Morgunblaðið - 25.08.2022, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 5. Á G Ú S T 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 198. tölublað . 110. árgangur .
25.–28. ágúst
Sigraðu
innkaupin
ALEXANDRA
SEMUR VIÐ
FIORENTINA
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KYNNIR
NÝTT LEIKÁR
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
SAMEINANDI AFL 52 FINNA VINNU 12 SÍÐURÍÞRÓTTIR 51
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Mikil þensla er á vinnumarkaði um
þessar mundir og segir Þórarinn G.
Pétursson aðalhagfræðingur Seðla-
bankans verulegar líkur á því að
hagkerfið ofhitni. Peningastefnu-
nefnd Seðlabankans ákvað í gær að
hækka stýrivexti um 0,75 prósentur
og eru þeir nú 5,5%.
Birtist þenslan á vinnumarkaði
með ýmsum hætti. Meðal annars
fjölgaði heildarvinnustundum, eins
og þær eru mældar af Hagstofunni,
um 9,1% á öðrum fjórðungi ársins
frá sama tímabili í fyrra. Sömuleiðis
gerðist það í sama fjórðungi að
vinnuvikan lengdist á ný en það hef-
ur ekki gerst frá árinu 2019.
„Lausum störfum er að fjölga
mjög hratt. Þau eru nú ríflega 12
þúsund á öðrum ársfjórðungi. Þeim
fjölgar um fleiri en fimm þúsund
milli fjórðunga,“ sagði Þórarinn á
upplýsingafundi Seðlabankans í
gær. Æ fleiri fyrirtæki segjast eiga í
vandræðum með að fá fólk í vinnu.
„54% fyrirtækja segja að sig
skorti starfsfólk, sem er næsthæsta
gildi frá upphafi mælinga og veru-
lega yfir sögulegu meðaltali. Sama
gildir um fyrirtæki sem segjast
starfa við full afköst, sem eru 61%
þeirra. Þetta er einnig hæsta slík
mæling sem við höfum gert og vel
yfir sögulegu meðaltali,“ segir Þór-
arinn.
Bendir hann á að þessum skorti á
vinnuafli sé mætt með innflutningi
að utan. Hrein fjölgun erlendra rík-
isborgara hér á landi mældist meiri á
öðrum fjórðungi ársins en nokkru
sinni fyrr, ríflega 3.500 manns.
Í yfirlýsingu peningastefnunefnd-
ar frá í gær er ítrekað að bankinn búi
sig undir að hækka vexti enn frekar
ef ekki tekst að koma böndum á
verðbólguna en hagfræðingar Seðla-
bankans gera ráð fyrir að hún verði
10,8% á lokafjórðungi ársins. »28
Þensla lengir vinnuvikuna
- Vinnustundum fjölgaði um 9,1% á öðrum ársfjórðungi miðað við fyrra ár
- Seðlabankinn býst til að hækka stýrivexti enn frekar til að slá á þenslu
Sviptingar í hagkerfinu
» Seðlabankinn hefur uppfært
hagspá sína.
» Gert er ráð fyrir 6% hag-
vexti á árinu, 1,3 prósentum
meira en spáð var í maí.
» Verðbólga mælist 9,9% en
Seðlabankinn gerir ráð fyrir að
hún aukist enn.
» Stýrivextir eru nú 5,5% og
hafa hækkað úr 0,75% á fimm-
tán mánaða tímabili.
_ Volodimír Selenskí Úkraínu-
forseti hét því í gær að Úkraínu-
menn myndu aldrei gefast upp fyrir
innrás Rússa, en í gær var þess
minnst að 31 ár er liðið frá því að
landið sagði sig frá Sovétríkjunum.
Fólk safnaðist saman víða um heim
til að halda upp á daginn og mót-
mæla innrásinni og var m.a. sam-
koma í Norræna húsinu hér á landi.
»6, 30 og 32
Úkraínumenn munu
ekki gefast upp
Morgunblaðið/Hákon
Úkraína Þjóðhátíðardegi Úkraínu var
fagnað hér með viðburði í Norræna húsinu.
Reynslan af
styttingu náms til
stúdentsprófs, úr
fjórum árum í
þrjú, er misjöfn.
Þetta segir Sól-
veig Guðrún
Hannesdóttir,
nýr rektor
Menntaskólans í
Reykjavík. Hún
segir skólann
ekki skila frá sér jafn sterkum nem-
endum nú og var – slíkt segi sig í
rauninni sjálft. Ekki hafi heldur
gengið eftir eins og vænst var að
eitthvað af námsefni framhalds-
skólastigsins færðist í grunnskólana,
sem séu margir og misjafnir.
Nemendur í MR nú í upphafi
skólaárs eru alls 692. Nýnemar, það
er á fyrsta ári í 4. bekk, eru 255. Að-
sóknin er mjög góð og 244 nemendur
sem voru að ljúka 10. bekk settu MR
í fyrsta sæti þegar þeir völdu skóla.
Í vetur verður 5. bekk MR kennt í
leiguhúsnæði við Austurstræti.
Rektor segir brýnt nú að reisa nýjar
byggingar fyrir skólann í Lækjar-
götu. »20-21
Nýr rektor
og nærri
700 nemar
- Stúdentspróf frá
MR ekki jafn sterkt
Sólveig Guðrún
Hannesdóttir
Unnar Atli Guðmundsson rífur hýsi sitt í hjól-
hýsabyggðinni á Laugarvatni sem stendur til að
leggja niður. Eigendur hjólhýsa á svæðinu eru
mjög ósáttir við ákvörðunina og saka sveitar-
stjórn Bláskógabyggðar um að hafa veitt falska
von sem bitni á heilsu þeirra og fjárhag. »4
Morgunblaðið/Eggert
Skammur tími til að rífa niður hjólhýsin við Laugarvatn