Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 618 Fjöldi glæsilegra verka Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is HAUSTPERLUR vefuppboð á gæðaverkum 5. september á uppboð.is Jóhannes S. Kjarval Ísak Gabríel Regal isak@mbl.is „Mig langaði að vinna með hug- myndina um að gera mitt eigið safn, en ég var svolítið komin í mótsögn við sjálfa mig,“ segir listakonan Rósa Gísladóttir um tilurð sýningarinnar Safn Rósu Gísladóttur í Listasafni Einars Jónssonar sem var opnuð fyrr í sumar en stendur til 25. sept- ember. Á sýningunni tekst Rósa á við „hugmyndina um hið karllæga einkasafn í opinberu rými og býr til sitt eigið safn með tilvísunum í arki- tektúr og tilurð LEJ“, eins og segir í tilkynningu. Verk Rósu eru öll ný og sækir hún innblástur í verk Einars en einnig í smiðju samtímamanns hans, rúss- neska framúrstefnulistamannsins Kazimírs Malevitsj. Verkin sem um ræðir eru skúlptúrar eða abstrakt líkön sem líkjast byggingum. „Malevitsj kallaði þessi verk arkítekton. Ég hafði verið að kynna mér hann og hugmyndir hans, þar á meðal þær um að mynd eða listaverk sé ekki eftirmynd af neinu, heldur sjálfstæður hlutur. Ég er þannig að búa til verk sem gætu verið hús, byggingar eða söfn, en ekkert endi- lega, þau eru á mjög gráu svæði. Svo datt ég svolítið í að vilja tengjast að- eins Einari Jónssyni og hans verkum með því að gera stuðlaberg og tröpp- ur, en hann var mjög gjarn á að búa til eitthvað til að hækka verk sín, eins konar undirstöður,“ segir Rósa. Tilgangur einkasafna Listasafn Einars Jónssonar verð- ur 100 ára á næsta ári. Safnið var upprunalega byggt á gjöf lista- mannsins til þjóðarinnar sem fylgdi það skilyrði að reisa yrði einkasafn yfir verk hans. Rósa vildi takast á við þessa hugmynd, sem hún telur að einhverju leyti úrelta, um einkasöfn sem karlkyns listamenn eins og Ás- mundur Sveinsson, Kjarval og Einar gerðu til að varðveita verk sín með því að skipa ríkinu að skjóta skjóls- húsi yfir þau og passa að yrðu ódauð- leg, frekar en til að hafa opin og að- gengileg almenningi. „Mér fannst þessi gerð af söfnum hálfúrelt en hugsaði svo að ég væri kannski kom- in á sama stað með því að opna mitt eigið safn inni á þessu safni, nema hundrað árum seinna og er ég að auki kona,“ útskýrir Rósa. létt í bragði. Byggingar en samt ekki Fyrsta verkið sem maður sér þeg- ar maður kemur inn á sýninguna hennar Rósu er kross sem hún segir í anda Malevitsj. Annars líkjast flest verkin tröppum, byggingum og strúktúrum sem virka á áhorfand- ann eins og borgir frá annarri plánetu. Sýnin er samtímis kunn- ugleg og framandi. Hlutföllin eru á skjön. Þetta er þessir arkítektonar sem Malevitsj varð meðal annars frægur fyrir. „Áhorfandinn getur hugsað sér hvort þetta séu hús, hvernig þau myndu fúnkera í fullri stærð, hvar skrifstofurnar væru í byggingunni og svo framvegis,“ seg- ir Rósa um sýninguna. Söfnin heillandi þrátt fyrir allt Varðandi gagnrýni á ákveðna gerð gamalla listasafna viðurkennir Rósa að þrátt fyrir að vera að einhverju leyti mótfallin söfnum sem eru óhag- stæð, bæði fjárhagslega og hvað varðar aðgengi, þá finnist henni Listasafn Einars Jónssonar ein- staklega heillandi. „Maður er með þessa skoðun og að velta fyrir sér þessum karlasöfnum en svo finnst mér líka dásamlegt að þetta hús hafi fengið að vera í friði og að ekki sé bú- ið að eiga við það. Það eru svo fáar byggingar á Íslandi sem hafa ekki gengið í gegnum breytingar og er þetta safn eða hús einstakt sem slíkt og einkar sjarmerandi. Auðvitað get- ur það aldrei orðið eins og önnur söfn nema með róttækum breytingum, og vissulega þurfa söfn að hafa lyftur og aðgengi fyrir alla en mér finnst þetta samt heillandi,“ segir Rósa að end- ingu en hún mun halda listamanna- spjall um sýningu sína í Listasafni Einars Jónssonar þriðjudaginn 30. ágúst klukkan 12.10. Morgunblaðið/Hákon Listakonan Á sýningunni Safn Rósu Gísladóttur tekur listakonan sér pláss innan um verk Einars Jónssonar. Skúlptúrar Verk Rósu eru skúlptúrar eða abstrakt líkön sem líkjast byggingum og borgum. Áhorfendur geta velt fyrir sér hvernig verkin myndu líta út í fullri stærð. Krossinn á myndinni er fyrsta verkið sem maður sér þegar maður kemur inn á sýninguna, en Rósa segir hann í anda rússneska framúrstefnulistamannsins Kazimírs Malevitsj. Safn Rósu inni á safni Einars - Sýning Rósu Gísladóttur tekst á við hugmyndina um tilgang einkasafna - Verkin eru skúlptúrar sem líkjast byggingum, húsum og borgum í stíl við „arkítektona“ listamannsins Kazimírs Malevitsj Ljósmyndir/Rósa Gísladóttir/Listasafn Einars Jónsssonar Þau standast ekki tímann er titill sýningar sem opnuð verður í dag, 25. ágúst, kl. 17 í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu. Á henni má sjá verk myndlistarmannanna Gra- hams Wiebe, Magnúsar Sigurð- arsonar, Minne Kersten, Patriciu Carolinu og Sigrúnar Hlínar Sig- urðardóttur. „Á sýningunni renna upplausn og væntingar saman við lífsins vökva og sköpunarmátt eyðingarinnar, umbreytingu og hreyfingu. Ferli sem eiga við náttúru sem samfélag, hverful við fyrstu kynni en raun- veruleg í augnablikinu. Sem tilraun með samvinnu er verkefnið sam- koma ólíkra þátta sem hópurinn hefur nálgast í gegnum opið samtal sem hófst þeirra á milli fyrir nokkr- um mánuðum síðan og er nú orðið að sýningu,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Hún stendur yfir til og með 25. september. Frekari upplýs- ingar um sýninguna og listamenn- ina má finna á nylo.is. Leki Úr „Leak“ eftir Minne Kersten frá árinu 2020. Stilla birt með leyfi Kersten. Samkoma ólíkra þátta í Nýlistasafninu Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur undir listamannsnafninu Prins Póló, verður með leiðsögn um sýningu sína Hvernig ertu? í Gerðu- bergi í Breiðholti í dag, fimmtudag, kl. 16. Segir í tilkynningu að hann muni eflaust einnig segja sögur af bernskubrekum úr Breiðholtinu. Á sýningunni blandar Svavar saman eigin tónverkum, myndlist og ljós- myndum. Sækir hann oftar en ekki innblástur í sjoppulegan hversdags- leikann í verkum sínum, með litríka upphafningu og húmor að leið- arljósi, eins og því er lýst. Sýningin var opnuð á neðri hæð Gerðubergs 28. maí síðastliðinn og stendur yfir til sunnudags, 28. ágúst. Prins Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló, á sýningu sinni. Prinsinn veitir leiðsögn um sýningu sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.