Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
Hlýtt og
notalegt
Þinn dagur, þín áskorun
100% Merino
ullarnærföt
fyrir dömur og herra
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi
Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi
Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði
Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
arsalir@arsalir.is, s. 533 4200
Hagstætt verð.
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Sér inngangur.
Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
TIL LEIGU
Þjóðhátíðardagur Úkraínu var í gær,
24. ágúst, en þá var 31 ár liðið frá því
landið fékk sjálfstæði. Í gær voru
einnig liðnir sex mánuðir frá því
Rússar gerðu innrás í landið.
Óskar Hallgrímsson ljósmyndari í
Kænugarði segir að venjulega sé
haldið upp á þennan dag með pomp
og prakt en í þetta sinn hafi engin
hátíðarhöld verið enda stjórnvöld
bannað fjöldasamkomur, hvatt al-
menna borgara til að halda sig
heima, hlusta eftir loftvarnarflautum
og leita skjóls ef í þeim heyrðist.
Í stað hefðbundinnar skrúðgöngu
og tónleika í Kænugarði var sett upp
eins konar skriðdrekaskrúðganga
þar sem aðalgata borgarinnar var
„skreytt“ með skemmdum og brunn-
um rússneskum hergögnum. Óskar
segir að þar sé væntanlega verið að
vísa til þess að þegar rússneskar
hersveitir komu fyrst yfir landa-
mærin aðfaranótt 24. febrúar hafi
stefnan verið sett á að yfirtaka
Kænugarð á nokkrum sólarhringum
og halda glæsilega skrúðgöngu hinn
1. maí. Hafi sumar herdeildir haft
skrúðbúninginn pressaðan með-
ferðis í skriðdrekanum. En hern-
aðurinn hefur ekki gengið sam-
kvæmt áætlunum og nú hálfu ári
síðar séu Rússar engu nær því að
yfirtaka Kænugarð en þeir voru í lok
mars þegar þeir yfirgáfu nágrenni
höfuðborgarinnar.
Þessi hergagnasýning vakti tals-
verða athygli borgarbúa sem skoð-
uðu stríðstólin, keyptu sælgæti af
götusölum og tóku sjálfsmyndir af
sér framan við skriðdrekana.
Víða um heim safnaðist fólk saman
til að minnast þjóðhátíðardags Úkra-
ínu og mótmæla stríðsrekstri Rússa
þar í landi. Þar á meðal hér á landi en
samkoma var í Norræna húsinu í
Reykjavík þar sem dagurinn var
haldinn hátíðlegur með tónlist, list-
sýningu og mat.
Morgunblaðið/Óskar Hallgrímsson
Þjóðhátíð í Úkraínu Þessi unga kona hætti sér út á götur Kænugarðs á þjóðhátíðardeginum í gær.
Haldið upp á þjóð-
hátíðardag Úkraínu
- Brunnum skriðdrekum stillt upp á aðalgötu Kænugarðs
Morgunblaðið/Óskar Hallgrímsson
Skriðdrekaskrúðganga Íbúar Kænugarðs veifuðu fánum og tóku myndir
af sér við rússneska skriðdreka sem stillt var upp í miðborginni.
Morgunblaðið/Hákon
Íslensk hátíð Úkraínumenn á Íslandi komu saman í Norræna húsinu í gær.
AFP/Kenzo Tribo-Uillard
Fagnað í Belgíu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, tók þátt í hátíðahöldum á Grand-Place í Brussel.