu árum þegar við unnum
saman í vélabókhaldi SÍS.
Vélarnar sem við „stelpurnar“
unnum við voru mjög hávaða-
samar og máttum við slökkva á
þeim í tíu mínútur hverja
klukkustund. Sá tími var vel
nýttur og leiddi til þess að enn
erum við að spjalla saman í
klúbbnum sem við köllum SÍS sí-
ungar.
Ingibjörg lífgaði sannarlega
upp á samræðurnar, lá aldrei á
skoðunum sínum og fylgdi þeim
eftir.
Hún var að kynnast eigin-
manni sínum honum Inga þegar
við vorum að kynnast, við stelp-
urnar vorum orðnar spenntar
fyrir því að fá að berja hann aug-
um og spurðum, það stóð ekki á
svari: „Það kemur mynd af hon-
um í blöðunum bráðlega, hann
var að vinna bíl í happdrætti,“
þetta gekk eftir.
Þau voru samrýnd og fundu
sér sameiginlegt áhugamál í
dansinum og urðu mjög fær í
þeirri list.
Skíðaferðir urðu árviss við-
burður.
Ingibjörg lýsti fyrir okkur
þeirri stund þegar hún varð
hræddust á lífsleiðinni. Hún er
stödd í brattri brekku á skíð-
unum, fyrir framan hana er
skilti, sem hún skildi ekki og
brunaði af stað.
Í ljós kom að þetta var keppn-
isbraut sem var bönnuð almenn-
ingi. Hún sagði eftir þessa
reynslu: „Ég ætla að læra
þýsku!“ Hún fór í öldungadeild
og lauk stúdentsprófi.
Við vorum nágrannar í sum-
arlandinu á Þingvöllum. Sumarið
2000 var haldin Kristnihátíð,
akstur þennan stutta spöl úr bú-
staðnum var seinfarinn. Aðspurð
fóru þau Ingi siglandi á hátíðina
og lögðu bátnum í þjóðgarðinum,
mín kona aldrei ráðalaus.
Ingibjörg mun ekki oftar
hrista upp í samræðum okkar
vinkvennanna, hún gaf lífinu
sannarlega lit með nærveru
sinni.
Blessuð sé minning Ingibjarg-
ar Skarphéðinsdóttur.
Jóhanna Bryndís Helgadóttir.
Ingibjörg
Skarphéðinsdóttir