Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
SÉRFRÆÐINGAR Í
GÓÐGERLUM
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Vígsla minningarreits á grunni
gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar í
Neskaupstað fer fram klukkan þrjú
síðdegis í dag, en Síldarvinnslan lét
reisa reitinn sem helgaður er þeim
sem látist hafa við störf hjá fyrir-
tækinu.
Eins og fyrr segir er reiturinn á
grunni gömlu fiskimjölsverksmiðj-
unnar sem eyðilagðist í snjóflóði 20.
desember 1974, en þá fórust sjö. Á
þessum stað hefur verið gamall
gufuketill sem gegnir hlutverki í
mótun reitsins.
Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson
og séra Bryndís Böðvarsdóttir munu
blessa reitinn en Gunnþór B. Ingva-
son forstjóri Síldarvinnslunnar setur
athöfnina. Þá er gert ráð fyrir að
Þorsteinn Már Baldvinsson stjórn-
arformaður Síldarvinnslunnar til-
kynni styrkveitingu til Heilbrigðis-
stofnunar Austurlands.
Árið 2018 var efnt til samkeppni
um útfærslu á reitnum og voru þátt-
takendur beðnir að „taka tillit til
þess að reiturinn ætti að vera frið-
sæll og hlýlegur staður og þar ætti
að vera aðstaða fyrir fólk til að setj-
ast niður og njóta kyrrðar“.
Átta tillögur bárust og voru þær
metnar af dómnefnd. Tillaga Krist-
jáns Breiðfjörð Svavarssonar varð
fyrir valinu auk hluta úr tillögu Ólaf-
íu Zoëga. gso@mbl.is
Ljósmynd/Hlynur Sveinsson
Vígsla Minningarreiturinn í Nes-
kaupstað verður vígður í dag.
Minning-
arreitur
vígður
„Þar sem fiskgengd á veiðisvæð-
unum fjórum er mjög misjöfn á tíma-
bilinu maí-ágúst bitnar aðferðafræð-
in harðast á svæði C. Þar er hálfgerð
ördeyða í maí og júní, en í júlí og
ágúst er genginn fiskur á miðin úti
fyrir NA- og Austurlandi.
Róðrar á fyrri hluta tímabilsins
gefa því lítið í aðra hönd en litlu
minna en önnur svæði uppskera í maí
og júní á síðari hluta tímabilsins,“
sagði meðal annars í bréfinu sem er
dagsett 18. júní.
Töldu formennirnir ljóst að
tryggja þyrfti 48 strandveiðidaga til
allra báta út tímabilið til að tryggja
jafnræði milli veiðisvæða. „Á öllum
svæðunum eru brothættar byggðir.
Þær eiga það sameiginlegt að vera
háðar strandveiðum, treysta á þær
og mega ekki við skerðingu á sókn
rúmlega 650 báta sem veiðarnar
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Halldór Stefánsson, formaður Fonts
– félags smábátaeigenda á Norðaust-
urlandi, Andri Viðar Víglundsson,
formaður Kletts – félags smábáta-
eigenda á Norðurlandi eystra, og
Guðlaugur Birgisson, formaður Fé-
lags smábátaeigenda á Austurlandi,
telja að lítil þekking á framkvæmd
uppboða hafi leitt til þess að ekki
fengust meiri heimildir í þorski fyrir
strandveiðar fyrir uppsjávarheimild-
ir sem ríkið bauð á skiptamarkaði.
Þetta var ályktun sem þeir drógu í
kjölfar fundar þeirra og Svandísar
Svavarsdóttur matvælaráðherra um
framkvæmd strandveiða ársins.
Þetta er meðal þess er fram kemur
í færslu um fundinn á vef Landssam-
bands smábátaeigenda (LS).
Á fundinum voru rædd uppboð
Fiskistofu og lýstu formennirnir
vonbrigðum með að ekki hefðu feng-
ist meiri heimildir en raun ber vitni.
Þeir vöktu athygli á að óeðlilegt væri
að 57 þúsund tonn af verðmætum
uppsjávartegundum hefðu ekki skil-
að meiru en 3.765 tonn af þorski –
jafngildi ígildastuðuls upp á 0,065.
Brýnt er að koma í veg fyrir að
brestir í uppboði af þessum toga end-
urtaki sig, að mati formannanna.
Þeir telja jafnframt mikilvægt að
Fiskistofa hafi starfsmann á sínum
snærum með sérþekkingu á uppboð-
um.
Aukið jafnræði
Tilefni fundarins var bréf sem for-
mennirnir sendu ráðherra í júní þar
sem vakin var athygli á því hve ójafnt
væri skipt milli veiðisvæða þegar
strandveiðibátum væri ekki öllum
tryggðir 48 veiðidagar. Síðustu þrjú
ár hefur þurft að stöðva veiðar fyrir
lok tímabils þar sem heimildir, sem
til veiðanna er ráðstafað, klárast.
stunda. Meðan strandveiðar eru ekki
tryggðar í 48 daga sjá menn sig í
auknum mæli knúna til þess að færa
báta sína frá sinni heimabyggð yfir á
svæði A til þess að hafa í sig og á.“
Fram kemur í færslunni á vef LS
að upplifun formannanna hafi verið
sú að ráðherra hefði á fundinum sýnt
mikinn skilning á þeim vanda sem
upp hefur komið á strandveiðum
undanfarin ár.
Engan afslátt
Milli þess að bréfið barst ráðherra
og fundurinn með formönnum félag-
anna þriggja átti sér stað kynnti
Svandís tillögu sína um að taka upp
svæðisskiptingu strandveiða á ný í
þeim tilgangi að auka jafnræði milli
veiðisvæða.
Smábátafélög á Norður- og Aust-
urlandi hafa verið jákvæð gagnvart
breytingunni og jafnvel sent út til-
kynningu um stuðning við tillögu
Svandísar. Sá stuðningur hefur þó
ekki þýtt að strandveiðisjómenn á
þessum svæðum gefi afslátt af kröf-
unni um 48 veiðidaga.
Fátt bendir þó til að matvæla-
ráðherra hafi svigrúm til þess að
tryggja 48 daga án þess að hafa til
þess nægar aflaheimildir. Í takti við
samdrátt í heildaraflamarki hefur
5,3% hlutur sem ætlaður er atvinnu-
og byggðakvóta minnkað. Þrátt fyrir
þá þróun tókst ráðherra að ráðstafa
til veiðanna meiri heimildum í þorski
en nokkru sinni fyrr. Það dugði þó
skammt og voru strandveiðar stöðv-
aðar eftir 21. júlí.
Nú stendur fyrir dyrum nýtt fisk-
veiðiár, en ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar gerir ráð fyrir enn frekari
skerðingum á þorskkvótanum.
Smábátasjómenn segja Fiskistofu
skorta þekkingu á uppboðum
- Fengu 3.765 tonn af þorski í skiptum fyrir 57 þúsund tonn af uppsjávarfiski
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Landað Strandveiðisjómenn á Norður- og Austurlandi vilja breytingar á strandveiðikerfinu.
Afurðaverð á markaði
24. ágúst,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 563,81
Þorskur, slægður 479,85
Ýsa, óslægð 428,90
Ýsa, slægð 417,26
Ufsi, óslægður 242,82
Ufsi, slægður 284,51
Gullkarfi 244,13
Blálanga, slægð 262,24
Langa, óslægð 282,10
Langa, slægð 317,21
Keila, óslægð 179,60
Keila, slægð 195,70
Steinbítur, óslægður 207,52
Steinbítur, slægður 321,04
Skötuselur, slægður 704,42
Grálúða, slægð 455,00
Skarkoli, slægður 479,71
Þykkvalúra, slægð 465,98
Langlúra, óslægð 279,00
Sandkoli, óslægður 136,29
Sandkoli, slægður 93,00
Skrápflúra, óslægð 11,00
Gellur 1.703,63
Hlýri, óslægður 334,64
Hlýri, slægður 361,27
Kinnfiskur/þorskur 1.285,00
Lúða, slægð 544,74
Lýsa, óslægð 101,47
Lýsa, slægð 96,56
Skata, óslægð 15,00
Stórkjafta, óslægð 100,00
Stórkjafta, slægð 72,12
Undirmálsýsa óslægð 176,91
Undirmálsþorskur óslægður 288,59
Undirmálsþorskur slægður 324,67