Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 5. Á G Ú S T 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 198. tölublað . 110. árgangur . 25.–28. ágúst Sigraðu innkaupin ALEXANDRA SEMUR VIÐ FIORENTINA ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KYNNIR NÝTT LEIKÁR ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS SAMEINANDI AFL 52 FINNA VINNU 12 SÍÐURÍÞRÓTTIR 51 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Mikil þensla er á vinnumarkaði um þessar mundir og segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðla- bankans verulegar líkur á því að hagkerfið ofhitni. Peningastefnu- nefnd Seðlabankans ákvað í gær að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur og eru þeir nú 5,5%. Birtist þenslan á vinnumarkaði með ýmsum hætti. Meðal annars fjölgaði heildarvinnustundum, eins og þær eru mældar af Hagstofunni, um 9,1% á öðrum fjórðungi ársins frá sama tímabili í fyrra. Sömuleiðis gerðist það í sama fjórðungi að vinnuvikan lengdist á ný en það hef- ur ekki gerst frá árinu 2019. „Lausum störfum er að fjölga mjög hratt. Þau eru nú ríflega 12 þúsund á öðrum ársfjórðungi. Þeim fjölgar um fleiri en fimm þúsund milli fjórðunga,“ sagði Þórarinn á upplýsingafundi Seðlabankans í gær. Æ fleiri fyrirtæki segjast eiga í vandræðum með að fá fólk í vinnu. „54% fyrirtækja segja að sig skorti starfsfólk, sem er næsthæsta gildi frá upphafi mælinga og veru- lega yfir sögulegu meðaltali. Sama gildir um fyrirtæki sem segjast starfa við full afköst, sem eru 61% þeirra. Þetta er einnig hæsta slík mæling sem við höfum gert og vel yfir sögulegu meðaltali,“ segir Þór- arinn. Bendir hann á að þessum skorti á vinnuafli sé mætt með innflutningi að utan. Hrein fjölgun erlendra rík- isborgara hér á landi mældist meiri á öðrum fjórðungi ársins en nokkru sinni fyrr, ríflega 3.500 manns. Í yfirlýsingu peningastefnunefnd- ar frá í gær er ítrekað að bankinn búi sig undir að hækka vexti enn frekar ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna en hagfræðingar Seðla- bankans gera ráð fyrir að hún verði 10,8% á lokafjórðungi ársins. »28 Þensla lengir vinnuvikuna - Vinnustundum fjölgaði um 9,1% á öðrum ársfjórðungi miðað við fyrra ár - Seðlabankinn býst til að hækka stýrivexti enn frekar til að slá á þenslu Sviptingar í hagkerfinu » Seðlabankinn hefur uppfært hagspá sína. » Gert er ráð fyrir 6% hag- vexti á árinu, 1,3 prósentum meira en spáð var í maí. » Verðbólga mælist 9,9% en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að hún aukist enn. » Stýrivextir eru nú 5,5% og hafa hækkað úr 0,75% á fimm- tán mánaða tímabili. _ Volodimír Selenskí Úkraínu- forseti hét því í gær að Úkraínu- menn myndu aldrei gefast upp fyrir innrás Rússa, en í gær var þess minnst að 31 ár er liðið frá því að landið sagði sig frá Sovétríkjunum. Fólk safnaðist saman víða um heim til að halda upp á daginn og mót- mæla innrásinni og var m.a. sam- koma í Norræna húsinu hér á landi. »6, 30 og 32 Úkraínumenn munu ekki gefast upp Morgunblaðið/Hákon Úkraína Þjóðhátíðardegi Úkraínu var fagnað hér með viðburði í Norræna húsinu. Reynslan af styttingu náms til stúdentsprófs, úr fjórum árum í þrjú, er misjöfn. Þetta segir Sól- veig Guðrún Hannesdóttir, nýr rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hún segir skólann ekki skila frá sér jafn sterkum nem- endum nú og var – slíkt segi sig í rauninni sjálft. Ekki hafi heldur gengið eftir eins og vænst var að eitthvað af námsefni framhalds- skólastigsins færðist í grunnskólana, sem séu margir og misjafnir. Nemendur í MR nú í upphafi skólaárs eru alls 692. Nýnemar, það er á fyrsta ári í 4. bekk, eru 255. Að- sóknin er mjög góð og 244 nemendur sem voru að ljúka 10. bekk settu MR í fyrsta sæti þegar þeir völdu skóla. Í vetur verður 5. bekk MR kennt í leiguhúsnæði við Austurstræti. Rektor segir brýnt nú að reisa nýjar byggingar fyrir skólann í Lækjar- götu. »20-21 Nýr rektor og nærri 700 nemar - Stúdentspróf frá MR ekki jafn sterkt Sólveig Guðrún Hannesdóttir Unnar Atli Guðmundsson rífur hýsi sitt í hjól- hýsabyggðinni á Laugarvatni sem stendur til að leggja niður. Eigendur hjólhýsa á svæðinu eru mjög ósáttir við ákvörðunina og saka sveitar- stjórn Bláskógabyggðar um að hafa veitt falska von sem bitni á heilsu þeirra og fjárhag. »4 Morgunblaðið/Eggert Skammur tími til að rífa niður hjólhýsin við Laugarvatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.