Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Hlýtt og notalegt Þinn dagur, þín áskorun 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi arsalir@arsalir.is, s. 533 4200 Hagstætt verð. Glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Sér inngangur. Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 TIL LEIGU Þjóðhátíðardagur Úkraínu var í gær, 24. ágúst, en þá var 31 ár liðið frá því landið fékk sjálfstæði. Í gær voru einnig liðnir sex mánuðir frá því Rússar gerðu innrás í landið. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari í Kænugarði segir að venjulega sé haldið upp á þennan dag með pomp og prakt en í þetta sinn hafi engin hátíðarhöld verið enda stjórnvöld bannað fjöldasamkomur, hvatt al- menna borgara til að halda sig heima, hlusta eftir loftvarnarflautum og leita skjóls ef í þeim heyrðist. Í stað hefðbundinnar skrúðgöngu og tónleika í Kænugarði var sett upp eins konar skriðdrekaskrúðganga þar sem aðalgata borgarinnar var „skreytt“ með skemmdum og brunn- um rússneskum hergögnum. Óskar segir að þar sé væntanlega verið að vísa til þess að þegar rússneskar hersveitir komu fyrst yfir landa- mærin aðfaranótt 24. febrúar hafi stefnan verið sett á að yfirtaka Kænugarð á nokkrum sólarhringum og halda glæsilega skrúðgöngu hinn 1. maí. Hafi sumar herdeildir haft skrúðbúninginn pressaðan með- ferðis í skriðdrekanum. En hern- aðurinn hefur ekki gengið sam- kvæmt áætlunum og nú hálfu ári síðar séu Rússar engu nær því að yfirtaka Kænugarð en þeir voru í lok mars þegar þeir yfirgáfu nágrenni höfuðborgarinnar. Þessi hergagnasýning vakti tals- verða athygli borgarbúa sem skoð- uðu stríðstólin, keyptu sælgæti af götusölum og tóku sjálfsmyndir af sér framan við skriðdrekana. Víða um heim safnaðist fólk saman til að minnast þjóðhátíðardags Úkra- ínu og mótmæla stríðsrekstri Rússa þar í landi. Þar á meðal hér á landi en samkoma var í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem dagurinn var haldinn hátíðlegur með tónlist, list- sýningu og mat. Morgunblaðið/Óskar Hallgrímsson Þjóðhátíð í Úkraínu Þessi unga kona hætti sér út á götur Kænugarðs á þjóðhátíðardeginum í gær. Haldið upp á þjóð- hátíðardag Úkraínu - Brunnum skriðdrekum stillt upp á aðalgötu Kænugarðs Morgunblaðið/Óskar Hallgrímsson Skriðdrekaskrúðganga Íbúar Kænugarðs veifuðu fánum og tóku myndir af sér við rússneska skriðdreka sem stillt var upp í miðborginni. Morgunblaðið/Hákon Íslensk hátíð Úkraínumenn á Íslandi komu saman í Norræna húsinu í gær. AFP/Kenzo Tribo-Uillard Fagnað í Belgíu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, tók þátt í hátíðahöldum á Grand-Place í Brussel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.