Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 18
URBAN SNOWBOARDER 14.995 kr. / St. 36-40 VATNSHELDIR SKÓR FYRIR SKÓLANN SP.1 LITE 11.995 kr. / St. 19-26 SP.1 LITE 11.995 kr. / St. 19-26 URBAN SNOWBOARDER 14.995 kr. / St. 36-40 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS 18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Verkið er tekið í áföngum og sam- kvæmt því sem fjárveitingar hverju sinni duga til,“ segir Björn Svavarsson, smiður hjá Ýri á Sauð- árkróki. Hann er umsjónarmaður með þeirri endurbyggingu Silfra- staðakirkju í Blönduhlíð í Skaga- firði sem nú stendur yfir. Kirkjan góða var í október á síð- asta ári tekin af grunni og flutt á Sauðárkrók. Þar stendur bygg- ingin nú á baklóð verkstæðis Ýrar við Aðalgötu í norðurbænum á Króknum. Skjólhýsi hefur verið slegið utan um kirkjuna í því skyni að auðvelda verkið, sem flokkur smiða, sem hafa góða reynslu af endurbótarverkefnum sem þessu, hafa með höndum. Silfrastaðakirkja var byggð árið 1896 og hefur sett sterkan svip á umhverfi sitt, undir háum fjöllum. Hefur hvílt á grjótpúða á jörðinni og var fótstykkið orðið mjög sigið þegar kirkjan var hífð burt í fyrra. Áður hafði turnspíra kirkjunnar verið flutt á brott, enda fúin og að falli kominn. Kostnaður við endurbætur þess- ar er nú áætlaður 50 milljónir króna, segir í frétt á kirkjan.is. Í sjóðum Silfrastaðakirkju voru til peningar í endurbæturnar, sem þó duga hvergi nærri til að ljúka verkefninu. Því koma húsa- friðunarsjóður og jöfnunarsjóðir sókna myndarlega að málum. Björn Svavarsson segir að næst sé á dagskrá í endurbótum þessum að endurnýja fótstykki og glugga kirkjunnar. Einnig þurfi að huga að burðarvirkinu, sem sé í mis- jöfnu ástandi. Sumir hlutar séu gegnheilir en aðrir viðir fúnir í gegn. Ekki meira en fimm ár Að grunnformi er Silfrastaða- kirkja áttstrend, 6,5 m að þvermáli en hliðar 2,70 m að lengd. Þakið er krossreist upp af hliðarveggjum og tengt stöpli. Kirkjan er klædd sléttu járni. Á sex hliðum eru bogadregnir steypujárnsgluggar. „Ég vona að kirkjan verði ekki meira en svona fimm ár hér á lóð- inni hjá mér. Við tökum þetta verkefni annars bara eftir því hvað kemur inn á reikningana og tími vinnst til,“ segir Björn Svavars- son. Með sínum mönnum hefur hann að undanförnu unnið að end- urbótum á kirkjunni á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði. Því verkefni lýkur senn. Hofskirkja er í eigu Lilju Pálmadóttur athafna- konu og fjárfestis. Áttstrendingurinn endurbyggður - Svipsterk Silfrastaðakirkja stendur nú á Sauðárkróki - Endurbygging er í fullum gangi - Smiðir við störf - Fjárveitingar ráða framvindu - Ýmsir sjóðir styrkja verkefnið sem taka mun nokkur ár Ljósmynd/Hreinn S. Hákonarson Guðshús Silfrastaðakirkja var reist undir lok 19. aldar og byggingarlag hennar vekur óneitanlega eftirtekt allra sem sjá og fara um. Nú er kirkjan í viðgerð, umkringd skjólhýsi þar sem hún stendur á baklóð í norðurbænum á Sauðárkróki. Endurbætur Burðarvirki kirkjunnar er fúið, eins og kom í ljós þegar klæðning var tekin af. Mikið verk er fyrir höndum hjá smiðunum. Tónleikarnir Rut og vinir hennar sunnu- daginn 28. ágúst kl. 15 eru lokaviðburður sumardagskrár í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Undir samheitinu Gleðistund hafa tveir fyrirlestrar og einir tónleikar verið á Kvoslæk í sumar. Á tónleikunum verða flutt þekkt verk eftir Brahms og Schubert, meðal annars Silungakvintettinn. Fyrir utan Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara á Kvoslæk koma fram: Einar Jóhannesson klarínettuleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson selló- leikari, Richard Korn bassaleikari, Rich- ard Simm píanóleikari, Aðalheiður Mar- grét Gunnarsdóttir mezzósópran og Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir sópran. Hljóðfæraleikararnir hafa starfað með Rut í höfuðborginni, einkum í Kammer- sveit Reykjavíkur. Söngkonurnar eru bú- settar í Fljótshlíð og hafa áður tekið þátt í tónleikum með Rut í kirkjum í Rangár- þingi. Eftir tónleikana er boðið upp á kaffi á Kvoslæk. Silungakvintettinn á Kvoslæk á sunnudag Á Kvoslæk Tónlistarfólkið sem kemur fram í Hlöðunni á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.